Sjómenn orðnir tekjuhærri stétt en forstjórar 26. júlí 2012 06:19 Sjómenn eru orðnir tekjuhæsta stétt landsins og slá þeir forstjórum við hvað launin varðar eins og sjá má í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út í dag. Í blaðinu eru birtar tekjur yfir 3 þúsund þekktra Íslendinga og tekjur stjórnenda allra helstu fyrirtækja landsins. Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins segir að blaðið var unnið á methraða og lauk prentun í nótt aðeins 20 klukkustundum eftir að álagningarskrár voru lagðar fram í gærmorgun. Sjómenn eru tekjuhæsta stéttin í blaðinu og toppa þeir forstjóra, starfsmenn fjármálafyrirtækja, næstráðendur og lækna í launum. Tekjur 200 efstu sjómanna á listanum námu 2,4 milljónum króna á mánuði á meðan 200 efstu forstjórarnir voru með meðaltekjur upp á 2,2 milljónir kr. á mánuði og höfðu forstjórarnir þó hækkað um 200 þúsund kr. á mánuði frá því síðast. Næstráðendur og millistjórnendur hafa hækkað verulega í tekjum eða um 300 þúsund krónur á mánuði. Nema tekjur 200 efstu næstráðenda núna um 2 milljónum kr. á mánuði og hafa þeir saxað verulega á forstjórana. Tekjur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra námu 1.241 þúsund kr. á mánuði í fyrra og hafa þau hækkað um 165 þúsund kr. á mánuði á tveimur árum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var með 1.613 þúsund kr. á mánuði og hafði hækkað um 51 þúsund kr. á mánuði. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er tekjuhæstur fjölmiðlamanna með rúmar 2 milljónir kr. á mánuði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er tekjuhæstur forstjóra með 10,2 milljónir kr. á mánuði. Finnur Árnason, forstjóri Haga er með 6,2 milljónir kr. á mánuði og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er með tæplega 5,9 milljónir kr. á mánuði. Jakob Már Ásmundsson, framkvæmdastjóri hjá Straumi banka, er líkt og í fyrra efstur á meðal starfsmanna fjármálafyrirtækja. Núna með um 7,7 milljónir króna á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta er tuttugasta og fjórða árið í röð sem Frjáls verslun fjallar um tekjur einstaklinga út frá framlögðum álagningarskrám. Skattar Tekjur Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Sjómenn eru orðnir tekjuhæsta stétt landsins og slá þeir forstjórum við hvað launin varðar eins og sjá má í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út í dag. Í blaðinu eru birtar tekjur yfir 3 þúsund þekktra Íslendinga og tekjur stjórnenda allra helstu fyrirtækja landsins. Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins segir að blaðið var unnið á methraða og lauk prentun í nótt aðeins 20 klukkustundum eftir að álagningarskrár voru lagðar fram í gærmorgun. Sjómenn eru tekjuhæsta stéttin í blaðinu og toppa þeir forstjóra, starfsmenn fjármálafyrirtækja, næstráðendur og lækna í launum. Tekjur 200 efstu sjómanna á listanum námu 2,4 milljónum króna á mánuði á meðan 200 efstu forstjórarnir voru með meðaltekjur upp á 2,2 milljónir kr. á mánuði og höfðu forstjórarnir þó hækkað um 200 þúsund kr. á mánuði frá því síðast. Næstráðendur og millistjórnendur hafa hækkað verulega í tekjum eða um 300 þúsund krónur á mánuði. Nema tekjur 200 efstu næstráðenda núna um 2 milljónum kr. á mánuði og hafa þeir saxað verulega á forstjórana. Tekjur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra námu 1.241 þúsund kr. á mánuði í fyrra og hafa þau hækkað um 165 þúsund kr. á mánuði á tveimur árum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var með 1.613 þúsund kr. á mánuði og hafði hækkað um 51 þúsund kr. á mánuði. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er tekjuhæstur fjölmiðlamanna með rúmar 2 milljónir kr. á mánuði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er tekjuhæstur forstjóra með 10,2 milljónir kr. á mánuði. Finnur Árnason, forstjóri Haga er með 6,2 milljónir kr. á mánuði og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er með tæplega 5,9 milljónir kr. á mánuði. Jakob Már Ásmundsson, framkvæmdastjóri hjá Straumi banka, er líkt og í fyrra efstur á meðal starfsmanna fjármálafyrirtækja. Núna með um 7,7 milljónir króna á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta er tuttugasta og fjórða árið í röð sem Frjáls verslun fjallar um tekjur einstaklinga út frá framlögðum álagningarskrám.
Skattar Tekjur Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira