Sport

Sharapova nokkuð þægilega í úrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sharapova fagnar sigrinum í dag.
Sharapova fagnar sigrinum í dag. Nordicphotos/Getty
Maria Sharapova tryggði sér í dag sæti í úrslitum einliðaleiks kvenna í tennis á Ólympíuleikunum eftir sigur á löndu sinni Mariu Kirilenko í undanúrslitum 6-2 og 6-3.

Það tók Sharapovu eina og hálfa klukkustund að leggja löndu sína að velli. Sharapova mætir sigurvegaranum úr viðureign Serenu Williams og Victoriu Azarenku í úrslitum á morgun.

Leikur þeirra stendur nú yfir og stefnir í sigur Williams sem hafði sigur í fyrsta settinu 6-1. Williams vann Wimbledon-mótið á dögunum og í góðu formi á grasvöllunum sem fyrr.

Rússar einokuðu verðlaunasætin í einliðaleik kvenna fyrir fjórum árum á leikunum í Peking. Þá vann Elena Dementieva til gullverðlauna, Dinara Safina silfur og Vera Zvonareva brons.


Tengdar fréttir

Venus úr leik en Serena áfram

Venus Williams féll í dag úr leik í 3. umferð einliðaleiks kvenna í tenniskeppni Ólympíuleikanna. Williams tapaði í tveimur settum 7-6 og 7-6 gegn Angelique Kerber frá Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×