Sport

Serena sló út ríkjandi meistara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Serena Williams fagnar sigri í dag.
Serena Williams fagnar sigri í dag. Nordic Photos / Getty Images
Serena Williams varð fyrsti keppandinn í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Williams hafði betur gegn Petru Kvitovu frá Tékklandi í fjórðungsúrslitum í dag, 6-3 og 7-5. Hún mun mæta annað hvort Tamiru Pazek eða Victoriu Azarenku í undanúrslitum.

Kvitova er ríkjandi meistari á Wimbledon-mótinu en Serena stefnir nú að því að vinna titilinn í fimta sinn á ferlinum. Williams á glæsilegan feril að baki og hefur unnið þrettán stórmótstitla frá árinu 1999.

Leikurinn fór fram á aðalvellinum í Wimbledon sem er sá eini sem er með yfirbyggðu þaki. Ekki var hægt að spila á öðrum völlum vegna rigningar nú síðdegis og er því öðrum leikjum í fjórðungsúrslitum ekki lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×