Hætta þurfti leik í miðri undanúrslitaviðureign David Ferrer og Novak Djokovic á Opna bandaríska meistaramótsins í tennis vegna fellibylsviðvörunar.
Fyrsta settinu var ekki lokið þegar að yfirdómarar tóku þá ákvörðun að hætta leik vegna fellibyls sem er væntanlegur í New York í kvöld.
Þetta voru betri tíðindi fyrir Djokovic sem hafði lent í tómu basli með Ferrer en Spánverjinn var með örugga forystu, 5-2, í fyrsta settinu þegar dómarar tilkynntu ákvörðun sína.
Fyrr í dag komst Andy Murray í úrslitaleikinn með sigri á Tomas Berdych. Hin undanúrslitin, sem og úrslitaleikurinn í einliðaleik kvenna, fara nú fram á morgun en úrslitaleikurinn í einliðaleik karla á mánudaginn.
Er þetta fimmta árið í röð þar sem færa þarf úrslitaleik karla til mánudags.
Leik frestað vegna fellibyls
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn




„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

