Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 24-28 Sigmar Sigfússon skrifar 29. september 2012 00:01 Mynd/Vilhelm Haukar unnu góðan sigur á nýliðum ÍR-inga, 24-28, í Austurberginu í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur ÍR í efstu deild í fimm ár eða síðan árið 2007. Haukar spiluðu virkilega góða vörn á upphafsmínútunum en byrjuðu sóknaleik sinn brösulega. ÍR-ingar komust í 2-0 en á næstu mínútum hresstust Haukamenn og lét Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, til sín taka og skoraði 5 mörk í röð. Eftir það varð leikurinn jafnari en Haukar þó ávallt skrefi á undan. Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, átti frábæran kafla um miðjan hálfleikinn og dró vagninn fyrir Breiðhyltinga með mörgum frábærum mörkum. Markverðir beggja liða áttu fínan fyrri hálfleik og vörðu oft á tíðum flotta bolta. Seinni hálfleikur var góð skemmtun og ÍR-ingar virtust ákveðnir í upphafi. Það kom ekki að sök því Haukamenn sýndu hversu öflugir þeir eru og sýndu oft á köflum frábær tilþrif í sóknarleik sínum. Strákarnir hans Arons héldu tveggja til þriggja marka forystu þar til um tíu mínútur voru eftir. Á þeim kafla náðu Haukar fimm marka forystu sem þeir náðu að halda fram undir lok og sigruðu á endanum með fjórum mörkum. Leikurinn var skemmtilegur fyrir áhorfendur og mætingin var einnig til fyrirmyndar í Austurberginu, greinilegt að mikill áhugi er fyrir handboltanum hérna í Breiðholti.Stefán Rafn: Börðumst eins og ljón „Ég var bara mjög ánægður með mína menn, við börðumst eins ljón og þetta var mjög skemmtilegur leikur, mikil barátta og baráttusigur," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka. „Mér fannst leikurinn þróast mjög skemmtilega, hann var mjög jafn og við náðum aðeins að slíta okkur frá þeim um miðjan seinni hálfleik." „Það er auðvitað eitt af stóru markmiðunum að komast í landsliðið og vonandi verða fleiri svona leikir hjá mér til þess að hjálpa mér þangað."Aron: Varnarleikurinn þéttur „Ég er mjög ánægður með þennan leik, við vorum að spila þéttann varnarleik, ágætis markvarsla og keyrðum oft á tíðum hraðaupphlaupin stíft í bakið á þeim. Sóknarleikurinn var að mestu leyti mjög fjölbreyttur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Að sjálfsögðu hikstuðum við inn á milli á móti sterku ÍR liði. Þeir eru með marga sterka leikmenn sem hafa verið að spila erlendis og með landsliðinu."Bjarki: Misstum þá fram úr okkur „Fyrri hálfleikur var frekar jafn og ég var sáttur að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við að spila ágætlega og fengum fína markvörslu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR. „Reynsla Haukamanna er gríðarleg og þeir eru mjög vel spilandi lið og bara mjög góðir." „Við misstum þá fram úr okkur í seinni hálfleik í 3-5 mörk og þá vorum við farnir að elta. Þá þurftum við að reyna og rembast sem er erfitt gegn eins sterku liði og Hauka." Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Haukar unnu góðan sigur á nýliðum ÍR-inga, 24-28, í Austurberginu í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur ÍR í efstu deild í fimm ár eða síðan árið 2007. Haukar spiluðu virkilega góða vörn á upphafsmínútunum en byrjuðu sóknaleik sinn brösulega. ÍR-ingar komust í 2-0 en á næstu mínútum hresstust Haukamenn og lét Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, til sín taka og skoraði 5 mörk í röð. Eftir það varð leikurinn jafnari en Haukar þó ávallt skrefi á undan. Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, átti frábæran kafla um miðjan hálfleikinn og dró vagninn fyrir Breiðhyltinga með mörgum frábærum mörkum. Markverðir beggja liða áttu fínan fyrri hálfleik og vörðu oft á tíðum flotta bolta. Seinni hálfleikur var góð skemmtun og ÍR-ingar virtust ákveðnir í upphafi. Það kom ekki að sök því Haukamenn sýndu hversu öflugir þeir eru og sýndu oft á köflum frábær tilþrif í sóknarleik sínum. Strákarnir hans Arons héldu tveggja til þriggja marka forystu þar til um tíu mínútur voru eftir. Á þeim kafla náðu Haukar fimm marka forystu sem þeir náðu að halda fram undir lok og sigruðu á endanum með fjórum mörkum. Leikurinn var skemmtilegur fyrir áhorfendur og mætingin var einnig til fyrirmyndar í Austurberginu, greinilegt að mikill áhugi er fyrir handboltanum hérna í Breiðholti.Stefán Rafn: Börðumst eins og ljón „Ég var bara mjög ánægður með mína menn, við börðumst eins ljón og þetta var mjög skemmtilegur leikur, mikil barátta og baráttusigur," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka. „Mér fannst leikurinn þróast mjög skemmtilega, hann var mjög jafn og við náðum aðeins að slíta okkur frá þeim um miðjan seinni hálfleik." „Það er auðvitað eitt af stóru markmiðunum að komast í landsliðið og vonandi verða fleiri svona leikir hjá mér til þess að hjálpa mér þangað."Aron: Varnarleikurinn þéttur „Ég er mjög ánægður með þennan leik, við vorum að spila þéttann varnarleik, ágætis markvarsla og keyrðum oft á tíðum hraðaupphlaupin stíft í bakið á þeim. Sóknarleikurinn var að mestu leyti mjög fjölbreyttur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Að sjálfsögðu hikstuðum við inn á milli á móti sterku ÍR liði. Þeir eru með marga sterka leikmenn sem hafa verið að spila erlendis og með landsliðinu."Bjarki: Misstum þá fram úr okkur „Fyrri hálfleikur var frekar jafn og ég var sáttur að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við að spila ágætlega og fengum fína markvörslu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR. „Reynsla Haukamanna er gríðarleg og þeir eru mjög vel spilandi lið og bara mjög góðir." „Við misstum þá fram úr okkur í seinni hálfleik í 3-5 mörk og þá vorum við farnir að elta. Þá þurftum við að reyna og rembast sem er erfitt gegn eins sterku liði og Hauka."
Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira