Jóhann Berg: Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2012 22:16 Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Anton Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri í Andorra í vináttulandsleik í kvöld en þetta var fyrsta mark hans fyrir A-landsliðið. Jóhann Berg kom Íslandi yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. „Það var algjörlega kominn tími á þetta mark og það er auðvitað alltaf gaman að skora og ná fyrsta markinu," sagði Jóhann Berg Guðmundsson við Vísi eftir leikinn. „Það var þægilegt að ná marki svona snemma því þá kom öryggi í okkar leik og við gátum verið rólegir á boltanum. Það var samt erfitt að brjóta þá niður því þeir voru með alla í vörn og mikið í því að tefja. Það gerði það ennþá mikilvægara að ná þessu fyrsta marki," sagði Jóhann um mikilvægi þess að skora í upphafi leiks. „Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki. Ég er búinn að spila einhverja 22 leiki en hef samt ekkert verið að stressa mig á þessu. Ég er búinn að leggja upp mörk og liðið hefur verið að vinna þannig að ég var ekkert að kvarta," sagði Jóhann Berg um markaleysið. „Það er gott skora og auðvitað vill maður spila alla leiki. Vonandi verð ég í byrjunarliðinu í næstu leikjum. Það er reyndar langt í þá þannig að það getur hvað sem er gerst," sagði Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur unnið sér fast sæti í liði AZ Alkmaar og hefur verið spila vel í hollensku deildinni. „Maður er kominn í liðið þar og ef ég held áfram að spila þar þá fæ ég vonandi að halda sætinu mínu í þessu liði," sagði Jóhann Berg. „Ég var búinn að mikið á bekknum hjá AZ og sjálfstraustið var því ekki í botni hjá mér. Það var fínt að komast í liðið og ná að fara að skora og leggja upp mörk með AZ. Þá fer sjálfstraustið upp hjá manni og það skilaði sér eflaust í leikinn í dag," sagði Jóhann Berg. „Þetta var leikur sem við áttum fyrirfram að vinna og við gerðum það. Það er frábært að vinna leik og enda árið með stæl. Þetta er eitthvað sem við getum byggt á. Maður stefnir alltaf á það að skora eða leggja upp mörk og vonandi vinnum við fleiri leiki og reynum að gera eitthvað í þessari undankeppni," sagði Jóhann Berg. „Við erum búnir að ná betri úrslitum í þessari undankeppni en við gerðum í þeirri síðustu þannig að það er eitthvað jákvætt sem við getum horft á. Við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram," sagði Jóhann Berg að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri í Andorra í vináttulandsleik í kvöld en þetta var fyrsta mark hans fyrir A-landsliðið. Jóhann Berg kom Íslandi yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. „Það var algjörlega kominn tími á þetta mark og það er auðvitað alltaf gaman að skora og ná fyrsta markinu," sagði Jóhann Berg Guðmundsson við Vísi eftir leikinn. „Það var þægilegt að ná marki svona snemma því þá kom öryggi í okkar leik og við gátum verið rólegir á boltanum. Það var samt erfitt að brjóta þá niður því þeir voru með alla í vörn og mikið í því að tefja. Það gerði það ennþá mikilvægara að ná þessu fyrsta marki," sagði Jóhann um mikilvægi þess að skora í upphafi leiks. „Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki. Ég er búinn að spila einhverja 22 leiki en hef samt ekkert verið að stressa mig á þessu. Ég er búinn að leggja upp mörk og liðið hefur verið að vinna þannig að ég var ekkert að kvarta," sagði Jóhann Berg um markaleysið. „Það er gott skora og auðvitað vill maður spila alla leiki. Vonandi verð ég í byrjunarliðinu í næstu leikjum. Það er reyndar langt í þá þannig að það getur hvað sem er gerst," sagði Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur unnið sér fast sæti í liði AZ Alkmaar og hefur verið spila vel í hollensku deildinni. „Maður er kominn í liðið þar og ef ég held áfram að spila þar þá fæ ég vonandi að halda sætinu mínu í þessu liði," sagði Jóhann Berg. „Ég var búinn að mikið á bekknum hjá AZ og sjálfstraustið var því ekki í botni hjá mér. Það var fínt að komast í liðið og ná að fara að skora og leggja upp mörk með AZ. Þá fer sjálfstraustið upp hjá manni og það skilaði sér eflaust í leikinn í dag," sagði Jóhann Berg. „Þetta var leikur sem við áttum fyrirfram að vinna og við gerðum það. Það er frábært að vinna leik og enda árið með stæl. Þetta er eitthvað sem við getum byggt á. Maður stefnir alltaf á það að skora eða leggja upp mörk og vonandi vinnum við fleiri leiki og reynum að gera eitthvað í þessari undankeppni," sagði Jóhann Berg. „Við erum búnir að ná betri úrslitum í þessari undankeppni en við gerðum í þeirri síðustu þannig að það er eitthvað jákvætt sem við getum horft á. Við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram," sagði Jóhann Berg að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira