Bilið á toppnum aðeins þrjú stig | Fallbaráttan harðnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2012 21:20 Mynd/Valli Ashley Bares skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna í 3-0 sigri á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú aðeins þremur stigum á eftir Þór/KA sem gerði jafntefli gegn Val fyrr í kvöld. Vinstri bakvörðurinn Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks í Vesturbænum og gestirnir leiddu 1-0. Bandaríska markadrottningin Ashley Bares skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik og tryggði Stjörnunni 3-0 sigur. Bares er komin með tíu mörk í deildinni líkt og liðsfélagi hennar Harpa Þorsteinsdóttir. Sandra María Jessen hjá Þór/KA er þó markahæst með tólf. Afturelding gerði góða ferð í Árbæinn og vann 2-1 sigur. Hafdís Rún Einarsdóttir kom gestunum yfir um miðjan fyrri hálfleik en Ruth Þórðardóttir jafnaði metin sex mínútum fyrir leikslok. Tveir leikmenn Fylkis fengu að líta rauða spjaldið í viðbótartíma þegar Afturelding fékk vítaspyrnu. Úr henni skoraði Vendula Strnadova og tryggði Fylki þrjú stig. Þá fann Selfoss langþráðan sigur þegar FH-ingar lágu 3-1 í Hafnarfirði. Bryndís Jóhannesdóttir kom FH yfir eftir tólf mínútna leik en sjálfsmark um miðjan hálfleikinn jafnaði leikinn. Eva Lind Elíasdóttir kom Selfossi yfir á 36. mínútu og Katrín Rúnarsdóttir innsiglaði 3-1 sigur á lokamínútunni. Afturelding og Selfoss lyftu sér upp að hlið Fylki í 7.-11. sæti deildarinnar með ellefu stig. KR er hins vegar einmana á botni deildarinnar með þrjú stig. Upplýsingar um úrslit og markaskorara frá Úrslit.net. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Shaneka hetja Eyjakvenna gegn Blikum Shaneka Gordon skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 útisigri á Breiðablik í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Sigurmarkið kom í viðbótartíma en Blikar höfðu ráðið gangi mála lengst af í leiknum. 31. júlí 2012 15:48 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 2-2 | Norðankonur stálu stigi Tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu toppliði Þór/KA 2-2 jafntefli gegn Val á Hlíðarenda. Valskonur réðu lögum og lofum á vellinum en ólíkt gestunum nýttu þær ekki færi sín. 31. júlí 2012 15:58 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Ashley Bares skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna í 3-0 sigri á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú aðeins þremur stigum á eftir Þór/KA sem gerði jafntefli gegn Val fyrr í kvöld. Vinstri bakvörðurinn Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks í Vesturbænum og gestirnir leiddu 1-0. Bandaríska markadrottningin Ashley Bares skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik og tryggði Stjörnunni 3-0 sigur. Bares er komin með tíu mörk í deildinni líkt og liðsfélagi hennar Harpa Þorsteinsdóttir. Sandra María Jessen hjá Þór/KA er þó markahæst með tólf. Afturelding gerði góða ferð í Árbæinn og vann 2-1 sigur. Hafdís Rún Einarsdóttir kom gestunum yfir um miðjan fyrri hálfleik en Ruth Þórðardóttir jafnaði metin sex mínútum fyrir leikslok. Tveir leikmenn Fylkis fengu að líta rauða spjaldið í viðbótartíma þegar Afturelding fékk vítaspyrnu. Úr henni skoraði Vendula Strnadova og tryggði Fylki þrjú stig. Þá fann Selfoss langþráðan sigur þegar FH-ingar lágu 3-1 í Hafnarfirði. Bryndís Jóhannesdóttir kom FH yfir eftir tólf mínútna leik en sjálfsmark um miðjan hálfleikinn jafnaði leikinn. Eva Lind Elíasdóttir kom Selfossi yfir á 36. mínútu og Katrín Rúnarsdóttir innsiglaði 3-1 sigur á lokamínútunni. Afturelding og Selfoss lyftu sér upp að hlið Fylki í 7.-11. sæti deildarinnar með ellefu stig. KR er hins vegar einmana á botni deildarinnar með þrjú stig. Upplýsingar um úrslit og markaskorara frá Úrslit.net.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Shaneka hetja Eyjakvenna gegn Blikum Shaneka Gordon skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 útisigri á Breiðablik í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Sigurmarkið kom í viðbótartíma en Blikar höfðu ráðið gangi mála lengst af í leiknum. 31. júlí 2012 15:48 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 2-2 | Norðankonur stálu stigi Tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu toppliði Þór/KA 2-2 jafntefli gegn Val á Hlíðarenda. Valskonur réðu lögum og lofum á vellinum en ólíkt gestunum nýttu þær ekki færi sín. 31. júlí 2012 15:58 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Shaneka hetja Eyjakvenna gegn Blikum Shaneka Gordon skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 útisigri á Breiðablik í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Sigurmarkið kom í viðbótartíma en Blikar höfðu ráðið gangi mála lengst af í leiknum. 31. júlí 2012 15:48
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 2-2 | Norðankonur stálu stigi Tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu toppliði Þór/KA 2-2 jafntefli gegn Val á Hlíðarenda. Valskonur réðu lögum og lofum á vellinum en ólíkt gestunum nýttu þær ekki færi sín. 31. júlí 2012 15:58