Andra Marteinssyni hefur verið vikið úr starfi sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR. Fótbolti.net greinir frá þessu.
Leikmönnum Breiðholtsliðsins var tilkynnt um þetta á fundi með leikmönnum í gærkvöldi. Nigel Quashie mun stýra ÍR-ingum út tímabilið auk þess að leika með liðinu.
Andri tók við ÍR fyrir þetta tímabil en hafði áður þjálfað karlalið Hauka og Víkings. ÍR situr í botnsæti 1. deildar karla með 14 stig að loknum 16 umferðum.
ÍR tekur á móti Þór í 17. umferð 1. deildar karla á Hertz-vellinum í kvöld klukkan 18.30.
