"KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning" Hjörtur Hjartarson skrifar 19. júlí 2012 14:38 Halldór Sigurðsson, þjálfari Tindastóls. Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. Þetta kom fram í máli Halldórs Sigurðssonar, þjálfara Tindastóls í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun. KSÍ taldi að með þessum hætti gæti Tindastóll komist hjá því að greiða fyrrum félögum leikmannana uppeldisbætur. En þetta þýðir einnig að þeir félagar voru ekki samningsbundnir Tindastóli og geta því skipt yfir í annað lið án þess að Tindastóll hafi nokkuð um það að segja. "Upprunalega hafði framkvæmdastjórinn hjá okkur samband við KSÍ og þar var honum ráðlagt að gera ekki KSÍ samning við erlendu leikmennina okkar. Við erum auðvitað bara lítið og óreynt lið í þessum bransa og áttuðum okkur kannski ekki á þessu. Við treystum auðvitað ráðleggingum KSÍ en reynsluleysi okkar í þessum efnum hafði líka sitt að segja. En svona er þetta bara, fólk gerir mistök", sagði Halldór. Hafþór Hafliðason hjá umboðsskrifstofunni Sportic, hefur staðið fyrir milligöngu fjölmargar breskra leikmanna til íslenskra liða án nokkurra vandkvæða. "Ég hef engin dæmi um það að erlend lið sækist eftir uppeldisbótum frá íslenskum liðum. Ef menn eru í einhverjum vafa um að slíkt sé í uppsiglingu er það leyst á mjög einfaldan máta. Við óskum bara eftir staðfestingu frá viðkomandi félagi þar sem fram kemur að það ætli ekki að fara fram á uppeldisbætur. Þær beiðnir sem við höfum sent frá okkur hefur öllum verið svarað á jákvæðan hátt, án undantekninga", sagði Hafþór. "Svo má einnig benda á að uppeldisbótakerfið er sett á laggirnar til að vernda minni félög frá því að missa unga og efnilega leikmenn til stærri liða án þess að nokkur greiðsla eigi sér stað. Það kæmi mér í opna skjöldu ef atvinnumannalið á Englandi færi að nota þetta kerfi til að sækja pening til félaga eins og Tindastóls", sagði Hafþór. Brotthvarf þeirra Everson og Furness frá Tindastóli eru liðinu mikil blóðtaka en þeir félagar hafa báðir staðið vel með félaginu í 1.deildinni í sumar. Til að mynda hafa þeir félagar samtals skorað 13 af 22 mörkum félagsins í sumar. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. Þetta kom fram í máli Halldórs Sigurðssonar, þjálfara Tindastóls í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun. KSÍ taldi að með þessum hætti gæti Tindastóll komist hjá því að greiða fyrrum félögum leikmannana uppeldisbætur. En þetta þýðir einnig að þeir félagar voru ekki samningsbundnir Tindastóli og geta því skipt yfir í annað lið án þess að Tindastóll hafi nokkuð um það að segja. "Upprunalega hafði framkvæmdastjórinn hjá okkur samband við KSÍ og þar var honum ráðlagt að gera ekki KSÍ samning við erlendu leikmennina okkar. Við erum auðvitað bara lítið og óreynt lið í þessum bransa og áttuðum okkur kannski ekki á þessu. Við treystum auðvitað ráðleggingum KSÍ en reynsluleysi okkar í þessum efnum hafði líka sitt að segja. En svona er þetta bara, fólk gerir mistök", sagði Halldór. Hafþór Hafliðason hjá umboðsskrifstofunni Sportic, hefur staðið fyrir milligöngu fjölmargar breskra leikmanna til íslenskra liða án nokkurra vandkvæða. "Ég hef engin dæmi um það að erlend lið sækist eftir uppeldisbótum frá íslenskum liðum. Ef menn eru í einhverjum vafa um að slíkt sé í uppsiglingu er það leyst á mjög einfaldan máta. Við óskum bara eftir staðfestingu frá viðkomandi félagi þar sem fram kemur að það ætli ekki að fara fram á uppeldisbætur. Þær beiðnir sem við höfum sent frá okkur hefur öllum verið svarað á jákvæðan hátt, án undantekninga", sagði Hafþór. "Svo má einnig benda á að uppeldisbótakerfið er sett á laggirnar til að vernda minni félög frá því að missa unga og efnilega leikmenn til stærri liða án þess að nokkur greiðsla eigi sér stað. Það kæmi mér í opna skjöldu ef atvinnumannalið á Englandi færi að nota þetta kerfi til að sækja pening til félaga eins og Tindastóls", sagði Hafþór. Brotthvarf þeirra Everson og Furness frá Tindastóli eru liðinu mikil blóðtaka en þeir félagar hafa báðir staðið vel með félaginu í 1.deildinni í sumar. Til að mynda hafa þeir félagar samtals skorað 13 af 22 mörkum félagsins í sumar.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira