Spánverjinn Rafael Nadal virðist eiga langt í land með að ná sér góðum af meiðslunum sem hafa verið að plaga hann síðan í sumar.
Nadal hefur verið að glíma við meiðsli í hné síðustu þrjá mánuðina og missti til að mynda af Ólympíuleikunum af þeim sökum. Hann spilaði síðast á Wimbledon-mótinu er hann tapaði mjög óvænt fyrir tékkanum Lukas Rasol.
Nadal segir við enska fjölmiðla í dag að það sé ólíklegt að hann spili meira á árinu og að hann muni jafnvel missa af Opna ástralska meistaramótinu í janúar.
„Ég vona að ég nái að spila í Ástralíu. Það er stærsta markmiðið mitt en ég er þó ekki viss um að ég nái því," sagði hann.
„Þetta er ekki eins og að handleggsbrotna því ég veit í raun ekki hvenær ég geti byrjað á ný. Ég fer vikulega í skoðanir og tek bara einn dag fyrir í einu."
„Það sem mestu máli skiptir er að jafna mig algjörlega. Ég vil vera 100 prósent heill þegar ég kem til baka."
Óvíst um þátttöku Nadal í Melbourne
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti