Google birti í dag sölutölur fyrir Nexus 7 spjaldtölvuna og eru þær vægast sagt jákvæðar. Frá því að spjaldtölvan kom á markað fyrir nokkrum vikum hefur Google selt rúmlega 4 milljón eintök. Þetta þýðir að um milljón eintök eru seld á hverjum mánuði.
Þessar tölur fölna þó í samanburði við nýlegar sölutölur Apple en mánarlega selur fyrirtækið hátt í 4 milljónir iPad spjaldtölva. Þá mun nýjasta spjaldtölva Apple, iPad Mini, fara í almenna sölu á föstudaginn. iPad Mini er minni útgáfu af iPad-spjaldtölvunni og fer hún þannig í beina samkeppni við Nexus 7 og aðrar minni spjaldtölvur.

Þá hefur Amazon gagnrýnt Apple harðlega fyrir iPad Mini og segja þetta nýjasta útspil Apple vera hreina móðgun við neytendur. Fyrirtækið birti þessa auglýsingu á heimasíðu sinni á dögunum.
Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Nexus 7 hér fyrir ofan.