Novak Djokovic náði að snúa töpuðum leik í sigur í úrslitum Shanghai meistaramótsins í tennis. Djokovic sigraði Andy Murray í mögnuðum úrslitaleik þar sem báðir leikmenn létu skapið hlaupa með sig í gönur. Djokovic vann 2-1 (5-7, 7-6 (13/11) og 6-3).
Murray fékk fimm tækifæri til að klára leikinn í annarri lotu en alltaf tókst Djokovic að verjast og hefna fyrir ósigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu þar sem Murray hafði betur.
Það er mikill rígur á milli þessara tveggja frábæru tenniskappa og var mikill hiti í leiknum.
Serbinn Djokovic tók reiði sína út á spaðanum sínum þegar Murray komst í 6-5 í fyrsta settinu. Murray eyðilagði spaðann sinn þegar Djokovic vann bráðabanann í öðru settinu.
Eftir að Djokovic komst í 4-3 í oddasettinu gafst Murray allt að því upp og Serbinn fagnaði góðum sigri á Skotanum.
Djokovic sigraði Murray
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
