Þjálfari KA fór ekki eftir fyrirmælum dómara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júlí 2012 09:00 Nordic Photos / Getty Images Sævar Pétursson, sem dæmdur var í mánaðarlangt bann af KSÍ í vikunni, fór ekki eftir fyrirmælum dómara þegar honum var vikið af velli. Sævar er þjálfari 4. flokks KA og var að stýra B-liði sínu í leik gegn Breiðabliki þann 27. júní síðastliðin þegar málið kom upp. Hann mótmælti marki sem Breiðablik skoraði og fékk fyrir það rautt spjald. Fram kemur í yfirlýsingu sem þjálfarar KA sendu frá sér að Sævar hafi komið sér fyrir á meðal áhorfenda en að dómari leiksins hafi beðið hann um að yfirgefa það svæði einnig. Því hafi Sævar neitað og því hafi leikurinn verið flautaður af. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Vegna umfjöllunar sem hefur átt sér stað vegna leiks Breiðabliks og KA í 4 fl.kk þann 27.6 síðastliðinn þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Er leikmaður KA Kristján Karl Randversson fékk beint rautt spjald á 25 mín leiksins þá mótmæltu foreldrar og þjálfari KA eins og gengur og gerist enda ekki á hverjum degi sem leikmaður í yngri flokkum á Íslandi fær beint rautt spjald. Í upphafi seinni hálfleiks þá skorar Breiðablik eftir umdeilt atvik og aftur eiga sér stað mótmæli. Að þeim loknum tjáir dómari leiksins Sævari Péturssyni að hann fái rautt spjald og þurfi að yfirgefa völlinn. Sævar kemur sér fyrir þar sem foreldrar KA-drengjanna standa og hyggst horfa á leikinn þaðan en dómari leiksins krefst þess að Sævar yfirgefi það svæði. Sævar hins vegar neitar því, enda á sama stað og aðrir áhorfendur leiksins. Í framhaldi af þvi flautar dómari leiksins leikinn af. Allt tal um eitthvað ofbeldi eða ofsafengin viðbrögð, dónaskap eða þaðan af verra að leik loknum vísum við til föðurhúsanna enda búnir að vera í fótboltanum í fjölda ára og oft orðið vitni að mun verri framkomu bæði þjálfara og foreldra. Hörmum við þessa niðurstöðu en hún verður samt ekki til að skyggja á samstarf Breiðabliks og KA sem hefur verið til fyrirmyndar. Steingrímur Eiðsson Þjálfari KA Sævar Pétursson Þjálfari KA" Íslenski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Sævar Pétursson, sem dæmdur var í mánaðarlangt bann af KSÍ í vikunni, fór ekki eftir fyrirmælum dómara þegar honum var vikið af velli. Sævar er þjálfari 4. flokks KA og var að stýra B-liði sínu í leik gegn Breiðabliki þann 27. júní síðastliðin þegar málið kom upp. Hann mótmælti marki sem Breiðablik skoraði og fékk fyrir það rautt spjald. Fram kemur í yfirlýsingu sem þjálfarar KA sendu frá sér að Sævar hafi komið sér fyrir á meðal áhorfenda en að dómari leiksins hafi beðið hann um að yfirgefa það svæði einnig. Því hafi Sævar neitað og því hafi leikurinn verið flautaður af. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Vegna umfjöllunar sem hefur átt sér stað vegna leiks Breiðabliks og KA í 4 fl.kk þann 27.6 síðastliðinn þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Er leikmaður KA Kristján Karl Randversson fékk beint rautt spjald á 25 mín leiksins þá mótmæltu foreldrar og þjálfari KA eins og gengur og gerist enda ekki á hverjum degi sem leikmaður í yngri flokkum á Íslandi fær beint rautt spjald. Í upphafi seinni hálfleiks þá skorar Breiðablik eftir umdeilt atvik og aftur eiga sér stað mótmæli. Að þeim loknum tjáir dómari leiksins Sævari Péturssyni að hann fái rautt spjald og þurfi að yfirgefa völlinn. Sævar kemur sér fyrir þar sem foreldrar KA-drengjanna standa og hyggst horfa á leikinn þaðan en dómari leiksins krefst þess að Sævar yfirgefi það svæði. Sævar hins vegar neitar því, enda á sama stað og aðrir áhorfendur leiksins. Í framhaldi af þvi flautar dómari leiksins leikinn af. Allt tal um eitthvað ofbeldi eða ofsafengin viðbrögð, dónaskap eða þaðan af verra að leik loknum vísum við til föðurhúsanna enda búnir að vera í fótboltanum í fjölda ára og oft orðið vitni að mun verri framkomu bæði þjálfara og foreldra. Hörmum við þessa niðurstöðu en hún verður samt ekki til að skyggja á samstarf Breiðabliks og KA sem hefur verið til fyrirmyndar. Steingrímur Eiðsson Þjálfari KA Sævar Pétursson Þjálfari KA"
Íslenski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira