Snjallsímar taka yfir - niðurhal eykst Magnús Halldórsson skrifar 31. júlí 2012 18:30 Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun. Farsímanotkun hefur tekið miklum breytingum á undanförnum þremur árum, samhliða gríðarlega hraðrar innreiðar svonefndra snjallsíma, sem bjóða upp á mun meiri möguleika á gagnaniðurhali og almennri netnotkun en aðrir farsímar. Samkvæmt opinberum gögnum Póst- og fjarskiptastofnunar þá hefur gagnaniðurhalið farið úr tæplega átján þúsund og sjö hundruð gígabætum árið 2009 í ríflega 90 þúsund og sjö hundruð árið 2011. Vöxturinn hefur verið mikill hjá öllum símafélögunum en samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk frá þeim í dag er niðurhalið sífellt að aukast. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir að niðurhal viðskiptavina á Norðurlöndunum í snjallsímum sé umtalsvert meira en hér á landi, eða allt að því þrefalt meira. Undirliggjandi þáttur í þessari miklu breytingu á farsímanotkun, bæði hér á landi og erlendis, er gríðarlega hröð sala á snjallsímum. Sem dæmi má nefna þá seldi hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple 72 milljónir iPhone síma á 196 dögum, á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og fyrsti fjórðungi þessa árs. Það jafngildir um 370 þúsund iPhone snjallsímum á hverjum einasta degi. Tækni Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun. Farsímanotkun hefur tekið miklum breytingum á undanförnum þremur árum, samhliða gríðarlega hraðrar innreiðar svonefndra snjallsíma, sem bjóða upp á mun meiri möguleika á gagnaniðurhali og almennri netnotkun en aðrir farsímar. Samkvæmt opinberum gögnum Póst- og fjarskiptastofnunar þá hefur gagnaniðurhalið farið úr tæplega átján þúsund og sjö hundruð gígabætum árið 2009 í ríflega 90 þúsund og sjö hundruð árið 2011. Vöxturinn hefur verið mikill hjá öllum símafélögunum en samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk frá þeim í dag er niðurhalið sífellt að aukast. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir að niðurhal viðskiptavina á Norðurlöndunum í snjallsímum sé umtalsvert meira en hér á landi, eða allt að því þrefalt meira. Undirliggjandi þáttur í þessari miklu breytingu á farsímanotkun, bæði hér á landi og erlendis, er gríðarlega hröð sala á snjallsímum. Sem dæmi má nefna þá seldi hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple 72 milljónir iPhone síma á 196 dögum, á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og fyrsti fjórðungi þessa árs. Það jafngildir um 370 þúsund iPhone snjallsímum á hverjum einasta degi.
Tækni Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira