Tilviljun að íslenskur talgervill er í Android-símum 26. september 2012 18:02 Íslenskan og tæknin. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð. Þar kom fram að tveir þriðju hlutar tungumálanna eru í ákveðinni hættu, þar á meðal íslensk tunga, enda málsvæðið lítið og dýrt að þjónusta það. „Tungumálið er ekki í bráðri hættu, ekki í þeim skilningi að þau eru að deyja út, en þessi tungumál héldu ekki í við tækniþróunina," útskýrði Eiríkur en hann segir það fyrirsjáanlegt í framtíðinni að tæki og tól, hvort sem það eru tölvur, símar eða heimilistæki, verði raddstýrð. „Og þá er spurningin hvaða tungumál við eigum að tala?" segir Eiríkur. Hann segir hættuna sem steðjar að tungumálinu ekki bráða. Hann líkir henni við hlýnun jarðar, „þetta gerist hægt, kannski ekki á næstu árum eða áratugum, en ef við grípum ekki í taumana núna, getur það orðið of seint þegar að því kemur," segir Eiríkur. Hann bendir á að ríkið þyrfti helst að koma að þessu verkefni, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtæki sem framleiða slík tæki, sjá ekki hag sinn í að þjónusta sérstaklega málsvæði sem telur um 300 þúsund manns. Eiríkur segir að það sé íslenskur talgervill í android-síma hér á landi, „en það var bara tilviljun því það var Íslendingur sem vann við talgreiningu hjá Google," segir Eiríkur. Hann segir Ísland geti ekki treyst á slíka heppni. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Loftslagsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð. Þar kom fram að tveir þriðju hlutar tungumálanna eru í ákveðinni hættu, þar á meðal íslensk tunga, enda málsvæðið lítið og dýrt að þjónusta það. „Tungumálið er ekki í bráðri hættu, ekki í þeim skilningi að þau eru að deyja út, en þessi tungumál héldu ekki í við tækniþróunina," útskýrði Eiríkur en hann segir það fyrirsjáanlegt í framtíðinni að tæki og tól, hvort sem það eru tölvur, símar eða heimilistæki, verði raddstýrð. „Og þá er spurningin hvaða tungumál við eigum að tala?" segir Eiríkur. Hann segir hættuna sem steðjar að tungumálinu ekki bráða. Hann líkir henni við hlýnun jarðar, „þetta gerist hægt, kannski ekki á næstu árum eða áratugum, en ef við grípum ekki í taumana núna, getur það orðið of seint þegar að því kemur," segir Eiríkur. Hann bendir á að ríkið þyrfti helst að koma að þessu verkefni, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtæki sem framleiða slík tæki, sjá ekki hag sinn í að þjónusta sérstaklega málsvæði sem telur um 300 þúsund manns. Eiríkur segir að það sé íslenskur talgervill í android-síma hér á landi, „en það var bara tilviljun því það var Íslendingur sem vann við talgreiningu hjá Google," segir Eiríkur. Hann segir Ísland geti ekki treyst á slíka heppni. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Loftslagsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira