Bókaþjóð á breytingaskeiði Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2012 11:01 Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi. Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi og í ár, alls um 840 titlar. Aukningin skýrist meðal annars af nýjum formum í útgáfu, svo sem hljóðbókum og rafbókum fremur en fjölgun á stökum titlum. Hátt í sextíu skáldsögur eru frumútgefnar á árinu en innlendar ævisögur hafa ekki verið jafn fáar síðan á 9. áratugnum. Bókatíðindi streyma inn um lúgur landsmanna um þessar mundir með yfirlit um þau verk sem skolar á fjörur okkar í jólabókaflóðinu. Um 840 skráningar eru í Bókatíðindum í ár, sem er met, en Kristján B. Jónasson segir það helst helgast af því að bækur koma nú út á fleiri formum, svo sem hljóðbókum og rafbókum, sem gerir að verkum að ófáir titlar eru skráðir oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. "Bókatíðindi í ár endurspegla að bókaútgáfan er að færast yfir í sama horf og í nágrannalöndunum, að útgefendur verða að gefa út bækur í mörgum formum." segir hann. "Heildarfjöldi titla er svipaður og í fyrra en mörg form þýða að það er metskráning í Bókatíðindi." Alls kemur út 101 íslenskt skáldverk á árinu, 57 í frumútgáfu en 44 í endurútgáfu (inni í þeirri tölu eru ekki ljóð og leikrit sem fá sinn eigin flokk í Bókatíðindum). Í fyrra komu út 93 íslensk skáldverk, þar af 55 í frumútgáfu, en fyrir tveimur árum komu alls út 85 skáldsögur. Langsamlega flestar skáldsögur koma út á vegum Forlagsins, Uppheimar og Bjartur/Veröld blanda sér einnig í þann slag en aðrir varla svo heitið geti. Athygli vekur hversu margir nafntogaðir skáldsagnahöfundar gefa út bók í ár; hátt í tuttugu rithöfundar sem segja má að hafi verið í fararbroddi í íslenskri skáldsagnagerð undanfarin ár og áratugi senda frá sér verk fyrir jólin auk ljóðskálda á borð við Gerði Kristnýju og Sigurð Pálsson, sem bæði senda frá sér ljóðabók. Þetta er hátt hlutfall ekki síst í ljósi þess hversu mörg "stór" nöfn voru á útgáfulistanum í fyrra, á Frankfurtarárinu mikla. Þetta gæti hins vegar gert róðurinn þyngri fyrir minna þekkta höfunda. Annars er lítið sem ekkert um nýliðun í skáldsagnagerð fyrir jólin, að minnsta kosti af hálfu stærri forlaganna. Það helgast hugsanlega af því að færst hefur í aukana gefa út frumraunir höfunda utan vertíðarinnar, til dæmis gáfu Forlagið og Bjartur út þrjár skáldsögur í sumar sem allar voru fyrstu bækur höfunda. Alls koma út 64 íslenskar barnabækur og 133 þýddar sem er með mesta móti. Athygli vekur hversu fáar íslenskar ævisögur og endurminningar koma út fyrir jól í ár. Alls eru 28 rit skráð í flokki ævisagna, þar af eru um tíu íslenskar og kvað þetta vera ein dræmustu ævisagnajól hvað fjölda titla varðar síðan um miðjan 9. áratuginn. Jólafréttir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi og í ár, alls um 840 titlar. Aukningin skýrist meðal annars af nýjum formum í útgáfu, svo sem hljóðbókum og rafbókum fremur en fjölgun á stökum titlum. Hátt í sextíu skáldsögur eru frumútgefnar á árinu en innlendar ævisögur hafa ekki verið jafn fáar síðan á 9. áratugnum. Bókatíðindi streyma inn um lúgur landsmanna um þessar mundir með yfirlit um þau verk sem skolar á fjörur okkar í jólabókaflóðinu. Um 840 skráningar eru í Bókatíðindum í ár, sem er met, en Kristján B. Jónasson segir það helst helgast af því að bækur koma nú út á fleiri formum, svo sem hljóðbókum og rafbókum, sem gerir að verkum að ófáir titlar eru skráðir oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. "Bókatíðindi í ár endurspegla að bókaútgáfan er að færast yfir í sama horf og í nágrannalöndunum, að útgefendur verða að gefa út bækur í mörgum formum." segir hann. "Heildarfjöldi titla er svipaður og í fyrra en mörg form þýða að það er metskráning í Bókatíðindi." Alls kemur út 101 íslenskt skáldverk á árinu, 57 í frumútgáfu en 44 í endurútgáfu (inni í þeirri tölu eru ekki ljóð og leikrit sem fá sinn eigin flokk í Bókatíðindum). Í fyrra komu út 93 íslensk skáldverk, þar af 55 í frumútgáfu, en fyrir tveimur árum komu alls út 85 skáldsögur. Langsamlega flestar skáldsögur koma út á vegum Forlagsins, Uppheimar og Bjartur/Veröld blanda sér einnig í þann slag en aðrir varla svo heitið geti. Athygli vekur hversu margir nafntogaðir skáldsagnahöfundar gefa út bók í ár; hátt í tuttugu rithöfundar sem segja má að hafi verið í fararbroddi í íslenskri skáldsagnagerð undanfarin ár og áratugi senda frá sér verk fyrir jólin auk ljóðskálda á borð við Gerði Kristnýju og Sigurð Pálsson, sem bæði senda frá sér ljóðabók. Þetta er hátt hlutfall ekki síst í ljósi þess hversu mörg "stór" nöfn voru á útgáfulistanum í fyrra, á Frankfurtarárinu mikla. Þetta gæti hins vegar gert róðurinn þyngri fyrir minna þekkta höfunda. Annars er lítið sem ekkert um nýliðun í skáldsagnagerð fyrir jólin, að minnsta kosti af hálfu stærri forlaganna. Það helgast hugsanlega af því að færst hefur í aukana gefa út frumraunir höfunda utan vertíðarinnar, til dæmis gáfu Forlagið og Bjartur út þrjár skáldsögur í sumar sem allar voru fyrstu bækur höfunda. Alls koma út 64 íslenskar barnabækur og 133 þýddar sem er með mesta móti. Athygli vekur hversu fáar íslenskar ævisögur og endurminningar koma út fyrir jól í ár. Alls eru 28 rit skráð í flokki ævisagna, þar af eru um tíu íslenskar og kvað þetta vera ein dræmustu ævisagnajól hvað fjölda titla varðar síðan um miðjan 9. áratuginn.
Jólafréttir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira