Þýski dómarinn ætlar að leggja fram kæru á hendur Luisao Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2012 21:45 Nordicphotos/Getty Dómarinn Christian Fischer segist ætla að kæra Luisao, leikmann Benfica, eftir að Brasilíumaðurinn skallaði hann í æfingaleik Benfica gegn Fortuna Dusseldorf á laugardaginn. Atvikið átti sér stað á 38. mínútu leiksins. Leikmenn Benfica áttu eitthvað vantalað við dómarann þegar Luisao kom aðvífandi. Brasilíumaðurinn virtist skalla Fischer sem féll til jarðar og missti meðvitund. Fischer kom til meðvitundar skömmu síðar en neitaði að halda leik áfram. „Ég hef upptökur af atvikinu til sönnunar. Hann getur sagt hvað sem hann vill. Það gerir yfirlýsingar hans ennþá kjánalegri því allir sáu hvað gerðist," hefur Express eftir dómaranum. „Í tuttugu ára starfstíð minni innan dómarastéttarinnar hef ég aldrei gengið í gegnum neitt þessu líkt, hvorki í minni deildunum eða í Bundesligunni," segir Fischer. Luisao segist hins vegar saklaus. „Ég óttast ekki refsingu og hef hreina samvisku," segir Luisao og knattspyrnustjóri Benfica, Jose Antonio Carraca, tekur í sama streng. „Þetta var eðlilegt samstuð og viðbrögð dómarans voru aumkunarverð. Þetta var hlægilegt." Þýska knattspyrnusambandið segir það koma í hlut portúgalska sambandsins að ákveða hvort Luisao verði refsað fyrir athæfið. Þýski boltinn Tengdar fréttir Luisao rotaði dómara í æfingarleik Brasilíski varnarmaðurinn Luisao sem spilar með Benfica var ekki ánægður með ákvörðun dómarans í æfingarleik Benfica og Fortuna Dusseldorf í dag. 12. ágúst 2012 23:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Dómarinn Christian Fischer segist ætla að kæra Luisao, leikmann Benfica, eftir að Brasilíumaðurinn skallaði hann í æfingaleik Benfica gegn Fortuna Dusseldorf á laugardaginn. Atvikið átti sér stað á 38. mínútu leiksins. Leikmenn Benfica áttu eitthvað vantalað við dómarann þegar Luisao kom aðvífandi. Brasilíumaðurinn virtist skalla Fischer sem féll til jarðar og missti meðvitund. Fischer kom til meðvitundar skömmu síðar en neitaði að halda leik áfram. „Ég hef upptökur af atvikinu til sönnunar. Hann getur sagt hvað sem hann vill. Það gerir yfirlýsingar hans ennþá kjánalegri því allir sáu hvað gerðist," hefur Express eftir dómaranum. „Í tuttugu ára starfstíð minni innan dómarastéttarinnar hef ég aldrei gengið í gegnum neitt þessu líkt, hvorki í minni deildunum eða í Bundesligunni," segir Fischer. Luisao segist hins vegar saklaus. „Ég óttast ekki refsingu og hef hreina samvisku," segir Luisao og knattspyrnustjóri Benfica, Jose Antonio Carraca, tekur í sama streng. „Þetta var eðlilegt samstuð og viðbrögð dómarans voru aumkunarverð. Þetta var hlægilegt." Þýska knattspyrnusambandið segir það koma í hlut portúgalska sambandsins að ákveða hvort Luisao verði refsað fyrir athæfið.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Luisao rotaði dómara í æfingarleik Brasilíski varnarmaðurinn Luisao sem spilar með Benfica var ekki ánægður með ákvörðun dómarans í æfingarleik Benfica og Fortuna Dusseldorf í dag. 12. ágúst 2012 23:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Luisao rotaði dómara í æfingarleik Brasilíski varnarmaðurinn Luisao sem spilar með Benfica var ekki ánægður með ákvörðun dómarans í æfingarleik Benfica og Fortuna Dusseldorf í dag. 12. ágúst 2012 23:45