Húsfyllir var á ráðstefnu sem Háskóli Íslands og Íþróttasamband Íslands stóðu fyrir í hátíðarsal háskólans í gær. Ráðstefnan bar titilinn „Skipta íþróttir máli?" og var hún tvískipt. Annars vegar var fjallað um almennt íþróttastarf og hins vegar afreksíþróttir.
Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér fyrir neðan en upptökur frá henni má nálgast á vef Háskóla Íslands, smellið hér.
Erindi Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektors við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ og fyrrum knattspyrnukonu, hefur vakið mikla athygli. Greinilegt er að skiptar skoðanir eru um skoðun Vöndu en fyrirlestur hennar hefst eftir 12 mínútur og 30 sekúndur í fyrra myndbandinu.
Í síðara myndbandinu var fjallað um afreksíþróttir. Meðal fyrirlesara var Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu. Kynning hans hefst eftir 46 mínútur og 30 sekúndur í síðara myndbandinu.
Efnistök á ráðstefnunni voru fjölbreytt þar sem fjallað var meðal annars um félagslegt umhverfi árangurs í íþróttum, hagkvæmni afreksíþrótta og íþróttameiðsli afreksfólks.
Almennt íþróttastarf (fyrra myndband)
Á að banna getuskiptingu barna í hópíþróttum?
Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Íþrótta,- tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ
Félagslegt umhverfi árangurs í íþróttum: Ný sóknarfæri?
Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur
Sjúk sál í slöppum líkama - Nokkrar menningarsögulegar hugrenningar um úrkynjun og íþróttir
Dr. Benedikt Hjartarson, aðjúnkt í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við HÍ
Afreksíþróttir (síðara myndband)
Afreksíþróttir hagkvæmar!
Dr. Daði Kristófersson, dósent við Hagfræðideild HÍ
Svo bregðast krossbönd
Dr. Kristín Briem, dósent við námsbraut í sjúkraþjálfun við Heilbrigðisvísindasvið HÍ
"Ég ætla að breyta íþróttinni minni" - þjálfun afrekshugarfars -
Sigurður Ragnar Eyjólfsson M.Sc. í íþróttasálfræði og A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu
Ytra umhverfi íþróttahreyfingarinnar
Ólafur Rafnsson forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
Á að banna getuskiptingu barna í hópíþróttum?
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn