Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2012 19:15 Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. Nokkrir einstaklingar freista þess nú að spyrna við fæti og þeim tókst að sannfæra bæjarstjórnina um að hætta við að rífa gamla frystihúsið og leyfa þeim í staðinn að koma á fót nýrri starfsemi. Rósa Valtingojer og maðurinn hennar, Zdenek Paták frá Tékklandi, hófu verkefnið í frystihúsinu; - að byggja upp sköpunarmiðstöð. Rósa lýsir því í viðtali á Stöð 2 í hverju það felst en meðal annars verður boðið upp á listamannaíbúðir fyrir jafn innlenda sem erlenda listamenn til tímabundinnar dvalar á Stöðvarfirði. Fyrstu viðbrögð lofa góðu. Þótt þetta hafi ekki enn verið auglýst eru umsóknir þegar farnar að berast utan úr heimi. Þá hefur ungt íslenskt par flutt til Stöðvarfjarðar og keypt sér hús þar vegna sköpunarmiðstöðvarinnar. Rósa er fædd og uppalin á Stöðvarfirði og vann á sínum tíma í frystihúsinu þegar það var stærsti vinnustaður byggðarinnar. Hún er dóttir myndlistarmannsins Ríkharðs Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur kennara sem settust að á Stöðvarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Þau opnuðu fljótlega gallerí sem var eitt hið fyrsta á landsbyggðinni. Þeim sem vilja styrkja verkefnið er bent á bankareikning Sköpunarmiðstöðvarinnar. Bankanúmer: 171-26-606 kt: 450711 0390. Fjallað verður meira um Stöðvarfjörð og Austurland í þættinum „Um land allt" á sunnudagskvöld. Fjarðabyggð Um land allt Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. Nokkrir einstaklingar freista þess nú að spyrna við fæti og þeim tókst að sannfæra bæjarstjórnina um að hætta við að rífa gamla frystihúsið og leyfa þeim í staðinn að koma á fót nýrri starfsemi. Rósa Valtingojer og maðurinn hennar, Zdenek Paták frá Tékklandi, hófu verkefnið í frystihúsinu; - að byggja upp sköpunarmiðstöð. Rósa lýsir því í viðtali á Stöð 2 í hverju það felst en meðal annars verður boðið upp á listamannaíbúðir fyrir jafn innlenda sem erlenda listamenn til tímabundinnar dvalar á Stöðvarfirði. Fyrstu viðbrögð lofa góðu. Þótt þetta hafi ekki enn verið auglýst eru umsóknir þegar farnar að berast utan úr heimi. Þá hefur ungt íslenskt par flutt til Stöðvarfjarðar og keypt sér hús þar vegna sköpunarmiðstöðvarinnar. Rósa er fædd og uppalin á Stöðvarfirði og vann á sínum tíma í frystihúsinu þegar það var stærsti vinnustaður byggðarinnar. Hún er dóttir myndlistarmannsins Ríkharðs Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur kennara sem settust að á Stöðvarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Þau opnuðu fljótlega gallerí sem var eitt hið fyrsta á landsbyggðinni. Þeim sem vilja styrkja verkefnið er bent á bankareikning Sköpunarmiðstöðvarinnar. Bankanúmer: 171-26-606 kt: 450711 0390. Fjallað verður meira um Stöðvarfjörð og Austurland í þættinum „Um land allt" á sunnudagskvöld.
Fjarðabyggð Um land allt Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira