Veiðikortið 2013 klárt í jólapakkann 26. nóvember 2012 14:20 Fiskarnir þurfa ekki að vera stórir til að gleðja veiðimenn. Þessi urriði fékkst í Mjóavatni í Breiðdal, sem er annað tveggja vatna innan Veiðikortsins. mynd/svavar Nú styttist í að Veiðikortið 2013 komi út en áætlað er að byrjað verði að dreifa því fyrstu viku desembermánaðar, þannig að kortið verður klárt í jólapakka landsmanna. Byrjað er að selja kortið á vefnum www.veidikortid.is og verða pantanir sendar um leið og bæklingurinn kemur úr prentun. Elliðavatn hefur eins og kunnugt er bæst við flóru áfangastaða veiðikortshafa við borgarmörkin, en auk Elliðavatns er heimilt að veiða í Hólmsá og Nátthagavatni. Í Hólmsá verður þó einungis heimilt að veiða á flugu. Með tilkomu Elliðavatnsins í Veiðikortinu verður ennþá auðveldara fyrir höfuðborgarbúa að skjótast í veiði t.d. fyrir eða eftir vinnu. Vatnasvæðið í Svínadal, þ.e.a.s. Þórisstaðavatn, Geitabergsvatn og Eyrarvatn munu hins vegar ekki vera innan vébanda Veiðikortsins árið 2013. Veiðikortið 2013 kostar 6.900 krónur. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Spáir illa á fyrsta degi í rjúpu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Bleikjan er taka við sér í Elliðavatni Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði
Nú styttist í að Veiðikortið 2013 komi út en áætlað er að byrjað verði að dreifa því fyrstu viku desembermánaðar, þannig að kortið verður klárt í jólapakka landsmanna. Byrjað er að selja kortið á vefnum www.veidikortid.is og verða pantanir sendar um leið og bæklingurinn kemur úr prentun. Elliðavatn hefur eins og kunnugt er bæst við flóru áfangastaða veiðikortshafa við borgarmörkin, en auk Elliðavatns er heimilt að veiða í Hólmsá og Nátthagavatni. Í Hólmsá verður þó einungis heimilt að veiða á flugu. Með tilkomu Elliðavatnsins í Veiðikortinu verður ennþá auðveldara fyrir höfuðborgarbúa að skjótast í veiði t.d. fyrir eða eftir vinnu. Vatnasvæðið í Svínadal, þ.e.a.s. Þórisstaðavatn, Geitabergsvatn og Eyrarvatn munu hins vegar ekki vera innan vébanda Veiðikortsins árið 2013. Veiðikortið 2013 kostar 6.900 krónur. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Spáir illa á fyrsta degi í rjúpu Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Bleikjan er taka við sér í Elliðavatni Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði