Fjölbreytt námskeið haldin í vetur 13. september 2012 10:55 Starfsfólk Ömmu músar býr yfir mikilli reynslu. mynd/anton Amma mús - handavinnuhús var opnað í byrjun ágúst árið 2010. Lagt var upp með að opna alhliða hannyrðavöruverslun með prjón og útsaum. "Við horfðum til fyrri tíma verslana þar sem hægt var að fá mikið úrval vara á einum stað. Í Ömmu mús erum við með nánast allt sem viðkemur prjóni og saumum, til dæmis dásamlegt prjónagarn og uppskriftir á íslensku frá Rauma í Noregi og danskar prjónabækur og garn frá Isager í Danmörku. Í Ömmu mús eru miklir reynsluboltar á bak við borðið sem geta aðstoðað með nánast hvað sem er. Við erum sérverslun með þekkingu og þjónustu," segir Hildur Guðnadóttir, eigandi Ömmu músar. Sú nýbreytni verður í haust hjá Ömmu mús að boðið verður upp á stutt námskeið sem miða að því að ná færni í því sem kennt er það kvöldið. "Hugsunin er sú að þeir sem ekki hafa áhuga á að binda sig í mörg skipti eða langar bara að læra eitthvað eitt til að koma sér af stað geti það með góðu móti. Þetta gæti líka verið góð tilbreyting fyrir saumaklúbbinn eða vinkonuhópinn. Sem dæmi um námskeið má nefna prjónaðar jólakúlur, heklaðar jólabjöllur og hekl fyrir byrjendur, líka örvhenta. "Námskeiðin verða á miðvikudagskvöldum frá klukkan sjö til tíu og þau hefjast þann 26. september næstkomandi. Allt efni sem þarf að nota á námskeiðunum fæst á staðnum. Hildur segir að margt hafi breyst í þjóðfélaginu á síðustu árum. Kunnátta í hannyrðum hafi minnkað eftir að húsmæðraskólum landsins fækkaði en eftir að kreppan skall á hafi þrýstingur á fólk að fara að prjóna og sauma sjálft aukist. "Við finnum vel fyrir þessum mikla áhuga og í fyrra urðum við líka varar við vaxandi áhuga fyrir útsaumnum. Það er greinilegt að nú á að sauma meira fyrir jólin en mörg undanfarin ár. Við erum búnar að fá jólaútsauminn í hús og ný útsaumsefni í bland við þau hefðbundnu. Nýjar mynsturbækur og strammamyndirnar gömlu og góðu koma inn eins og haustlægðirnar. Fyrir þær sem ekki hafa of mikinn tíma eða vilja skapa sjálfar sín verk þá má benda á að það eru ekki alltaf stærstu stykkin sem gera mesta lukku. Smá útsaumur í fallegum ramma getur líka glatt. Ásamt því að bjóða upp á áðurnefnd námskeið heldur starfsfólk Ömmu músar prjónakaffi annan hvern laugardag á milli tíu og tólf. "Þá kemur hingað fullt af fólki og prjónar saman. Okkur finnst gaman að heyra frá viðskiptavinum okkar hvað þá langar að gera og læra og höfum stundum orðið við óskum um ákveðin námskeið. Það er til dæmis á döfinni að halda mæðgnakvöld þar sem stelpur koma með mæðrum sínum og læra grunninn í prjóni. Við ætlum líka að vera með grunnnámskeið í hekli og finnum fyrir auknum áhuga á því hjá ungum konum. Við reynum að verða við óskum viðskiptavinanna og reynum eftir fremsta megni að leysa úr þeim vandamálum sem til okkar er leitað með," segir Hildur. Nánari upplýsingar um verslunina má finna á Facebook-síðu hennar. Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Amma mús - handavinnuhús var opnað í byrjun ágúst árið 2010. Lagt var upp með að opna alhliða hannyrðavöruverslun með prjón og útsaum. "Við horfðum til fyrri tíma verslana þar sem hægt var að fá mikið úrval vara á einum stað. Í Ömmu mús erum við með nánast allt sem viðkemur prjóni og saumum, til dæmis dásamlegt prjónagarn og uppskriftir á íslensku frá Rauma í Noregi og danskar prjónabækur og garn frá Isager í Danmörku. Í Ömmu mús eru miklir reynsluboltar á bak við borðið sem geta aðstoðað með nánast hvað sem er. Við erum sérverslun með þekkingu og þjónustu," segir Hildur Guðnadóttir, eigandi Ömmu músar. Sú nýbreytni verður í haust hjá Ömmu mús að boðið verður upp á stutt námskeið sem miða að því að ná færni í því sem kennt er það kvöldið. "Hugsunin er sú að þeir sem ekki hafa áhuga á að binda sig í mörg skipti eða langar bara að læra eitthvað eitt til að koma sér af stað geti það með góðu móti. Þetta gæti líka verið góð tilbreyting fyrir saumaklúbbinn eða vinkonuhópinn. Sem dæmi um námskeið má nefna prjónaðar jólakúlur, heklaðar jólabjöllur og hekl fyrir byrjendur, líka örvhenta. "Námskeiðin verða á miðvikudagskvöldum frá klukkan sjö til tíu og þau hefjast þann 26. september næstkomandi. Allt efni sem þarf að nota á námskeiðunum fæst á staðnum. Hildur segir að margt hafi breyst í þjóðfélaginu á síðustu árum. Kunnátta í hannyrðum hafi minnkað eftir að húsmæðraskólum landsins fækkaði en eftir að kreppan skall á hafi þrýstingur á fólk að fara að prjóna og sauma sjálft aukist. "Við finnum vel fyrir þessum mikla áhuga og í fyrra urðum við líka varar við vaxandi áhuga fyrir útsaumnum. Það er greinilegt að nú á að sauma meira fyrir jólin en mörg undanfarin ár. Við erum búnar að fá jólaútsauminn í hús og ný útsaumsefni í bland við þau hefðbundnu. Nýjar mynsturbækur og strammamyndirnar gömlu og góðu koma inn eins og haustlægðirnar. Fyrir þær sem ekki hafa of mikinn tíma eða vilja skapa sjálfar sín verk þá má benda á að það eru ekki alltaf stærstu stykkin sem gera mesta lukku. Smá útsaumur í fallegum ramma getur líka glatt. Ásamt því að bjóða upp á áðurnefnd námskeið heldur starfsfólk Ömmu músar prjónakaffi annan hvern laugardag á milli tíu og tólf. "Þá kemur hingað fullt af fólki og prjónar saman. Okkur finnst gaman að heyra frá viðskiptavinum okkar hvað þá langar að gera og læra og höfum stundum orðið við óskum um ákveðin námskeið. Það er til dæmis á döfinni að halda mæðgnakvöld þar sem stelpur koma með mæðrum sínum og læra grunninn í prjóni. Við ætlum líka að vera með grunnnámskeið í hekli og finnum fyrir auknum áhuga á því hjá ungum konum. Við reynum að verða við óskum viðskiptavinanna og reynum eftir fremsta megni að leysa úr þeim vandamálum sem til okkar er leitað með," segir Hildur. Nánari upplýsingar um verslunina má finna á Facebook-síðu hennar.
Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira