Sport

Alex Ferguson og Sean Connery komu Murray á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andy Murray tryggði sér í gær sæti í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis og fékk óvænta gesti á blaðamannafundi sínum eftir undanúrslitaviðureign sína.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, labbaði inn í salinn með Sean Connery en þeir eru báðir Skotar - rétt eins og Murray sjálfur. Judy, móðir Murray, var einnig með í för.

Það fór með vel með þeim og var mikið hlegið. Murray hafði orð á því að hann fyndi vínlykt á móður sinni sem sneri sér að Ferguson og sagði að það væri honum að kenna.

Þeir gengu svo út úr herberginu og leyfðu Murray að halda áfram að svara spurningum blaðamanna. Ferguson sagði þá: „Endilega haltu áfram í viðtölunum. Þú veist að ég tala sjálfur ekki við blaðamenn."

Murray mætir Novak Djokovic í úrslitaviðureigninni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×