Laxar og sjóbirtingar streyma upp úr Tungufljóti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. september 2012 09:15 Bjarnarfoss var gjöfull um helgina. Mynd / Garðar Örn Úlfarsson Holl sem lauk veiðum í Tungufljóti í Skaftárhreppi í gær landaði nítján fiskum, þar af voru sex laxar - sá stærsti 12 pund. Heildarveiðin það sem af er september í Tungufljóti er nú 25 sjóbirtingar og 8 laxar. Af þessum 33 fiskum veiddust nítján um helgina og því ljóst að veiðin er komin vel í gang. Aflinn um helgina dreifðist á nokkra staði. Mest kom úr Bjarnarfossi og Syðri-Hólma, þar sem áðurnefndur tólf punda lax veiddist. Þá veiddist í Björnshyl, Breiðufor og Búrhyl. Þriðjungur af fiskunum var veiddur á spún en tveir þriðju hlutar á flugu. Sterkust reyndist Skottan en einnig fengust fiskar á Skrögg og Rauðan Frances svo dæmi séu nefnd. Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði
Holl sem lauk veiðum í Tungufljóti í Skaftárhreppi í gær landaði nítján fiskum, þar af voru sex laxar - sá stærsti 12 pund. Heildarveiðin það sem af er september í Tungufljóti er nú 25 sjóbirtingar og 8 laxar. Af þessum 33 fiskum veiddust nítján um helgina og því ljóst að veiðin er komin vel í gang. Aflinn um helgina dreifðist á nokkra staði. Mest kom úr Bjarnarfossi og Syðri-Hólma, þar sem áðurnefndur tólf punda lax veiddist. Þá veiddist í Björnshyl, Breiðufor og Búrhyl. Þriðjungur af fiskunum var veiddur á spún en tveir þriðju hlutar á flugu. Sterkust reyndist Skottan en einnig fengust fiskar á Skrögg og Rauðan Frances svo dæmi séu nefnd.
Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði