Tekið var við reiðhjólunum á endurvinnslustöðum Gámaþjónustunnar og Hringrásar um land allt og hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu.
Hjólasöfnunin er hluti af átaksverkefni í tengslum við áheitasöfnun WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni en hún er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi.

Upphaflega áttu verðlaunin að vera fjórir flugmiðar en þar sem fjölskyldumeðlimir Sigrúnar Elísu eru fimm var ákveðið að bæta einum miða við.
Þrettán hjólalið taka þátt í WOW Cyclothon en þau hjól 1.332 kílómetra. Seinnipartinn í dag voru fremstu lið að nálgast Egilsstaði en talið er að þau muni skila sér til Reykjavíkur annað kvöld.
Öll áheit á liðin renna óskipt til áheitaverkefnis Barnaheilla — Save the Children á Íslandi „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði barna." Hægt er að heita á liðin hér.