Fyrsta laxinn á land í Hrútafjarðará Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. júlí 2012 12:09 Sterka sól kom ekki í veg fyrir að Svavar Hávarðsson veiddi lax í Hrútu í morgun. Svavar Hávarðsson veiddi í morgun fyrsta laxinn í Hrútafjarðará þetta árið. Svavar missti síðan annan lax. Aðstæður í ánni eru erfiðar. "Swabsterinn að gera hið ómögulega. Fyrsti laxinn úr Hrútu í ár við afleitar aðstæður. Sólarglenna úr heiðum himni og sögulegt vatnsleysi. Og missti annan!!" skrifar Björgólfur, bróðir Svavars, á Facebook. Svavar, sem er blaðamaður Veiðivísis og Fréttablaðsins, veiddi laxinn klukkan tíu í morgun í Hólmahyl. Fiskurinn var sex pund. Ein þriggja punda bleikja veiddist Hrútafjarðará í gær og bættist í hóp fjögurra silunga sem komið hafa á land frá því áin var opnuð 1. júlí. Að sögn Svavars segjast kunnugir við Hrútafjarðará aldrei hafa séð svo lítið vatn ánni eins og nú er. Meira síðar.Uppfært 7.júlí: Nú hefur komið í ljós að fyrsti laxinn í Hrútafjarðará veiddist þann 2. júlí. Það gleymdist hins vegar að skrá hann í veiðibók. Lesa má meira hér. Stangveiði Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Fínasti veiðiklúbburinn fékk fáa í Aðaldal Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði
Svavar Hávarðsson veiddi í morgun fyrsta laxinn í Hrútafjarðará þetta árið. Svavar missti síðan annan lax. Aðstæður í ánni eru erfiðar. "Swabsterinn að gera hið ómögulega. Fyrsti laxinn úr Hrútu í ár við afleitar aðstæður. Sólarglenna úr heiðum himni og sögulegt vatnsleysi. Og missti annan!!" skrifar Björgólfur, bróðir Svavars, á Facebook. Svavar, sem er blaðamaður Veiðivísis og Fréttablaðsins, veiddi laxinn klukkan tíu í morgun í Hólmahyl. Fiskurinn var sex pund. Ein þriggja punda bleikja veiddist Hrútafjarðará í gær og bættist í hóp fjögurra silunga sem komið hafa á land frá því áin var opnuð 1. júlí. Að sögn Svavars segjast kunnugir við Hrútafjarðará aldrei hafa séð svo lítið vatn ánni eins og nú er. Meira síðar.Uppfært 7.júlí: Nú hefur komið í ljós að fyrsti laxinn í Hrútafjarðará veiddist þann 2. júlí. Það gleymdist hins vegar að skrá hann í veiðibók. Lesa má meira hér.
Stangveiði Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Fínasti veiðiklúbburinn fékk fáa í Aðaldal Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði