Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 23-23 Birgir Hrannar Stefánsson í Höllinni skrifar 24. september 2012 15:21 Það var boðið upp á fínasta handbolta og góða stemmingu á Akureyri í kvöld þegar heimamenn tóku á móti FH. Gestirnir mættu norður án þess að taka með sér Ólaf Gústafsson sem er að slást við meiðsli í ökkla og Baldvin Þorsteinsson sem var fjarverandi vegna vinnu en þetta eru tveir mjög svo mikilvægir leikmenn í liði FH. Það var þó ekki að sjá að FH-ingum vantaði eina bestu skyttuna sína en strax í upphafi leiks lagði Ragnar Jóhannsson línurnar varðandi það sem ætti eftir að koma. Á meðan markaskorun dreifðist nokkuð vel hjá heimamönnum var Ragnar lang markahæstur hjá FH og fór hreinlega hamförum á löngum köflum í leiknum. Varnarmenn Akureyrar gáfu honum pláss og tíma og hann þakkaði fyrir sig með því að raða boltum í netið framhjá nýja markmanni heimamanna honum Jovan Kukobat. Mikið jafnræða var með liðunum í fyrri hálfleiknum en heimamenn virtust þó alltaf vera skrefi á undan en náðu samt aldrei meira en tveggja marka forustu. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11. Seinni hálfleikurinn bauð upp á nokkuð meira af mistökum en sá fyrri og virtist vera á tímabili að hinn margumtalaði haustbragur væri mættur til leiks. Ragnar hélt áfram að skora nánast þegar hann vildi og Daníel Freyr var að verja vel í marki FH en hann endaði með sautján varin skot. Hjá heimamönnum voru það yngri leikmenn liðsin sem voru að stíga upp en þeir Bergvin Þór Gíslason og Geir Guðmundsson áttu báðir mjög góða spretti í seinni hálfleiknum. Stefán „Uxi“ Guðnason kom inn í markið um miðjan seinni hálfleikinn eftir að Jovan Kukobat hafði aðeins varið fjóra bolta á tæpum 50 mínútum en það gekk ekkert betur hjá Stefáni sem náði aðeins að verja einn bolta áður en Kukobat kom aftur inn til að klára leikinn. Mikil spenna var í loftinu undir lokin en bæði lið hefðu getað landað sigri á lokakafla leiksins. Líklegast var það bara verðskuldað að liðin skiptu með sér þessum tveimur stigum sem í boði voru. FH-ingar voru í heild ágætlega sannfærandi fyrir utan Andra Berg Haraldsson en lítið sem ekkert gekk upp hjá honum í þessum leik sem hann vill líklegast gleyma sem fyrst. Hjá Akureyri vantaði atriði sem vanalega einkenna þetta lið. Barátta, leikgleði, sterk vörn og markvarsla var fjarverandi í leik liðsins í dag og miðað við aðeins fimm varða bolta og eitt mark af línu þá getur liðið líklegast verið ágætlega sátt með það stig sem það nældi sér í.Heimir Örn: Of mikið stress á okkar mönnum „Það var bara of mikið stress á okkar mönnum, menn voru ekki að komast í gírinn. Við erum reyndar búnir að spila mjög fáa leiki þannig að það kom ekkert á óvart að þetta var ekki fallegur leikur," sagði Heimir Örn Árnason, annar þjálfara Akureyrar og leikmaður liðsins. "Ég var samt hrikalega óánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik og Raggi var að fara illa með okkur, mjög illa. Þetta voru allt of auðveld mörk, þeir voru að koma inn fyrir punkta og bara hamra hann. Við vorum að vísu ekki að hjálpa markmönnum okkar mikið en auðvitað mættu þeir samt taka meira." Það kemur bara leikur eftir þennan leik. Það er erfiður útileikur á fimmtudaginn á móti Fram sem eru með mjög gott lið. Við verðum bara að vera fljótir að taka þetta stress úr okkur og hafa gaman af þessu. Hér var mikið af fólki í dag en við vorum ekkert að fagna með áhorfendum og það vantaði bara margt hjá okkur, mjög margt sem á að einkenna þetta lið. Við töpuðum hérna fyrsta leik á móti FH á síðasta tímabili þannig að þetta er skárri byrjun en í fyrra.“Ragnar Jóhannsson: Þeir voru ekkert að snerta mig „Mér fannst við vera með þá hér í seinni hálfleiknum. Kannski ekki alveg hér undir lokin en við hefðum átt að klára þetta. Miðað við hvernig þetta spilaðist þá var þetta líklegast bara sanngjörn úrslit," sagði Ragnar FH-ingur sem fór á kostum. Ragnar virtist hreinlega ekki geta hætt að skora lengi vel í þessum leik en svo lokaðist aðeins flóðgáttirnar undir lokin. „Þeir fóru að taka mig út og vera aðeins ákveðnari á mig, þeir snertu mig ekki í fyrri hálfleik þannig að ég bara skaut og skaut. Þetta var líka svona aðeins í seinni hálfleiknum þannig að þá skítur maður bara alltaf er það er ekki spiluð vörn á mann. Ég hef alltaf stefnt á það að spila vel í úrvalsdeildinni. Ég er búinn að æfa mjög vel í sumar og náð mér af þessum meiðslum þannig að vonandi bara að það heppnist í vetur að spila mjög vel.“Einar Andri: Óvenju góður handbolti fyrir fyrstu umferð „Góð fyrirheit fyrir veturinn og óvenju góður handbolti fyrir fyrstu umferð. Bæði lið mæta klár í slaginn og ætla sér stóra hluti sýnist mér," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. FH liðið kom norður án þess að vera með Ólaf Gústafsson og Baldvin Þorsteinsson með sér en það virtist ekki hafa of mikil áhrif á leik þeirra. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur hvort að það vanti einhvern. Þetta er langur vetur og við erum með marga leikmenn, ef það er einhver sem er ekki með þá þarf bara annar að stíga upp. Við erum búnir að vera að spila á mörgum leikmönnum allt undirbúningstímabilið og það hafa allir sín hlutverk.“ „Ég er ánægður með liðsheildina og hvernig við lögðum okkur fram í leikinn. Ragnar frábær í sókninni og allir að skila sínu. Ég ætlast til þess að Daníel sé með háa prósentutölu í hverjum leik og hann stendur yfirleitt undir því.“ Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Það var boðið upp á fínasta handbolta og góða stemmingu á Akureyri í kvöld þegar heimamenn tóku á móti FH. Gestirnir mættu norður án þess að taka með sér Ólaf Gústafsson sem er að slást við meiðsli í ökkla og Baldvin Þorsteinsson sem var fjarverandi vegna vinnu en þetta eru tveir mjög svo mikilvægir leikmenn í liði FH. Það var þó ekki að sjá að FH-ingum vantaði eina bestu skyttuna sína en strax í upphafi leiks lagði Ragnar Jóhannsson línurnar varðandi það sem ætti eftir að koma. Á meðan markaskorun dreifðist nokkuð vel hjá heimamönnum var Ragnar lang markahæstur hjá FH og fór hreinlega hamförum á löngum köflum í leiknum. Varnarmenn Akureyrar gáfu honum pláss og tíma og hann þakkaði fyrir sig með því að raða boltum í netið framhjá nýja markmanni heimamanna honum Jovan Kukobat. Mikið jafnræða var með liðunum í fyrri hálfleiknum en heimamenn virtust þó alltaf vera skrefi á undan en náðu samt aldrei meira en tveggja marka forustu. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11. Seinni hálfleikurinn bauð upp á nokkuð meira af mistökum en sá fyrri og virtist vera á tímabili að hinn margumtalaði haustbragur væri mættur til leiks. Ragnar hélt áfram að skora nánast þegar hann vildi og Daníel Freyr var að verja vel í marki FH en hann endaði með sautján varin skot. Hjá heimamönnum voru það yngri leikmenn liðsin sem voru að stíga upp en þeir Bergvin Þór Gíslason og Geir Guðmundsson áttu báðir mjög góða spretti í seinni hálfleiknum. Stefán „Uxi“ Guðnason kom inn í markið um miðjan seinni hálfleikinn eftir að Jovan Kukobat hafði aðeins varið fjóra bolta á tæpum 50 mínútum en það gekk ekkert betur hjá Stefáni sem náði aðeins að verja einn bolta áður en Kukobat kom aftur inn til að klára leikinn. Mikil spenna var í loftinu undir lokin en bæði lið hefðu getað landað sigri á lokakafla leiksins. Líklegast var það bara verðskuldað að liðin skiptu með sér þessum tveimur stigum sem í boði voru. FH-ingar voru í heild ágætlega sannfærandi fyrir utan Andra Berg Haraldsson en lítið sem ekkert gekk upp hjá honum í þessum leik sem hann vill líklegast gleyma sem fyrst. Hjá Akureyri vantaði atriði sem vanalega einkenna þetta lið. Barátta, leikgleði, sterk vörn og markvarsla var fjarverandi í leik liðsins í dag og miðað við aðeins fimm varða bolta og eitt mark af línu þá getur liðið líklegast verið ágætlega sátt með það stig sem það nældi sér í.Heimir Örn: Of mikið stress á okkar mönnum „Það var bara of mikið stress á okkar mönnum, menn voru ekki að komast í gírinn. Við erum reyndar búnir að spila mjög fáa leiki þannig að það kom ekkert á óvart að þetta var ekki fallegur leikur," sagði Heimir Örn Árnason, annar þjálfara Akureyrar og leikmaður liðsins. "Ég var samt hrikalega óánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik og Raggi var að fara illa með okkur, mjög illa. Þetta voru allt of auðveld mörk, þeir voru að koma inn fyrir punkta og bara hamra hann. Við vorum að vísu ekki að hjálpa markmönnum okkar mikið en auðvitað mættu þeir samt taka meira." Það kemur bara leikur eftir þennan leik. Það er erfiður útileikur á fimmtudaginn á móti Fram sem eru með mjög gott lið. Við verðum bara að vera fljótir að taka þetta stress úr okkur og hafa gaman af þessu. Hér var mikið af fólki í dag en við vorum ekkert að fagna með áhorfendum og það vantaði bara margt hjá okkur, mjög margt sem á að einkenna þetta lið. Við töpuðum hérna fyrsta leik á móti FH á síðasta tímabili þannig að þetta er skárri byrjun en í fyrra.“Ragnar Jóhannsson: Þeir voru ekkert að snerta mig „Mér fannst við vera með þá hér í seinni hálfleiknum. Kannski ekki alveg hér undir lokin en við hefðum átt að klára þetta. Miðað við hvernig þetta spilaðist þá var þetta líklegast bara sanngjörn úrslit," sagði Ragnar FH-ingur sem fór á kostum. Ragnar virtist hreinlega ekki geta hætt að skora lengi vel í þessum leik en svo lokaðist aðeins flóðgáttirnar undir lokin. „Þeir fóru að taka mig út og vera aðeins ákveðnari á mig, þeir snertu mig ekki í fyrri hálfleik þannig að ég bara skaut og skaut. Þetta var líka svona aðeins í seinni hálfleiknum þannig að þá skítur maður bara alltaf er það er ekki spiluð vörn á mann. Ég hef alltaf stefnt á það að spila vel í úrvalsdeildinni. Ég er búinn að æfa mjög vel í sumar og náð mér af þessum meiðslum þannig að vonandi bara að það heppnist í vetur að spila mjög vel.“Einar Andri: Óvenju góður handbolti fyrir fyrstu umferð „Góð fyrirheit fyrir veturinn og óvenju góður handbolti fyrir fyrstu umferð. Bæði lið mæta klár í slaginn og ætla sér stóra hluti sýnist mér," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. FH liðið kom norður án þess að vera með Ólaf Gústafsson og Baldvin Þorsteinsson með sér en það virtist ekki hafa of mikil áhrif á leik þeirra. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur hvort að það vanti einhvern. Þetta er langur vetur og við erum með marga leikmenn, ef það er einhver sem er ekki með þá þarf bara annar að stíga upp. Við erum búnir að vera að spila á mörgum leikmönnum allt undirbúningstímabilið og það hafa allir sín hlutverk.“ „Ég er ánægður með liðsheildina og hvernig við lögðum okkur fram í leikinn. Ragnar frábær í sókninni og allir að skila sínu. Ég ætlast til þess að Daníel sé með háa prósentutölu í hverjum leik og hann stendur yfirleitt undir því.“
Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira