Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 27-20 Sigmar Sigfússon skrifar 15. nóvember 2012 19:00 Mynd/Vilhelm ÍR-ingar unnu sætan sigur í kaflaskiptum leik í 8. Umferð N1 deildar karla í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig og Afturelding á botninum með fjögur stig. Fyrri hálfleikur einkenndist af slökum sóknaleik beggja liða framan af. Báðir markmenn áttu fína spretti fyrir sín lið og gerði það leikinn afar hraðann á köflum. Mikið var um hraðarupphlaup hjá Aftureldingu sem kom oftar en ekki út frá markvörslu Davíð Svanssonar sem var fljótur að hugsa og grýtti knettinum langt fram. Landsliðsmaðurinn og Breiðholtshetjan, Ingimundur var ekki að finna sig sóknarlega til að byrja með og var ekki með góða nýtingu í fyrri hálfleik. Mikið var um tapaða bolta í upphafi leiks og staðan var 1 - 1 þar til á 10. mínútu þegar Guðni Már Kristinsson, leikmaður ÍR, skoraði þá og staðan orðin 2-1. Gestirnir frá Mosfellsbæ leiddu í hálfleik 8 – 11. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og greinilegt að Bjarki hafi messað vel yfir sínum mönnum í hálfleik. ÍR-ingar komu mun grimmari til leiks og söxuðu á forskot Aftureldingar jafnt og þétt. Á 43 mínútu jafna ÍR-ingar leikinn með glæsilegu marki frá Guðna Má, smurði hann vel í samskeytin. Eftir það var þetta aldrei spurning, drengirnir frá Mosfellsbæ köstuðu boltanum hvað eftir annað í hendur ÍR-inga, ásamt því að Kristófer Fannar, markmaður þeirra byrjaði að verja eins engin væri morgundagurinn. Dómaraparið virtist fara mikið í taugarnar á báðum liðum, enda mikið um brottvísanir hjá báðum liðum og Ingimundur endaði á því að fá rauðaspjaldið eftir þrjár brottvísanir. ÍR keyrði á Aftureldingu stíft síðustu 10 mínúturnar og Björgvin Hólmgeirsson sá um markaskorunina að mestum hluta. Fór svo að ÍR sigraði með 6 mörkum hérna á heimavelli, þar sem áhorfendur voru frábærir og stóðu þétt við bakið á sínum mönnum hérna í kvöld. Sturla Ásgeirsson var markahæsti maður vallarins með sjö mörk. Kristófer Fannar: Sáttur með tvö stig„Ég er mjög sáttur með tvö stig úr þessum leik þar sem þetta var ekkert spes leikur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik þá spiluðum við ekki góðan sóknarleik og varnarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir" Sagði Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR „Ég veit eiginlega ekki hvað Bjarki sagði við strákana í hálfleik, þar sem ég var frammi en hann sagði eitthvað rétt þar sem við snérum þessu algjörlega okkur í hag í seinni hálfleik og fór að finna mig í rammanum. Núna eru við komnir með tvo sigra í röð hérna á heimavelli, hér finnum við vel fyrir stuðningnum hjá okkar fólki í stúkunni og má segja að þau séu okkar áttundi maður" „ÍR-vélin er kominn í gang og næst eru það Haukarnir sem ég veit að verður erfiður leikur. Við hugsum bara um einn leik í einu og það verður bara koma í ljós hvar við endum á Íslandsmótinu" Reynir Þór: Ef við hefðum klárað þessi dauðafæri hefðum við unnið„Við fórum bara á taugum, þá missum við hausinn og og allt hrinur hjá okkur. Varnarlega missum við þá í gegn maður á mann og markvarslan hvarf. Við klikkum á dauðafæri á eftir dauðafæri og ég er viss um að við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum nýtt helmingin af þeim," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar. „Ég var frekar rólegur til að byrja með í seinni hálfleik og var viss um að við myndum vinna þennan leik en í stað þess að halda áfram og gefast ekki upp að þá gefumst við upp. Getan er miklu betri en tölurnar segja til um, tap með sex mörkum. Við eigum bara að gera þá kröfu á okkur að klára svona leiki til og vinna þá, þó svo að sé stemning hérna og markmaðurinn verji aðeins frá okkur" Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
ÍR-ingar unnu sætan sigur í kaflaskiptum leik í 8. Umferð N1 deildar karla í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig og Afturelding á botninum með fjögur stig. Fyrri hálfleikur einkenndist af slökum sóknaleik beggja liða framan af. Báðir markmenn áttu fína spretti fyrir sín lið og gerði það leikinn afar hraðann á köflum. Mikið var um hraðarupphlaup hjá Aftureldingu sem kom oftar en ekki út frá markvörslu Davíð Svanssonar sem var fljótur að hugsa og grýtti knettinum langt fram. Landsliðsmaðurinn og Breiðholtshetjan, Ingimundur var ekki að finna sig sóknarlega til að byrja með og var ekki með góða nýtingu í fyrri hálfleik. Mikið var um tapaða bolta í upphafi leiks og staðan var 1 - 1 þar til á 10. mínútu þegar Guðni Már Kristinsson, leikmaður ÍR, skoraði þá og staðan orðin 2-1. Gestirnir frá Mosfellsbæ leiddu í hálfleik 8 – 11. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og greinilegt að Bjarki hafi messað vel yfir sínum mönnum í hálfleik. ÍR-ingar komu mun grimmari til leiks og söxuðu á forskot Aftureldingar jafnt og þétt. Á 43 mínútu jafna ÍR-ingar leikinn með glæsilegu marki frá Guðna Má, smurði hann vel í samskeytin. Eftir það var þetta aldrei spurning, drengirnir frá Mosfellsbæ köstuðu boltanum hvað eftir annað í hendur ÍR-inga, ásamt því að Kristófer Fannar, markmaður þeirra byrjaði að verja eins engin væri morgundagurinn. Dómaraparið virtist fara mikið í taugarnar á báðum liðum, enda mikið um brottvísanir hjá báðum liðum og Ingimundur endaði á því að fá rauðaspjaldið eftir þrjár brottvísanir. ÍR keyrði á Aftureldingu stíft síðustu 10 mínúturnar og Björgvin Hólmgeirsson sá um markaskorunina að mestum hluta. Fór svo að ÍR sigraði með 6 mörkum hérna á heimavelli, þar sem áhorfendur voru frábærir og stóðu þétt við bakið á sínum mönnum hérna í kvöld. Sturla Ásgeirsson var markahæsti maður vallarins með sjö mörk. Kristófer Fannar: Sáttur með tvö stig„Ég er mjög sáttur með tvö stig úr þessum leik þar sem þetta var ekkert spes leikur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik þá spiluðum við ekki góðan sóknarleik og varnarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir" Sagði Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR „Ég veit eiginlega ekki hvað Bjarki sagði við strákana í hálfleik, þar sem ég var frammi en hann sagði eitthvað rétt þar sem við snérum þessu algjörlega okkur í hag í seinni hálfleik og fór að finna mig í rammanum. Núna eru við komnir með tvo sigra í röð hérna á heimavelli, hér finnum við vel fyrir stuðningnum hjá okkar fólki í stúkunni og má segja að þau séu okkar áttundi maður" „ÍR-vélin er kominn í gang og næst eru það Haukarnir sem ég veit að verður erfiður leikur. Við hugsum bara um einn leik í einu og það verður bara koma í ljós hvar við endum á Íslandsmótinu" Reynir Þór: Ef við hefðum klárað þessi dauðafæri hefðum við unnið„Við fórum bara á taugum, þá missum við hausinn og og allt hrinur hjá okkur. Varnarlega missum við þá í gegn maður á mann og markvarslan hvarf. Við klikkum á dauðafæri á eftir dauðafæri og ég er viss um að við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum nýtt helmingin af þeim," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar. „Ég var frekar rólegur til að byrja með í seinni hálfleik og var viss um að við myndum vinna þennan leik en í stað þess að halda áfram og gefast ekki upp að þá gefumst við upp. Getan er miklu betri en tölurnar segja til um, tap með sex mörkum. Við eigum bara að gera þá kröfu á okkur að klára svona leiki til og vinna þá, þó svo að sé stemning hérna og markmaðurinn verji aðeins frá okkur"
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira