Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 23-23 Birgir Hrannar Stefánsson í Höllinni skrifar 24. september 2012 15:21 Það var boðið upp á fínasta handbolta og góða stemmingu á Akureyri í kvöld þegar heimamenn tóku á móti FH. Gestirnir mættu norður án þess að taka með sér Ólaf Gústafsson sem er að slást við meiðsli í ökkla og Baldvin Þorsteinsson sem var fjarverandi vegna vinnu en þetta eru tveir mjög svo mikilvægir leikmenn í liði FH. Það var þó ekki að sjá að FH-ingum vantaði eina bestu skyttuna sína en strax í upphafi leiks lagði Ragnar Jóhannsson línurnar varðandi það sem ætti eftir að koma. Á meðan markaskorun dreifðist nokkuð vel hjá heimamönnum var Ragnar lang markahæstur hjá FH og fór hreinlega hamförum á löngum köflum í leiknum. Varnarmenn Akureyrar gáfu honum pláss og tíma og hann þakkaði fyrir sig með því að raða boltum í netið framhjá nýja markmanni heimamanna honum Jovan Kukobat. Mikið jafnræða var með liðunum í fyrri hálfleiknum en heimamenn virtust þó alltaf vera skrefi á undan en náðu samt aldrei meira en tveggja marka forustu. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11. Seinni hálfleikurinn bauð upp á nokkuð meira af mistökum en sá fyrri og virtist vera á tímabili að hinn margumtalaði haustbragur væri mættur til leiks. Ragnar hélt áfram að skora nánast þegar hann vildi og Daníel Freyr var að verja vel í marki FH en hann endaði með sautján varin skot. Hjá heimamönnum voru það yngri leikmenn liðsin sem voru að stíga upp en þeir Bergvin Þór Gíslason og Geir Guðmundsson áttu báðir mjög góða spretti í seinni hálfleiknum. Stefán „Uxi“ Guðnason kom inn í markið um miðjan seinni hálfleikinn eftir að Jovan Kukobat hafði aðeins varið fjóra bolta á tæpum 50 mínútum en það gekk ekkert betur hjá Stefáni sem náði aðeins að verja einn bolta áður en Kukobat kom aftur inn til að klára leikinn. Mikil spenna var í loftinu undir lokin en bæði lið hefðu getað landað sigri á lokakafla leiksins. Líklegast var það bara verðskuldað að liðin skiptu með sér þessum tveimur stigum sem í boði voru. FH-ingar voru í heild ágætlega sannfærandi fyrir utan Andra Berg Haraldsson en lítið sem ekkert gekk upp hjá honum í þessum leik sem hann vill líklegast gleyma sem fyrst. Hjá Akureyri vantaði atriði sem vanalega einkenna þetta lið. Barátta, leikgleði, sterk vörn og markvarsla var fjarverandi í leik liðsins í dag og miðað við aðeins fimm varða bolta og eitt mark af línu þá getur liðið líklegast verið ágætlega sátt með það stig sem það nældi sér í.Heimir Örn: Of mikið stress á okkar mönnum „Það var bara of mikið stress á okkar mönnum, menn voru ekki að komast í gírinn. Við erum reyndar búnir að spila mjög fáa leiki þannig að það kom ekkert á óvart að þetta var ekki fallegur leikur," sagði Heimir Örn Árnason, annar þjálfara Akureyrar og leikmaður liðsins. "Ég var samt hrikalega óánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik og Raggi var að fara illa með okkur, mjög illa. Þetta voru allt of auðveld mörk, þeir voru að koma inn fyrir punkta og bara hamra hann. Við vorum að vísu ekki að hjálpa markmönnum okkar mikið en auðvitað mættu þeir samt taka meira." Það kemur bara leikur eftir þennan leik. Það er erfiður útileikur á fimmtudaginn á móti Fram sem eru með mjög gott lið. Við verðum bara að vera fljótir að taka þetta stress úr okkur og hafa gaman af þessu. Hér var mikið af fólki í dag en við vorum ekkert að fagna með áhorfendum og það vantaði bara margt hjá okkur, mjög margt sem á að einkenna þetta lið. Við töpuðum hérna fyrsta leik á móti FH á síðasta tímabili þannig að þetta er skárri byrjun en í fyrra.“Ragnar Jóhannsson: Þeir voru ekkert að snerta mig „Mér fannst við vera með þá hér í seinni hálfleiknum. Kannski ekki alveg hér undir lokin en við hefðum átt að klára þetta. Miðað við hvernig þetta spilaðist þá var þetta líklegast bara sanngjörn úrslit," sagði Ragnar FH-ingur sem fór á kostum. Ragnar virtist hreinlega ekki geta hætt að skora lengi vel í þessum leik en svo lokaðist aðeins flóðgáttirnar undir lokin. „Þeir fóru að taka mig út og vera aðeins ákveðnari á mig, þeir snertu mig ekki í fyrri hálfleik þannig að ég bara skaut og skaut. Þetta var líka svona aðeins í seinni hálfleiknum þannig að þá skítur maður bara alltaf er það er ekki spiluð vörn á mann. Ég hef alltaf stefnt á það að spila vel í úrvalsdeildinni. Ég er búinn að æfa mjög vel í sumar og náð mér af þessum meiðslum þannig að vonandi bara að það heppnist í vetur að spila mjög vel.“Einar Andri: Óvenju góður handbolti fyrir fyrstu umferð „Góð fyrirheit fyrir veturinn og óvenju góður handbolti fyrir fyrstu umferð. Bæði lið mæta klár í slaginn og ætla sér stóra hluti sýnist mér," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. FH liðið kom norður án þess að vera með Ólaf Gústafsson og Baldvin Þorsteinsson með sér en það virtist ekki hafa of mikil áhrif á leik þeirra. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur hvort að það vanti einhvern. Þetta er langur vetur og við erum með marga leikmenn, ef það er einhver sem er ekki með þá þarf bara annar að stíga upp. Við erum búnir að vera að spila á mörgum leikmönnum allt undirbúningstímabilið og það hafa allir sín hlutverk.“ „Ég er ánægður með liðsheildina og hvernig við lögðum okkur fram í leikinn. Ragnar frábær í sókninni og allir að skila sínu. Ég ætlast til þess að Daníel sé með háa prósentutölu í hverjum leik og hann stendur yfirleitt undir því.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Það var boðið upp á fínasta handbolta og góða stemmingu á Akureyri í kvöld þegar heimamenn tóku á móti FH. Gestirnir mættu norður án þess að taka með sér Ólaf Gústafsson sem er að slást við meiðsli í ökkla og Baldvin Þorsteinsson sem var fjarverandi vegna vinnu en þetta eru tveir mjög svo mikilvægir leikmenn í liði FH. Það var þó ekki að sjá að FH-ingum vantaði eina bestu skyttuna sína en strax í upphafi leiks lagði Ragnar Jóhannsson línurnar varðandi það sem ætti eftir að koma. Á meðan markaskorun dreifðist nokkuð vel hjá heimamönnum var Ragnar lang markahæstur hjá FH og fór hreinlega hamförum á löngum köflum í leiknum. Varnarmenn Akureyrar gáfu honum pláss og tíma og hann þakkaði fyrir sig með því að raða boltum í netið framhjá nýja markmanni heimamanna honum Jovan Kukobat. Mikið jafnræða var með liðunum í fyrri hálfleiknum en heimamenn virtust þó alltaf vera skrefi á undan en náðu samt aldrei meira en tveggja marka forustu. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11. Seinni hálfleikurinn bauð upp á nokkuð meira af mistökum en sá fyrri og virtist vera á tímabili að hinn margumtalaði haustbragur væri mættur til leiks. Ragnar hélt áfram að skora nánast þegar hann vildi og Daníel Freyr var að verja vel í marki FH en hann endaði með sautján varin skot. Hjá heimamönnum voru það yngri leikmenn liðsin sem voru að stíga upp en þeir Bergvin Þór Gíslason og Geir Guðmundsson áttu báðir mjög góða spretti í seinni hálfleiknum. Stefán „Uxi“ Guðnason kom inn í markið um miðjan seinni hálfleikinn eftir að Jovan Kukobat hafði aðeins varið fjóra bolta á tæpum 50 mínútum en það gekk ekkert betur hjá Stefáni sem náði aðeins að verja einn bolta áður en Kukobat kom aftur inn til að klára leikinn. Mikil spenna var í loftinu undir lokin en bæði lið hefðu getað landað sigri á lokakafla leiksins. Líklegast var það bara verðskuldað að liðin skiptu með sér þessum tveimur stigum sem í boði voru. FH-ingar voru í heild ágætlega sannfærandi fyrir utan Andra Berg Haraldsson en lítið sem ekkert gekk upp hjá honum í þessum leik sem hann vill líklegast gleyma sem fyrst. Hjá Akureyri vantaði atriði sem vanalega einkenna þetta lið. Barátta, leikgleði, sterk vörn og markvarsla var fjarverandi í leik liðsins í dag og miðað við aðeins fimm varða bolta og eitt mark af línu þá getur liðið líklegast verið ágætlega sátt með það stig sem það nældi sér í.Heimir Örn: Of mikið stress á okkar mönnum „Það var bara of mikið stress á okkar mönnum, menn voru ekki að komast í gírinn. Við erum reyndar búnir að spila mjög fáa leiki þannig að það kom ekkert á óvart að þetta var ekki fallegur leikur," sagði Heimir Örn Árnason, annar þjálfara Akureyrar og leikmaður liðsins. "Ég var samt hrikalega óánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik og Raggi var að fara illa með okkur, mjög illa. Þetta voru allt of auðveld mörk, þeir voru að koma inn fyrir punkta og bara hamra hann. Við vorum að vísu ekki að hjálpa markmönnum okkar mikið en auðvitað mættu þeir samt taka meira." Það kemur bara leikur eftir þennan leik. Það er erfiður útileikur á fimmtudaginn á móti Fram sem eru með mjög gott lið. Við verðum bara að vera fljótir að taka þetta stress úr okkur og hafa gaman af þessu. Hér var mikið af fólki í dag en við vorum ekkert að fagna með áhorfendum og það vantaði bara margt hjá okkur, mjög margt sem á að einkenna þetta lið. Við töpuðum hérna fyrsta leik á móti FH á síðasta tímabili þannig að þetta er skárri byrjun en í fyrra.“Ragnar Jóhannsson: Þeir voru ekkert að snerta mig „Mér fannst við vera með þá hér í seinni hálfleiknum. Kannski ekki alveg hér undir lokin en við hefðum átt að klára þetta. Miðað við hvernig þetta spilaðist þá var þetta líklegast bara sanngjörn úrslit," sagði Ragnar FH-ingur sem fór á kostum. Ragnar virtist hreinlega ekki geta hætt að skora lengi vel í þessum leik en svo lokaðist aðeins flóðgáttirnar undir lokin. „Þeir fóru að taka mig út og vera aðeins ákveðnari á mig, þeir snertu mig ekki í fyrri hálfleik þannig að ég bara skaut og skaut. Þetta var líka svona aðeins í seinni hálfleiknum þannig að þá skítur maður bara alltaf er það er ekki spiluð vörn á mann. Ég hef alltaf stefnt á það að spila vel í úrvalsdeildinni. Ég er búinn að æfa mjög vel í sumar og náð mér af þessum meiðslum þannig að vonandi bara að það heppnist í vetur að spila mjög vel.“Einar Andri: Óvenju góður handbolti fyrir fyrstu umferð „Góð fyrirheit fyrir veturinn og óvenju góður handbolti fyrir fyrstu umferð. Bæði lið mæta klár í slaginn og ætla sér stóra hluti sýnist mér," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. FH liðið kom norður án þess að vera með Ólaf Gústafsson og Baldvin Þorsteinsson með sér en það virtist ekki hafa of mikil áhrif á leik þeirra. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur hvort að það vanti einhvern. Þetta er langur vetur og við erum með marga leikmenn, ef það er einhver sem er ekki með þá þarf bara annar að stíga upp. Við erum búnir að vera að spila á mörgum leikmönnum allt undirbúningstímabilið og það hafa allir sín hlutverk.“ „Ég er ánægður með liðsheildina og hvernig við lögðum okkur fram í leikinn. Ragnar frábær í sókninni og allir að skila sínu. Ég ætlast til þess að Daníel sé með háa prósentutölu í hverjum leik og hann stendur yfirleitt undir því.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira