Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 22-22 Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Ásvöllum skrifar 4. október 2012 12:36 Bikarmeistarar Hauka og Íslandsmeistarar HK skildu jöfn í hörkuleik í Hafnarfirði í kvöld. HK-ingar eru þó örugglega talsvert ánægðari með sitt stig en Haukarnir að þessu sinni. Haukar voru lengst af með yfirhöndina í leiknum og tveggja marka forystu í hálfleik, 12-10. Þegar varnarleikurinn gekk vel hjá Haukum var eftirleikurinn auðveldur en til marks um það má nefna að níu mörk af 22 hjá Hafnfirðingum komu eftir hraðaupphlaup. HK-ingar gáfust þó aldrei upp og náði alltaf að halda sér á lífi í leiknum. Vörn þeirra náði sér ágætlega á strik inn á milli og Arnór Freyr átti fínan dag í markinu - sem og reyndar Aron Rafn í marki heimamanna. HK var mest fjórum mörkum undir í seinni hálfleik, 16-12, þegar 20 mínútur voru eftir. Á næsta stundarfjórðungi skoraði liðið sjö mörk gegn tveimur og var skyndilega komið yfir, 19-18. Lokamínúturnar voru svo hádramatískar en litlu munaði að Aron Rafn hefði verið hetja Hauka þegar hann varði vítakast Bjarka Más Elíssonar á lokamínútunni. En Bjarki náði frákastinu og skoraði síðast mark HK. Haukar fengu reyndar eina sókn enn í leiknum en náðu ekki að nýta hana. Því var niðurstaðan jafntefli. Sóknarleikur Hauka hefur oft verið betri en í kvöld en Gísli Jón Þórisson átti frábæra innkomu undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk sinna manna í leiknum. Stefán Rafn Sigurmannsson byrjaði leikinn mjög vel en það dró af honum eftir því sem leið á leikinn. Daníel Örn Einarsson nýtti sín færi vel í leiknum og Ólafur Víðir Ólafsson sýndi enn og aftur að þegar hann nær sér á strik þá er hann til alls líklegur. Hann steig oft upp á mikilvægum augnablikum og skoraði nokkur lagleg mörk.Aron: Ótrúlega klaufaleg mistök Aron Kristjánsson, þjálfari Haukanna, var ekki sáttur við niðurstöðu leiksins og vildi fá meira frá sínum leikmönnum í kvöld. „Mér líður eins og að við töpuðum stigi í kvöld. Við gerðum okkur seka um ótrúlega klaufaleg mistök, sérstaklega í seinni hálfleik, sem urðu okkur mjög dýrkeypt," sagði Aron. „Við köstuðum frá okkur boltanum margsinnis og létum reka okkur fimm sinnum af velli - en aldrei fyrir of fastan varnarleik. Bara eitthvað smálegt. Við þurfum að vera skynsamari en svo." Haukar skoruðu níu af 22 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og vildi Aron fá meira úr uppstilltum sóknarleik sinna manna. „Við þurfum að fá meira framlag frá okkar sóknarmönnum og vinna betur einn gegn einum, sem og að spila betur inn á línuna. Gísli Jón gerði það reyndar vel í lokin en við þurftum að gera meira af því." „Sóknarmennirnir þurfa að vera grimmari - sækja sér pláss, búa til færi og skora mörk. Á löngum köflum fannst mér við vera að spila upp í palla í stað þess að skytturnar kæmu beittari á markið. Það var á köflum fínt en lengi vel fannst mér vanta heilmikið upp á." Þegar um 20 mínútur voru eftir var staðan 16-12 fyrir Hauka en þá komu þrjú mörk í röð frá HK-ingum með stuttu millibilli. „Það skrifast alfarið á klaufagang okkar. Við hentum boltanum frá okkur hvað eftir annað og slíkum augnablikum þurfum við að vera miklu sterkari. Þar gildir ekkert annað en að vera með einbeitinguna í lagi allan leikinn."Daníel Örn: Skemmtilegustu leikirnir Hornamaðurinn Daníel Örn Einarsson, sem kom frá Akureyri til HK fyrir tímabilið, átti góðan leik í kvöld og var markahæstur í liði HK með sex mörk úr sjö skotum. „Það er gaman að spila þessa leiki. Sóknin var reyndar léleg hjá báðum liðum en bæði vörn og markvarsla mjög góð," sagði Daníel. HK-ingar voru með baráttuna í lagi í kvöld og það fleytti þeim langt. „Það er þrautsegja í þessu liði og töggur í leikmönnum. Við náum að halda ró okkar þó svo að staðan sé slæm enda Kiddi [Kristinn Guðmundsson, þjálfari] búinn að fara vel yfir öll atriði." „Við erum nokkuð sáttir við að vera með fimm stig af sex mögulegum á þessum tímapunkti. Auðvildað vildum við vera með sex stig en á meðan við erum að bæta okkar leik erum við sáttir."Gísli Jón: Köstuðum þessu frá okkur Gísli Jón Þórisson skoraði þrjú síðustu mörk Hauka í kvöld og sá til þess að HK-ingar næðu ekki að „stela" sigrinum að þessu sinni. „Mér finnst eins og að við hefðum kastað þessu frá okkur, án þess þó að ég dragi neitt úr frammistöðu HK í leiknum. Við gáfum þeim víti í lokin sem var dýrt því vanalega eigum við að standa betri vörn en þetta," sagði Gísli Jón við Vísi eftir leik. „Ég vil meina að við séum með bestu vörnina í deildinni en það breytir því ekki að við þurfum að halda einbeitingunni í lagi allan leikinn. Við fengum að kenna á því í dag." Gísli var ánægður með mörkin sem hann skoraði í kvöld. „Það hefði þó verið skemmtilegra að fá tvö stig fyrir þau en bara eitt," sagði hann. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Bikarmeistarar Hauka og Íslandsmeistarar HK skildu jöfn í hörkuleik í Hafnarfirði í kvöld. HK-ingar eru þó örugglega talsvert ánægðari með sitt stig en Haukarnir að þessu sinni. Haukar voru lengst af með yfirhöndina í leiknum og tveggja marka forystu í hálfleik, 12-10. Þegar varnarleikurinn gekk vel hjá Haukum var eftirleikurinn auðveldur en til marks um það má nefna að níu mörk af 22 hjá Hafnfirðingum komu eftir hraðaupphlaup. HK-ingar gáfust þó aldrei upp og náði alltaf að halda sér á lífi í leiknum. Vörn þeirra náði sér ágætlega á strik inn á milli og Arnór Freyr átti fínan dag í markinu - sem og reyndar Aron Rafn í marki heimamanna. HK var mest fjórum mörkum undir í seinni hálfleik, 16-12, þegar 20 mínútur voru eftir. Á næsta stundarfjórðungi skoraði liðið sjö mörk gegn tveimur og var skyndilega komið yfir, 19-18. Lokamínúturnar voru svo hádramatískar en litlu munaði að Aron Rafn hefði verið hetja Hauka þegar hann varði vítakast Bjarka Más Elíssonar á lokamínútunni. En Bjarki náði frákastinu og skoraði síðast mark HK. Haukar fengu reyndar eina sókn enn í leiknum en náðu ekki að nýta hana. Því var niðurstaðan jafntefli. Sóknarleikur Hauka hefur oft verið betri en í kvöld en Gísli Jón Þórisson átti frábæra innkomu undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk sinna manna í leiknum. Stefán Rafn Sigurmannsson byrjaði leikinn mjög vel en það dró af honum eftir því sem leið á leikinn. Daníel Örn Einarsson nýtti sín færi vel í leiknum og Ólafur Víðir Ólafsson sýndi enn og aftur að þegar hann nær sér á strik þá er hann til alls líklegur. Hann steig oft upp á mikilvægum augnablikum og skoraði nokkur lagleg mörk.Aron: Ótrúlega klaufaleg mistök Aron Kristjánsson, þjálfari Haukanna, var ekki sáttur við niðurstöðu leiksins og vildi fá meira frá sínum leikmönnum í kvöld. „Mér líður eins og að við töpuðum stigi í kvöld. Við gerðum okkur seka um ótrúlega klaufaleg mistök, sérstaklega í seinni hálfleik, sem urðu okkur mjög dýrkeypt," sagði Aron. „Við köstuðum frá okkur boltanum margsinnis og létum reka okkur fimm sinnum af velli - en aldrei fyrir of fastan varnarleik. Bara eitthvað smálegt. Við þurfum að vera skynsamari en svo." Haukar skoruðu níu af 22 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og vildi Aron fá meira úr uppstilltum sóknarleik sinna manna. „Við þurfum að fá meira framlag frá okkar sóknarmönnum og vinna betur einn gegn einum, sem og að spila betur inn á línuna. Gísli Jón gerði það reyndar vel í lokin en við þurftum að gera meira af því." „Sóknarmennirnir þurfa að vera grimmari - sækja sér pláss, búa til færi og skora mörk. Á löngum köflum fannst mér við vera að spila upp í palla í stað þess að skytturnar kæmu beittari á markið. Það var á köflum fínt en lengi vel fannst mér vanta heilmikið upp á." Þegar um 20 mínútur voru eftir var staðan 16-12 fyrir Hauka en þá komu þrjú mörk í röð frá HK-ingum með stuttu millibilli. „Það skrifast alfarið á klaufagang okkar. Við hentum boltanum frá okkur hvað eftir annað og slíkum augnablikum þurfum við að vera miklu sterkari. Þar gildir ekkert annað en að vera með einbeitinguna í lagi allan leikinn."Daníel Örn: Skemmtilegustu leikirnir Hornamaðurinn Daníel Örn Einarsson, sem kom frá Akureyri til HK fyrir tímabilið, átti góðan leik í kvöld og var markahæstur í liði HK með sex mörk úr sjö skotum. „Það er gaman að spila þessa leiki. Sóknin var reyndar léleg hjá báðum liðum en bæði vörn og markvarsla mjög góð," sagði Daníel. HK-ingar voru með baráttuna í lagi í kvöld og það fleytti þeim langt. „Það er þrautsegja í þessu liði og töggur í leikmönnum. Við náum að halda ró okkar þó svo að staðan sé slæm enda Kiddi [Kristinn Guðmundsson, þjálfari] búinn að fara vel yfir öll atriði." „Við erum nokkuð sáttir við að vera með fimm stig af sex mögulegum á þessum tímapunkti. Auðvildað vildum við vera með sex stig en á meðan við erum að bæta okkar leik erum við sáttir."Gísli Jón: Köstuðum þessu frá okkur Gísli Jón Þórisson skoraði þrjú síðustu mörk Hauka í kvöld og sá til þess að HK-ingar næðu ekki að „stela" sigrinum að þessu sinni. „Mér finnst eins og að við hefðum kastað þessu frá okkur, án þess þó að ég dragi neitt úr frammistöðu HK í leiknum. Við gáfum þeim víti í lokin sem var dýrt því vanalega eigum við að standa betri vörn en þetta," sagði Gísli Jón við Vísi eftir leik. „Ég vil meina að við séum með bestu vörnina í deildinni en það breytir því ekki að við þurfum að halda einbeitingunni í lagi allan leikinn. Við fengum að kenna á því í dag." Gísli var ánægður með mörkin sem hann skoraði í kvöld. „Það hefði þó verið skemmtilegra að fá tvö stig fyrir þau en bara eitt," sagði hann.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira