Fótbolti

Litli bróðir Kaka til New York Red Bulls

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Digaeo í baráttu við Andriy Shevchenko.
Digaeo í baráttu við Andriy Shevchenko. Nordicphotos/Getty
Brasilíumaðurinn Digão, litli bróðir knattspyrnumannsins Kaka, er genginn í raðir New York Red Bulls sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Digão, sem er 26 ára varnarmaður, var á mála hjá ítalska stórliðinu AC Milan frá árinu 2004-2011. Hann spilaði aðeins einn leik hjá Mílanóliðinu en dvaldi stærstan hluta tímans í láni hjá neðrideildarliðum á Ítalíu. Þá var hann í láni hjá Standard Liege í Belgíu en síðast hjá F.C. Penafiel í Portúgal.

Kaka, sem kjörinn var knattspyrnumaður ársins í Evrópu árið 2007, hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Spánarmeisturum Real Madrid undanfarin ár. Hann er þrálátlega orðaður við brotthvarf frá félaginu enda fær hann lítið að spila.

Umboðsmaður Kaka sagði í viðtali við dagblaðið New York Post á dögunum að Kaka hefði áhuga á að spila fyrir Red Bulls. Vistaskipti bróður hans ýta enn frekar undir orðróm að Kaka gæti haldið vestur yfir Atlantshafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×