Sport

Williams vann annað risamótið í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Serena fagnar sigri í kvöld.
Serena fagnar sigri í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Serena Williams, sem hefur verið óstöðvandi í allt sumar, fagnaði í kvöld sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis.

Williams vann bæði Wimbledon-mótið og gull á Ólympíuleikunum fyrr í sumar og hafði í kvöld betur gegn Victoriu Azarenku, efstu konu heimslistans.

Williams byrjaði vel og vann fyrsta settið, 6-2. Azarenka, sem er frá Hvíta-Rússlandi, náði þó að svara fyrir sig og þving fram oddalotu með 6-2 sigri í öðru setti.

Azarenka komst svo 5-4 yfir í oddasettinu og átti uppgjöf í næsta setti. En þá missti hún öll tök á leiknum, Williams jafnaði metin og kláraði viðureignina með því að vinna næstu tvær lotur á eftir. Niðurstaðan 7-5 sigur í oddasettinu og þar með mótinu sjálfu.

Þetta var fimmtándi stórmótstitill Williams og sá fjórði í New York. Azarenka hefur aðeins unnið eitt stórmót þrátt fyrir góða stöðu á heimslistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×