Asískir kvenkylfingar vinna öll stórmótin Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 17. september 2012 12:30 Jiyai Shin með bikarinn. Mynd/Nordic Photos/Getty Jiyai Shin frá Suður-Kóreu sigraði með yfirburðum á opna breska meistaramótinu í golfi í kvennaflokki en mótinu lauk í gær. Shin lék lokahringinn á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari, á Royal Liverpool vellinum við erfiðar aðstæður og sigraði hún með 9 högga mun. Inbee Park frá Suður-Kóreu varð önnur og Paula Creamer frá Bandaríkjunum varð þriðja. Kylfingar frá Asíu hafa verið sigursælir á stórmótum í kvennaflokki í golfi á undanförnum mánuðum og í fyrsta sinn í sögunni hafa kylfingar frá Asíu titla að verja á öllum fjórum stórmótunum. Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu sigraði á Kraft Nabisco meistaramótinu, Shanshan Feng frá Kína sigraði á LPGA meistaramótinu. Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu lék best allra á opna bandaríska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Sigur Shin er sá stærsti á opna breska meistaramótinu frá árinu 2001 þegar mótið varð aftur hluti af risamótaröðinni í kvennaflokki. Þetta er í annað sinn sem hún fagnar þessum titli en hún sigraði árið 2008 þegar mótið fór fram á Sunningdale vellinum. Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Jiyai Shin frá Suður-Kóreu sigraði með yfirburðum á opna breska meistaramótinu í golfi í kvennaflokki en mótinu lauk í gær. Shin lék lokahringinn á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari, á Royal Liverpool vellinum við erfiðar aðstæður og sigraði hún með 9 högga mun. Inbee Park frá Suður-Kóreu varð önnur og Paula Creamer frá Bandaríkjunum varð þriðja. Kylfingar frá Asíu hafa verið sigursælir á stórmótum í kvennaflokki í golfi á undanförnum mánuðum og í fyrsta sinn í sögunni hafa kylfingar frá Asíu titla að verja á öllum fjórum stórmótunum. Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu sigraði á Kraft Nabisco meistaramótinu, Shanshan Feng frá Kína sigraði á LPGA meistaramótinu. Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu lék best allra á opna bandaríska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Sigur Shin er sá stærsti á opna breska meistaramótinu frá árinu 2001 þegar mótið varð aftur hluti af risamótaröðinni í kvennaflokki. Þetta er í annað sinn sem hún fagnar þessum titli en hún sigraði árið 2008 þegar mótið fór fram á Sunningdale vellinum.
Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira