Fyrirtæki þurfa áreiðanleika á krepputímum Magnús Halldórsson skrifar 8. nóvember 2012 15:11 Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. „Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður. Það þarf að fylgjast með hverju skrefi, og þá sérstaklega hvernig viðskiptavinir eru að upplifa vörur og þjónustu, og hvort sú upplifun sé að breytast," segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi. Grönroos var staddur hér á landi á dögunum, á vegum MBA-námsins við Háskóla Íslands, en hann flutti erindi í Aðalsal Háskóla Íslands auk þess að sinna kennslu við MBA-námið. Grönroos segir að markaðssetning í efnahagssamdrætti sé krefjandi, þar sem krafa um mikinn árangur fyrir lítið fé ráði oftar en ekki för. Mikilvægast sé oft á tíðum, að horfa fyrst og fremst í áreiðanleikann, það er að gæðin í almennri starfsemi fyrirtækja minnki ekki, og að þjónustan sé góð. „Markaðsstarfið verður mun auðveldara ef starfsemin gengur vel." Grönroos segir að markaðssetning og markaðsvinna sé krefjandi um þessar mundir, ekki síst vegna tækniframfara, þ.e. snjallsímavæðingar og samfélagsmiðla. „Markaðsfólk þarf að fylgjast náið með þessari þróun, og þá helst hvernig fólk er að nýta sér þessa tækni og hvernig það getur haft áhrif á upplifun viðskipta af einstaka vörum eða þjónustu. Til dæmis getur orðsporsáhætta verið mikil, vegna þess hve orðrómur er fljótur að breiðast út á meðal viðskipta. Þetta er krefjandi, en til lengri tíma er þetta gott fyrir fyrirtæki, þar sem þau fá mikil viðbrögð frá viðskiptavinum og geta þá tekið tillit til athugasemda þeirra fyrr en ella." Viðtalið við Grönroos má sjá hér, og einnig í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Athugið að viðtalið er á ensku, en það birtist hér ótextað. Klinkið Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. „Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður. Það þarf að fylgjast með hverju skrefi, og þá sérstaklega hvernig viðskiptavinir eru að upplifa vörur og þjónustu, og hvort sú upplifun sé að breytast," segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi. Grönroos var staddur hér á landi á dögunum, á vegum MBA-námsins við Háskóla Íslands, en hann flutti erindi í Aðalsal Háskóla Íslands auk þess að sinna kennslu við MBA-námið. Grönroos segir að markaðssetning í efnahagssamdrætti sé krefjandi, þar sem krafa um mikinn árangur fyrir lítið fé ráði oftar en ekki för. Mikilvægast sé oft á tíðum, að horfa fyrst og fremst í áreiðanleikann, það er að gæðin í almennri starfsemi fyrirtækja minnki ekki, og að þjónustan sé góð. „Markaðsstarfið verður mun auðveldara ef starfsemin gengur vel." Grönroos segir að markaðssetning og markaðsvinna sé krefjandi um þessar mundir, ekki síst vegna tækniframfara, þ.e. snjallsímavæðingar og samfélagsmiðla. „Markaðsfólk þarf að fylgjast náið með þessari þróun, og þá helst hvernig fólk er að nýta sér þessa tækni og hvernig það getur haft áhrif á upplifun viðskipta af einstaka vörum eða þjónustu. Til dæmis getur orðsporsáhætta verið mikil, vegna þess hve orðrómur er fljótur að breiðast út á meðal viðskipta. Þetta er krefjandi, en til lengri tíma er þetta gott fyrir fyrirtæki, þar sem þau fá mikil viðbrögð frá viðskiptavinum og geta þá tekið tillit til athugasemda þeirra fyrr en ella." Viðtalið við Grönroos má sjá hér, og einnig í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Athugið að viðtalið er á ensku, en það birtist hér ótextað.
Klinkið Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira