Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 Kristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli skrifar 3. júlí 2012 16:37 Mynd/Ernir Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann Val 1-0 í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þetta er þriðja deildartap Valsliðsins í sumar. Blikakonur eru eftir sigurinn tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en Valskonur eru aftur á móti sex stigum frá toppsætinu. Blikakonur voru að vinna sinn fyrsta sigur á Val frá árinu 2009 en Valskonur höfðu unnið sjö síðustu deildar- og bikarleiki liðanna. Fyrir leikinn voru liðin hlið við hlið í Pepsi deildinni, Breiðablik í því 4. með 14 stig á meðan Valsliðið var sætinu neðar með 13 stig. Blikar ætluðu sér greinilega ekki að vera skildnar út undan í baráttunni á toppnum og komu afar grimmar til leiks. Þær skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 6. mínútur þegar Rakel Hönnudóttir var mætt á fjærstöng og potaði inn fyrirgjöf Þórdísar Hrannar. Þær fengu nokkur góð færi á næstu mínútum en Valsliðið vann sig sífellt meira inn í leikinn þrátt fyrir að skapa sér ekki færi. Staðan var því 1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og var fátt um færi. Fyrir utan stangarskot hjá hvoru liði gerðist fátt markvert í seinni hálfleik og sigldu Blikar sigrinum þægilega heim. Rakel: Þurftum sigur í kvöldMynd/Ernir„Þetta er mjög mikilvægur sigur, við ræddum það fyrir leik að ef við ætluðum okkur að vera í toppbaráttu þá þurftum við að sigra í kvöld," sagði markaskorarinn Rakel Hönnudóttir eftir leikinn í kvöld. „Við erum að reyna að komast í toppbaráttuna og Valur líka þannig þetta gæti reynst báðum liðum dýrt." „Við byrjuðum leikinn á háu tempói, við höfum verið að gera það og það gengur vel. Það er eitthvað sem við leggjum upp með og reynum að að halda áfram." „Við vitum að ef við vinnum okkar leiki þá munu markmiðin okkar ganga upp, stefnan er auðvitað tekin á toppinn," sagði Rakel. Rakel: Á eflaust eftir að reynast okkur dýrtMynd/Ernir„Þetta á eflaust eftir að reynast okkur dýrkeypt að missa þær svona fram úr okkur í deildinni," sagði Rakel Logadóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Núna þurfum við bara að kanna hvað það fór úrskeiðis hjá okkur, reyna að laga það og bæta okkur fyrir næstu leiki." „Við byrjuðum ágætlega en þegar við missum Hildi útaf ruglast skipulagið og þær keyrðu á okkur. Eftir að við náðum að skipuleggja okkur og gáfum fá færi á okkur en náðum ekki að vera nógu beinskeyttar í sókninni." „Stefnan er bara að tína stig hér og þar, safna stigum eins mikið og mögulegt er og sjá hvert það skilar okkur," sagði Rakel. Fanndís: Kominn tími á titilMynd/Ernir„Þetta var okkar móment, í kvöld var spurning hvort við ætlum að vera í toppbaráttu eða í miðjumoði og var þetta því gríðarlega mikilvægur sigur," sagði Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega upp á hvort við ætluðum að vera með eða ekki og við ætlum okkur fulla þátttöku." „Við breyttum í fjögurra manna vörn í seinni hálfleik og duttum full aftarlega og gáfum færi á okkur. Við hættum samt aldrei að berjast og gáfum fá færi á okkur og uppskárum þrjú góð stig." „Það er búinn að vera þurrkur á Íslandsmeistaratitlum hjá okkur síðastliðin ár og það er kominn tími til að snúa því við," Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann Val 1-0 í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þetta er þriðja deildartap Valsliðsins í sumar. Blikakonur eru eftir sigurinn tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en Valskonur eru aftur á móti sex stigum frá toppsætinu. Blikakonur voru að vinna sinn fyrsta sigur á Val frá árinu 2009 en Valskonur höfðu unnið sjö síðustu deildar- og bikarleiki liðanna. Fyrir leikinn voru liðin hlið við hlið í Pepsi deildinni, Breiðablik í því 4. með 14 stig á meðan Valsliðið var sætinu neðar með 13 stig. Blikar ætluðu sér greinilega ekki að vera skildnar út undan í baráttunni á toppnum og komu afar grimmar til leiks. Þær skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 6. mínútur þegar Rakel Hönnudóttir var mætt á fjærstöng og potaði inn fyrirgjöf Þórdísar Hrannar. Þær fengu nokkur góð færi á næstu mínútum en Valsliðið vann sig sífellt meira inn í leikinn þrátt fyrir að skapa sér ekki færi. Staðan var því 1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og var fátt um færi. Fyrir utan stangarskot hjá hvoru liði gerðist fátt markvert í seinni hálfleik og sigldu Blikar sigrinum þægilega heim. Rakel: Þurftum sigur í kvöldMynd/Ernir„Þetta er mjög mikilvægur sigur, við ræddum það fyrir leik að ef við ætluðum okkur að vera í toppbaráttu þá þurftum við að sigra í kvöld," sagði markaskorarinn Rakel Hönnudóttir eftir leikinn í kvöld. „Við erum að reyna að komast í toppbaráttuna og Valur líka þannig þetta gæti reynst báðum liðum dýrt." „Við byrjuðum leikinn á háu tempói, við höfum verið að gera það og það gengur vel. Það er eitthvað sem við leggjum upp með og reynum að að halda áfram." „Við vitum að ef við vinnum okkar leiki þá munu markmiðin okkar ganga upp, stefnan er auðvitað tekin á toppinn," sagði Rakel. Rakel: Á eflaust eftir að reynast okkur dýrtMynd/Ernir„Þetta á eflaust eftir að reynast okkur dýrkeypt að missa þær svona fram úr okkur í deildinni," sagði Rakel Logadóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Núna þurfum við bara að kanna hvað það fór úrskeiðis hjá okkur, reyna að laga það og bæta okkur fyrir næstu leiki." „Við byrjuðum ágætlega en þegar við missum Hildi útaf ruglast skipulagið og þær keyrðu á okkur. Eftir að við náðum að skipuleggja okkur og gáfum fá færi á okkur en náðum ekki að vera nógu beinskeyttar í sókninni." „Stefnan er bara að tína stig hér og þar, safna stigum eins mikið og mögulegt er og sjá hvert það skilar okkur," sagði Rakel. Fanndís: Kominn tími á titilMynd/Ernir„Þetta var okkar móment, í kvöld var spurning hvort við ætlum að vera í toppbaráttu eða í miðjumoði og var þetta því gríðarlega mikilvægur sigur," sagði Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega upp á hvort við ætluðum að vera með eða ekki og við ætlum okkur fulla þátttöku." „Við breyttum í fjögurra manna vörn í seinni hálfleik og duttum full aftarlega og gáfum færi á okkur. Við hættum samt aldrei að berjast og gáfum fá færi á okkur og uppskárum þrjú góð stig." „Það er búinn að vera þurrkur á Íslandsmeistaratitlum hjá okkur síðastliðin ár og það er kominn tími til að snúa því við,"
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira