Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 20-21 Benedikt Grétarsson skrifar 15. nóvember 2012 19:00 Mynd/Vilhelm Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla þegar þeir unnu vængbrotið lið Fram á útivelli 20-21. Haukar halda því yfirburðastöðu á topp deildarinnar en þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum gegn sprækum Frömurum í kvöld. Flestir hafa sennilega búist við stórsigri gestana þegar liðin voru kynnt til leiks í kvöld. Jóhann Gunnar Einarsson, Sigurður Eggertsson og Róbert Aron Hostert voru allir fjarri góðu gamni í liði Fram og Haukar virtust eiga náðugan dag framundan. Ungir og sprækir leikmenn Fram voru ekki á þeim buxunum og gerðu reynslumiklu liði Hauka lífið leitt með mikilli baráttu og leikgleði. Haukar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en nápu aldrei almennilega að stinga Framara af og munurinn aðeins tvö mörk í leikhléi, 8-10. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af ágætum krafti, komust fjórum mörkum yfir, 12-16 og héldu þá flestir að björninn væri unninn. Heimamenn blésu á spekingana og skoruðu næstu þrjú mörk og leikurinn í járnum. Mikill darraðadans var stiginn á lokamínútum leiksins en það fór svo að Haukar fögnuðu eins marks sigri, 20-21 og geta í raun prísað sig sæla með punktana tvo. Undir lok leiksins fengu Haukar tvívegis frákast eftir varin skot Björns Viðars í marki Fram og óðagot í hraðaupphlaupi kostaði Framara mögulega eitt stig í kvöld. Haukarnir voru daprir og ekki ólíklegt að leikmenn hafi vanmetið lið Fram. Þeir náðu þó að kreista fram sigur og það einkennir góð lið, að vinna leiki þrátt fyrir slaka frammistöðu. Aron varði þokkalega í markinu en tók þrjú víti sem átti eftir að reynast dýrmætt. Jón Þorbjörn var traustur og Tjörvi kom sterkur inn í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hægt er að taka hattinn ofan fyrir Frömurum. Þeir börðust allt til loka og hefðu átt að taka stig í kvöld. Elías Bóasson og Ólafur Magnússon áttu báðir skínandi leik og Magnús varði vel í fyrri hálfleik. Þá átti reynsluboltinn Haraldur Þorvarðason flotta innkomu í síðari hálfleik. Aron Kristjánsson: Tvö stig það eina jákvæðaLandsliðs- og Haukaþjálfarinn Aron Kristjánsson var frekar brúnaþungur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna. „Ég er alltaf að hamra á því að við erum bara slakir ef við mætum ekki tilbúnir og það var raunin í kvöld. Liðið fellur um 40-50% í getustigi við það að missa 10% af einbeitingunni." Aron var fljótur að svara því hvaða jákvæðu punkta hann tæki úr þessum leik „Stigin tvö, það er eiginlega það eina. Ágætis karakter að ná að klára þetta miðað við frammistöðuna en annars er ég ósáttur við leikinn." Daði Hafþórsson: Virkilega stoltur af liðinuDaði Hafþórsson stjórnaði liði Fram í fjarveru Einars Jónssonar sem tók út leikbann og hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst við eiga skilið eitthvað úr þessu miðað við framlag leikmanna." Daði var ósáttur við vítanýtingu sinna manna „Við klúðrum fjórum vítum og það er ástæðan fyrir því að þeir fara með tvö stig en ekki við." Stefán Rafn Sigurmannsson: Skelfilega lélegtStefán Rafn Sigurmannson var frekar daufur í leiknum og hann dró ekki fjöður yfir frammistöðu Hauka „Þetta var skelfilega lélegt hjá okkur og kannski spennufall eftir FH-leikinn. Við hendum frá okkur boltanum trekk í trekk, mjög slappt bara." Stefán vildi samt ekki draga úr frammistöðu Fram í leiknum „Við vissum að ef við myndum ekki mæta þeirra baráttu, myndum við lenda í vandræðum og það varð raunin. Þeir eiga hrós skilið fyrir góðan leik." Aðspurður hvort að hann væri að verða grófasti leikmaður deildarinnar en Stefán fékk tvisvar sinnum tveggja mínútna kælingu, svaraði hornamaðurinn knái „Þetta var hvorugt brot sem verðskuldaði tvær mínútur en þetta er bara svona, dómararnir meta þetta svona." Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sjá meira
Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla þegar þeir unnu vængbrotið lið Fram á útivelli 20-21. Haukar halda því yfirburðastöðu á topp deildarinnar en þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum gegn sprækum Frömurum í kvöld. Flestir hafa sennilega búist við stórsigri gestana þegar liðin voru kynnt til leiks í kvöld. Jóhann Gunnar Einarsson, Sigurður Eggertsson og Róbert Aron Hostert voru allir fjarri góðu gamni í liði Fram og Haukar virtust eiga náðugan dag framundan. Ungir og sprækir leikmenn Fram voru ekki á þeim buxunum og gerðu reynslumiklu liði Hauka lífið leitt með mikilli baráttu og leikgleði. Haukar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en nápu aldrei almennilega að stinga Framara af og munurinn aðeins tvö mörk í leikhléi, 8-10. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af ágætum krafti, komust fjórum mörkum yfir, 12-16 og héldu þá flestir að björninn væri unninn. Heimamenn blésu á spekingana og skoruðu næstu þrjú mörk og leikurinn í járnum. Mikill darraðadans var stiginn á lokamínútum leiksins en það fór svo að Haukar fögnuðu eins marks sigri, 20-21 og geta í raun prísað sig sæla með punktana tvo. Undir lok leiksins fengu Haukar tvívegis frákast eftir varin skot Björns Viðars í marki Fram og óðagot í hraðaupphlaupi kostaði Framara mögulega eitt stig í kvöld. Haukarnir voru daprir og ekki ólíklegt að leikmenn hafi vanmetið lið Fram. Þeir náðu þó að kreista fram sigur og það einkennir góð lið, að vinna leiki þrátt fyrir slaka frammistöðu. Aron varði þokkalega í markinu en tók þrjú víti sem átti eftir að reynast dýrmætt. Jón Þorbjörn var traustur og Tjörvi kom sterkur inn í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hægt er að taka hattinn ofan fyrir Frömurum. Þeir börðust allt til loka og hefðu átt að taka stig í kvöld. Elías Bóasson og Ólafur Magnússon áttu báðir skínandi leik og Magnús varði vel í fyrri hálfleik. Þá átti reynsluboltinn Haraldur Þorvarðason flotta innkomu í síðari hálfleik. Aron Kristjánsson: Tvö stig það eina jákvæðaLandsliðs- og Haukaþjálfarinn Aron Kristjánsson var frekar brúnaþungur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna. „Ég er alltaf að hamra á því að við erum bara slakir ef við mætum ekki tilbúnir og það var raunin í kvöld. Liðið fellur um 40-50% í getustigi við það að missa 10% af einbeitingunni." Aron var fljótur að svara því hvaða jákvæðu punkta hann tæki úr þessum leik „Stigin tvö, það er eiginlega það eina. Ágætis karakter að ná að klára þetta miðað við frammistöðuna en annars er ég ósáttur við leikinn." Daði Hafþórsson: Virkilega stoltur af liðinuDaði Hafþórsson stjórnaði liði Fram í fjarveru Einars Jónssonar sem tók út leikbann og hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst við eiga skilið eitthvað úr þessu miðað við framlag leikmanna." Daði var ósáttur við vítanýtingu sinna manna „Við klúðrum fjórum vítum og það er ástæðan fyrir því að þeir fara með tvö stig en ekki við." Stefán Rafn Sigurmannsson: Skelfilega lélegtStefán Rafn Sigurmannson var frekar daufur í leiknum og hann dró ekki fjöður yfir frammistöðu Hauka „Þetta var skelfilega lélegt hjá okkur og kannski spennufall eftir FH-leikinn. Við hendum frá okkur boltanum trekk í trekk, mjög slappt bara." Stefán vildi samt ekki draga úr frammistöðu Fram í leiknum „Við vissum að ef við myndum ekki mæta þeirra baráttu, myndum við lenda í vandræðum og það varð raunin. Þeir eiga hrós skilið fyrir góðan leik." Aðspurður hvort að hann væri að verða grófasti leikmaður deildarinnar en Stefán fékk tvisvar sinnum tveggja mínútna kælingu, svaraði hornamaðurinn knái „Þetta var hvorugt brot sem verðskuldaði tvær mínútur en þetta er bara svona, dómararnir meta þetta svona."
Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sjá meira