Moody's segir horfurnar neikvæðar fyrir Barclays Magnús Halldórsson skrifar 5. júlí 2012 11:20 Bob Diamond. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's breytti horfum í mati sínu á stöðu Barclays bankans í neikvæðar vegna áhrifa vaxtasvindlsins bankans á starfsemi hans. Bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt, jafnvirði um 57 milljarða króna, vegna lögbrota sem framin voru í október 2008 þegar starfsmenn Barclays fölsuðu vaxtaálag á skuldir bankans með markaðsmisnotkun. Bob Diamond, sem sagði upp störfum sem forstjóri bankans, kom fyrir þingnefnd í Bretlandi í gær og tjáði sig um málið eins og það horfði við honum. Hann sagði m.a. að hann hefði orðið reiður, sorgmæddur og vonsvikinn þegar hann las tölvupósta miðlara bankans sem sögðust ætla að skála í kampavíni ef aðgerðir þeirra, sem voru ólöglegar, myndu hafa þau áhrif að þeir fengju hærri bónusgreiðslur. Diamond sagði enn fremur að ekkert afsakaði lögbrot starfsmanna bankans, og það væri hans skoðun að það ætti að lögsækja þá sem stóðu með vítaverðum hætti að málum. Hann sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um hvernig í málinu hefði legið fyrr en breska fjármálaeftirlitið kynnti honum niðurstöður rannsóknar sinnar í síðasta mánuði. Hann fór síðan ítarlega í gegnum atburðarásina haustið 2008, m.a. þegar Paul Tucker, einn framkvæmdastjóra Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, ræddi við Diamond um það að hann væri undir þrýstingi frá háttsettum mönnum í ríkisstjórn Gordons Browns um að vaxtaálag á breska banka, þar á meðal Barclays, myndi lækka. Diamond sagðist hafa komið þessum upplýsingum til yfirmanns miðlara bankans, sem hafi litið svo á að þeir ættu að grípa til aðgerða til þess að lækka álagið, enda hafi þröng staða á fjármálamörkuðum á þessum tíma ógnar fjármálakerfi landsins. Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's breytti horfum í mati sínu á stöðu Barclays bankans í neikvæðar vegna áhrifa vaxtasvindlsins bankans á starfsemi hans. Bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt, jafnvirði um 57 milljarða króna, vegna lögbrota sem framin voru í október 2008 þegar starfsmenn Barclays fölsuðu vaxtaálag á skuldir bankans með markaðsmisnotkun. Bob Diamond, sem sagði upp störfum sem forstjóri bankans, kom fyrir þingnefnd í Bretlandi í gær og tjáði sig um málið eins og það horfði við honum. Hann sagði m.a. að hann hefði orðið reiður, sorgmæddur og vonsvikinn þegar hann las tölvupósta miðlara bankans sem sögðust ætla að skála í kampavíni ef aðgerðir þeirra, sem voru ólöglegar, myndu hafa þau áhrif að þeir fengju hærri bónusgreiðslur. Diamond sagði enn fremur að ekkert afsakaði lögbrot starfsmanna bankans, og það væri hans skoðun að það ætti að lögsækja þá sem stóðu með vítaverðum hætti að málum. Hann sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um hvernig í málinu hefði legið fyrr en breska fjármálaeftirlitið kynnti honum niðurstöður rannsóknar sinnar í síðasta mánuði. Hann fór síðan ítarlega í gegnum atburðarásina haustið 2008, m.a. þegar Paul Tucker, einn framkvæmdastjóra Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, ræddi við Diamond um það að hann væri undir þrýstingi frá háttsettum mönnum í ríkisstjórn Gordons Browns um að vaxtaálag á breska banka, þar á meðal Barclays, myndi lækka. Diamond sagðist hafa komið þessum upplýsingum til yfirmanns miðlara bankans, sem hafi litið svo á að þeir ættu að grípa til aðgerða til þess að lækka álagið, enda hafi þröng staða á fjármálamörkuðum á þessum tíma ógnar fjármálakerfi landsins.
Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira