Sport

Djokovic áfram en leik frestað hjá Murray

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dregið var yfir vellina á Wimbledon-svæðinu í gær vegna rigningar.
Dregið var yfir vellina á Wimbledon-svæðinu í gær vegna rigningar. Nordic Photos / Getty Images
Ekki náðist að klára tvær viðureignir á Wimbledon-mótinu í tennis í gær vegna veðurs. Ríkjandi meistari, Novak Djokovic, komst þó auðveldlega áfram.

Djokovic hafði betur gegn Viktor Troicki frá Tékklandi og þurfti að hafa lítið fyrir sigrinum. Leikar fóru 6-3, 6-1 og 6-3 og komst Djokovic þar með áfram í fjórðungsúrslitin

Djokovic mætir annað hvort Richard Gasquet frá Frakklandi eða Þjóðverjanum Florian Mayer í næstu umferð en leik þeirra var hætt í gær vegna rigningar. Mayer hafði þá forystu, 6-3 og 2-1.

Heimamaðurinn Andy Murray þurfti einnig að hætta leik í gær en hann var þá með forystu gegn Króatanum Marin Cilic, 7-5 og 3-1.

Murray má vera óánægður með þetta þar sem að bæði Djokovic og Roger Federer, einu keppendur mótsins, kláruðu sínar viðureignir í gær og fá því að hvíla sig í dag.

Allar viðureignirnar í fjórðungsúrslitum einliðaleiks kvenna eiga að fara fram í dag. Þær eru eftirfarandi:

Agnieszka Radwanska, Póllandi - Maria Kirilenko, Rússlandi

Tamira Paszek, Austurríki - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi

Serena Williams, Bandaríkjunum - Petra Kvitova, Tékklandi

Sabine Lisicki, Þýskalandi - Angelique Kerber, Þýskalandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×