Kosningastjóri forsetans vinnur fyrir Árna Pál VG skrifar 29. október 2012 11:39 Árni Páll Árnason ætlar að verja fyrsta sætið. Kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar, Ólafía B. Rafnsdóttir, er orðinn kosningastjóri Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en hann hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðuvesturkjördæmi, eða kraganum eins og kjördæmið er oft kallað. Árni Páll er þegar í fyrsta sætinu og freistast nú til þess að verja stöðu sína, en fjármála- og efnahagsráðherrann, Katrín Júlíusdóttir, sækist einnig eftir fyrsta sætinu í kjördæminu. Hún náði öðru sætinu í prófkjöri flokksins fyrir fjórum árum. Þannig er óhætt að segja að hart verði barist í forvalinu. Ólafía vann meðal annars fyrir Ólaf Ragnar þegar hann var fyrst kosinn. Svo stjórnaði hún framboði hans í síðustu forsetakosningum þar sem Ólafur fór örugglega með sigur af hólmi. En Ólafía hefur áður unnið fyrir þingmann Samfylkingarinnar. Árið 2005 var hún kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í formannskjöri hennar gegn Össuri Skarphéðinssyni, þar sem Ingibjörg sigraði örugglega. Árni Páll hefur einnig gefið kost á sér í formann Samfylkingarinnar en þær kosningar fara ekki fram fyrr en á landsfundi flokksins á næsta ári. Ólafía mun einnig fylgja Árna Páli í gegnum þann slag, hvernig sem fer í forvalinu.Ólafía B. Rafnsdóttir hefur vægast sagt verið sigursæl sem kosningastjóri síðastliðin ár. En hún þakkar góðum frambjóðendum gott gengi.„Ég hef aldrei tapað," segir Ólafía í samtali við Vísi en bætir auðmjúk við: „En ég hef líka alltaf haft góða frambjóðendur." Alls hafa tíu boðið sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um 5 efstu sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Flokksval með stuðningsmönnum fer fram rafrænt dagana 9. og 10. nóvember. Nú vinna allir hörðum höndum að því að skrá fólk í flokkinn en skráningu lýkur næstu helgi. Í framboði eru Amal Tamimi, framkvæmdastjóri, sem býður sig fram í 2.-3. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH, í 2.-4. sæti, og svo auðvitað Árni Páll Árnason, alþingismaður, sem býður sig fram í 1. sæti, Geir Guðbrandsson, vaktstjóri, í 5. sæti, Katrin Júlíusdóttir, alþingismaður og ráðherra, í 1. sæti, Lúðvík Geirsson, alþingismaður, í 2. sæti, Magnús Orri Schram, alþingismaður, í 2.-3. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari, í 3.-4. sæti, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, í 3.-4. sæti og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, nemi, í 3.-5. sæti. Þingmenn kjördæmisins eru þau Katrín og Árni Páll og svo Lúðvík og Magnús Orri. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar, Ólafía B. Rafnsdóttir, er orðinn kosningastjóri Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en hann hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðuvesturkjördæmi, eða kraganum eins og kjördæmið er oft kallað. Árni Páll er þegar í fyrsta sætinu og freistast nú til þess að verja stöðu sína, en fjármála- og efnahagsráðherrann, Katrín Júlíusdóttir, sækist einnig eftir fyrsta sætinu í kjördæminu. Hún náði öðru sætinu í prófkjöri flokksins fyrir fjórum árum. Þannig er óhætt að segja að hart verði barist í forvalinu. Ólafía vann meðal annars fyrir Ólaf Ragnar þegar hann var fyrst kosinn. Svo stjórnaði hún framboði hans í síðustu forsetakosningum þar sem Ólafur fór örugglega með sigur af hólmi. En Ólafía hefur áður unnið fyrir þingmann Samfylkingarinnar. Árið 2005 var hún kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í formannskjöri hennar gegn Össuri Skarphéðinssyni, þar sem Ingibjörg sigraði örugglega. Árni Páll hefur einnig gefið kost á sér í formann Samfylkingarinnar en þær kosningar fara ekki fram fyrr en á landsfundi flokksins á næsta ári. Ólafía mun einnig fylgja Árna Páli í gegnum þann slag, hvernig sem fer í forvalinu.Ólafía B. Rafnsdóttir hefur vægast sagt verið sigursæl sem kosningastjóri síðastliðin ár. En hún þakkar góðum frambjóðendum gott gengi.„Ég hef aldrei tapað," segir Ólafía í samtali við Vísi en bætir auðmjúk við: „En ég hef líka alltaf haft góða frambjóðendur." Alls hafa tíu boðið sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um 5 efstu sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Flokksval með stuðningsmönnum fer fram rafrænt dagana 9. og 10. nóvember. Nú vinna allir hörðum höndum að því að skrá fólk í flokkinn en skráningu lýkur næstu helgi. Í framboði eru Amal Tamimi, framkvæmdastjóri, sem býður sig fram í 2.-3. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH, í 2.-4. sæti, og svo auðvitað Árni Páll Árnason, alþingismaður, sem býður sig fram í 1. sæti, Geir Guðbrandsson, vaktstjóri, í 5. sæti, Katrin Júlíusdóttir, alþingismaður og ráðherra, í 1. sæti, Lúðvík Geirsson, alþingismaður, í 2. sæti, Magnús Orri Schram, alþingismaður, í 2.-3. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari, í 3.-4. sæti, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, í 3.-4. sæti og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, nemi, í 3.-5. sæti. Þingmenn kjördæmisins eru þau Katrín og Árni Páll og svo Lúðvík og Magnús Orri.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira