Lawrie flottur á seinni níu og er með forystuna í Suður-Afríku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2012 18:20 Paul Lawrie. Mynd/NordicPhotos/Getty Skotinn Paul Lawrie er efstur eftir tvo hringi á Nedbank Golf-mótinu sem fer fram í Sun City í Suður-Afríku um helgina. Þetta er boðsmót þar sem tólf kylfingar fá tækifæri til að vinna fimm milljónir dollara eða 630 milljónir íslenskra króna. Lawrie var frábær á seinni níu holunum á öðrum hringnum þar sem hann fékk þrjá fugla og endaði daginn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Lawrie er búinn að spila tvo fyrstu dagana á fjórum höggum undir pari (140 högg) og er með eins höggs forskot á Þjóðverjann Martin Kaymer. Bandaríkjamaðurinn Bill Haas var í forystu eftir fyrsta hringinn en er nú í þriðja sætinu ásamt Belganum Nicolas Colsaerts. Ítalinn Francesco Molinari og heimamennirnir Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel koma síðan í næstu sætum. Justin Rose, sá kylfingur sem er hæstur á Heimslistanum af þeim sem taka þátt í mótinu, lék á 79 höggum í dag og er í tólfta og neðsta sæti á 152 höggum eftir tvo daga. Lee Westwood er sjötti á heimslistanum og vann mótið undanfarin tvö ár en hann lék annan hringinn á 73 höggum og er í 7. sæti á 144 höggum. Síðustu tveir dagarnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport um helgina þar sem Eyjamaðurinn Þorsteinn Hallgrímsson lýsir af sinni alkunnu snilld. Útsendingin hefst klukkan 11.00 á morgun og klukkan 9.00 á sunnudaginn. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Skotinn Paul Lawrie er efstur eftir tvo hringi á Nedbank Golf-mótinu sem fer fram í Sun City í Suður-Afríku um helgina. Þetta er boðsmót þar sem tólf kylfingar fá tækifæri til að vinna fimm milljónir dollara eða 630 milljónir íslenskra króna. Lawrie var frábær á seinni níu holunum á öðrum hringnum þar sem hann fékk þrjá fugla og endaði daginn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Lawrie er búinn að spila tvo fyrstu dagana á fjórum höggum undir pari (140 högg) og er með eins höggs forskot á Þjóðverjann Martin Kaymer. Bandaríkjamaðurinn Bill Haas var í forystu eftir fyrsta hringinn en er nú í þriðja sætinu ásamt Belganum Nicolas Colsaerts. Ítalinn Francesco Molinari og heimamennirnir Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel koma síðan í næstu sætum. Justin Rose, sá kylfingur sem er hæstur á Heimslistanum af þeim sem taka þátt í mótinu, lék á 79 höggum í dag og er í tólfta og neðsta sæti á 152 höggum eftir tvo daga. Lee Westwood er sjötti á heimslistanum og vann mótið undanfarin tvö ár en hann lék annan hringinn á 73 höggum og er í 7. sæti á 144 höggum. Síðustu tveir dagarnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport um helgina þar sem Eyjamaðurinn Þorsteinn Hallgrímsson lýsir af sinni alkunnu snilld. Útsendingin hefst klukkan 11.00 á morgun og klukkan 9.00 á sunnudaginn.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira