iPhone 5 úr gulli og demöntum 29. september 2012 14:34 Breskt fyrirtæki ætlar að selja hundrað stykki af sérstakri útgáfu af iPhone fimm símanum sem Apple gaf út á dögunum. Munurinn á þessum símum og þeim upprunalega er að hann er úr gulli og demöntum. Forsvarsmenn Apple kynntu iPhone fimm símann fyrir um tveimur vikum síðan og hefur hann slegið öll met í sölu hjá fyrirtækinu. Yfir fimm milljón eintök seldust fyrstu helgina í Bandaríkjunum og er síminn víða uppseldur í verslunum um allan heim. Skartgripahönnuðurinn Stuart Hughes frá Liverpool á Englandi lætur það þó ekki á sig fá því hann keypti sjálfur hundrað stykki af símanum þegar hann kom út. Síðan þá hefur hann dundað sér við að gera símann upp, ef svo má að orði komast. Í frétt um málið í breska blaðinu Metro segir að til verksins noti hann gull og demanta. Bakhlið símans verður þakin 18 karata gulli og Apple merkið, sem einnig er staðsett á bakhliðinni, verður þakið fimmtíu og þremur demöntum, hvorki meira né minna. Og síminn er ekki ókeypis. Því verðmiðinn á þessum gæða gull- og demanta síma er tuttugu þúsund pund, eða um fjórar milljónir króna. Einhverjir spyrja sig eflaust hvort að svona lúxus vara seljist svo auðveldlega en hönnuðurinn hefur ekki áhyggjur af því. Því nýlega seldi hann afar sérstaka gullútgáfu af iPhone 4S símanum til ástralskrar kaupsýslukonu. Sá sími var ekki ókeypis því hann seldist á sex milljón pund, eða ríflega einn milljarð króna - takk fyrir túkall. Tækni Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breskt fyrirtæki ætlar að selja hundrað stykki af sérstakri útgáfu af iPhone fimm símanum sem Apple gaf út á dögunum. Munurinn á þessum símum og þeim upprunalega er að hann er úr gulli og demöntum. Forsvarsmenn Apple kynntu iPhone fimm símann fyrir um tveimur vikum síðan og hefur hann slegið öll met í sölu hjá fyrirtækinu. Yfir fimm milljón eintök seldust fyrstu helgina í Bandaríkjunum og er síminn víða uppseldur í verslunum um allan heim. Skartgripahönnuðurinn Stuart Hughes frá Liverpool á Englandi lætur það þó ekki á sig fá því hann keypti sjálfur hundrað stykki af símanum þegar hann kom út. Síðan þá hefur hann dundað sér við að gera símann upp, ef svo má að orði komast. Í frétt um málið í breska blaðinu Metro segir að til verksins noti hann gull og demanta. Bakhlið símans verður þakin 18 karata gulli og Apple merkið, sem einnig er staðsett á bakhliðinni, verður þakið fimmtíu og þremur demöntum, hvorki meira né minna. Og síminn er ekki ókeypis. Því verðmiðinn á þessum gæða gull- og demanta síma er tuttugu þúsund pund, eða um fjórar milljónir króna. Einhverjir spyrja sig eflaust hvort að svona lúxus vara seljist svo auðveldlega en hönnuðurinn hefur ekki áhyggjur af því. Því nýlega seldi hann afar sérstaka gullútgáfu af iPhone 4S símanum til ástralskrar kaupsýslukonu. Sá sími var ekki ókeypis því hann seldist á sex milljón pund, eða ríflega einn milljarð króna - takk fyrir túkall.
Tækni Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira