Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 24-28 Sigmar Sigfússon skrifar 29. september 2012 00:01 Mynd/Vilhelm Haukar unnu góðan sigur á nýliðum ÍR-inga, 24-28, í Austurberginu í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur ÍR í efstu deild í fimm ár eða síðan árið 2007. Haukar spiluðu virkilega góða vörn á upphafsmínútunum en byrjuðu sóknaleik sinn brösulega. ÍR-ingar komust í 2-0 en á næstu mínútum hresstust Haukamenn og lét Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, til sín taka og skoraði 5 mörk í röð. Eftir það varð leikurinn jafnari en Haukar þó ávallt skrefi á undan. Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, átti frábæran kafla um miðjan hálfleikinn og dró vagninn fyrir Breiðhyltinga með mörgum frábærum mörkum. Markverðir beggja liða áttu fínan fyrri hálfleik og vörðu oft á tíðum flotta bolta. Seinni hálfleikur var góð skemmtun og ÍR-ingar virtust ákveðnir í upphafi. Það kom ekki að sök því Haukamenn sýndu hversu öflugir þeir eru og sýndu oft á köflum frábær tilþrif í sóknarleik sínum. Strákarnir hans Arons héldu tveggja til þriggja marka forystu þar til um tíu mínútur voru eftir. Á þeim kafla náðu Haukar fimm marka forystu sem þeir náðu að halda fram undir lok og sigruðu á endanum með fjórum mörkum. Leikurinn var skemmtilegur fyrir áhorfendur og mætingin var einnig til fyrirmyndar í Austurberginu, greinilegt að mikill áhugi er fyrir handboltanum hérna í Breiðholti.Stefán Rafn: Börðumst eins og ljón „Ég var bara mjög ánægður með mína menn, við börðumst eins ljón og þetta var mjög skemmtilegur leikur, mikil barátta og baráttusigur," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka. „Mér fannst leikurinn þróast mjög skemmtilega, hann var mjög jafn og við náðum aðeins að slíta okkur frá þeim um miðjan seinni hálfleik." „Það er auðvitað eitt af stóru markmiðunum að komast í landsliðið og vonandi verða fleiri svona leikir hjá mér til þess að hjálpa mér þangað."Aron: Varnarleikurinn þéttur „Ég er mjög ánægður með þennan leik, við vorum að spila þéttann varnarleik, ágætis markvarsla og keyrðum oft á tíðum hraðaupphlaupin stíft í bakið á þeim. Sóknarleikurinn var að mestu leyti mjög fjölbreyttur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Að sjálfsögðu hikstuðum við inn á milli á móti sterku ÍR liði. Þeir eru með marga sterka leikmenn sem hafa verið að spila erlendis og með landsliðinu."Bjarki: Misstum þá fram úr okkur „Fyrri hálfleikur var frekar jafn og ég var sáttur að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við að spila ágætlega og fengum fína markvörslu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR. „Reynsla Haukamanna er gríðarleg og þeir eru mjög vel spilandi lið og bara mjög góðir." „Við misstum þá fram úr okkur í seinni hálfleik í 3-5 mörk og þá vorum við farnir að elta. Þá þurftum við að reyna og rembast sem er erfitt gegn eins sterku liði og Hauka." Olís-deild karla Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Haukar unnu góðan sigur á nýliðum ÍR-inga, 24-28, í Austurberginu í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur ÍR í efstu deild í fimm ár eða síðan árið 2007. Haukar spiluðu virkilega góða vörn á upphafsmínútunum en byrjuðu sóknaleik sinn brösulega. ÍR-ingar komust í 2-0 en á næstu mínútum hresstust Haukamenn og lét Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, til sín taka og skoraði 5 mörk í röð. Eftir það varð leikurinn jafnari en Haukar þó ávallt skrefi á undan. Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, átti frábæran kafla um miðjan hálfleikinn og dró vagninn fyrir Breiðhyltinga með mörgum frábærum mörkum. Markverðir beggja liða áttu fínan fyrri hálfleik og vörðu oft á tíðum flotta bolta. Seinni hálfleikur var góð skemmtun og ÍR-ingar virtust ákveðnir í upphafi. Það kom ekki að sök því Haukamenn sýndu hversu öflugir þeir eru og sýndu oft á köflum frábær tilþrif í sóknarleik sínum. Strákarnir hans Arons héldu tveggja til þriggja marka forystu þar til um tíu mínútur voru eftir. Á þeim kafla náðu Haukar fimm marka forystu sem þeir náðu að halda fram undir lok og sigruðu á endanum með fjórum mörkum. Leikurinn var skemmtilegur fyrir áhorfendur og mætingin var einnig til fyrirmyndar í Austurberginu, greinilegt að mikill áhugi er fyrir handboltanum hérna í Breiðholti.Stefán Rafn: Börðumst eins og ljón „Ég var bara mjög ánægður með mína menn, við börðumst eins ljón og þetta var mjög skemmtilegur leikur, mikil barátta og baráttusigur," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka. „Mér fannst leikurinn þróast mjög skemmtilega, hann var mjög jafn og við náðum aðeins að slíta okkur frá þeim um miðjan seinni hálfleik." „Það er auðvitað eitt af stóru markmiðunum að komast í landsliðið og vonandi verða fleiri svona leikir hjá mér til þess að hjálpa mér þangað."Aron: Varnarleikurinn þéttur „Ég er mjög ánægður með þennan leik, við vorum að spila þéttann varnarleik, ágætis markvarsla og keyrðum oft á tíðum hraðaupphlaupin stíft í bakið á þeim. Sóknarleikurinn var að mestu leyti mjög fjölbreyttur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Að sjálfsögðu hikstuðum við inn á milli á móti sterku ÍR liði. Þeir eru með marga sterka leikmenn sem hafa verið að spila erlendis og með landsliðinu."Bjarki: Misstum þá fram úr okkur „Fyrri hálfleikur var frekar jafn og ég var sáttur að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við að spila ágætlega og fengum fína markvörslu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR. „Reynsla Haukamanna er gríðarleg og þeir eru mjög vel spilandi lið og bara mjög góðir." „Við misstum þá fram úr okkur í seinni hálfleik í 3-5 mörk og þá vorum við farnir að elta. Þá þurftum við að reyna og rembast sem er erfitt gegn eins sterku liði og Hauka."
Olís-deild karla Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira