Ágætis gangur í Straumunum 13. júlí 2012 08:15 Glatt á hjalla hjá ungum veiðimönnum í Straumunum. Mynd / Garðar Straumarnir, ármót Norðurár og Hvítár í Borgarfirði, hafa gefið yfir 140 laxa í sumar að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem kveður mikinn lax á svæðinu. "Vatn fer nú mjög þverrandi í Borgarfjarðaránum og því eykst hlutur vatnamótanna í laxafjölda. Sömu sögur berast úr Brennu sem er ármót Þverár og Hvítár, en þar hefur einnig verið afbragðsveiði," segir á svfr.is. Fram kemur í frétt Stangaveiðifélagsins að farið sé að bera á vænum sjóbirtingi í aflanum ío Straumum enda fari göngutími hans nú í hönd. Búast megi við að sá fiskur leiti síðan upp í Flóðatanga í neðri hluta Norðurár. Það er Stangaveiðifélagið sem selur veiðileyfi í Straumana. Þar er veitt á tvær stangir. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Fer yfir 800 laxa í dag Veiði
Straumarnir, ármót Norðurár og Hvítár í Borgarfirði, hafa gefið yfir 140 laxa í sumar að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem kveður mikinn lax á svæðinu. "Vatn fer nú mjög þverrandi í Borgarfjarðaránum og því eykst hlutur vatnamótanna í laxafjölda. Sömu sögur berast úr Brennu sem er ármót Þverár og Hvítár, en þar hefur einnig verið afbragðsveiði," segir á svfr.is. Fram kemur í frétt Stangaveiðifélagsins að farið sé að bera á vænum sjóbirtingi í aflanum ío Straumum enda fari göngutími hans nú í hönd. Búast megi við að sá fiskur leiti síðan upp í Flóðatanga í neðri hluta Norðurár. Það er Stangaveiðifélagið sem selur veiðileyfi í Straumana. Þar er veitt á tvær stangir.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Fer yfir 800 laxa í dag Veiði