Fótbolti

Dansa stelpurnar okkar svona eftir leikinn í Osló á miðvikudaginn?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það eru skemmtilegir karakterar í franska kvennalandsliðinu í fótbolta alveg eins og því íslenska. Íslensku stelpurnar eru komnar til Noregs þar sem þær mæta heimastúlkum á miðvikudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í Svíþjóð næsta sumar.

Frönsku landsliðsstelpurnar voru aftur á móti í miklu stuði eftir sigra á Úrúgvæ og Mexíkó í æfingaleikjum í karabíska hafinu og tvær þeirra, Laure Lepailleur og Elodie Thomis, buðu upp á sigurdans í leikslok að hætti heimamanna.

Það myndaðist í kjölfarið mikil stemmning á vellinum og fyrr en varir voru fleiri úr liðinu farnar að dansa með. Það er hægt að sjá myndband af þessu með því að smella hér fyrir ofan.

Stelpunum okkar nægir jafntefli á Ullevaal vellinum í Osló og fá vonandi tækifæri til að fagna sæti á EM í leikslok. Hvort að þær bjóði upp á svona dans eins og þær frönsku á hinsvegar eftir að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×