
Stuðningsgrein: Hógvær leiðtogi allrar þjóðarinnar
Það er liðin tíð að við viljum berja okkur á brjóst og tiltaka 10 atriði sem gera okkur betri en aðrar þjóðir. Við erum hvorki betri né verri en aðrar þjóðir en þörfnumst hvers annars til að skapa mannvænlegt og gott samfélag á Íslandi. Til þess að leiða okkur á þeirri braut þörfnumst við forseta sem sameinar okkur, er forseti allra landsmanna og gengur með okkur til nýrra tíma og nýrra verkefna. Ég treysti Þóru Arnórsdóttur til þeirra verka.
Þóra hefur líka það til að bera að vera góð fyrirmynd kvenna og talsmaður jafnréttis. Hún er ekki hrædd við að vinna mikið þó að hún hafi ásamt manni sínum fyrir börnum að sjá. Að vinna mikið á hún sameiginlegt með flestum íslenskum nútímakonum. Reyndar hafa íslenskar konur alla tíð unnið mikið, þó það hafi ekki alltaf verið utan heimilis. Ýmsir hafa bent á það sem galla að hún sé nýbúin að eiga barn og mælast til að hún að hugsi eingöngu um barnið og láti þjóðfélagsmál eiga sig.
Þetta er ný útgáfa af því sem heyrðist hér á árum áður að konur ættu að vera heima að hugsa um börn. Börn þurfa á báðum foreldrum að halda og fæðingarorlof er ætlað báðum foreldrum og á Íslandi eru karlar duglegir að nýta fæðingarorlof. Það er sannarlega mikilvægt að hafa langt fæðingarorlof eins og við búum við hér á Íslandi og það er til fyrirmyndar að foreldarar geti til jafns hugsað um börnin sín. Við skulum hins vegar minnast þess að það að vera nýbúin að eiga barn er ekki sjúkdómur og í flestum vestrænum ríkjum eru konur farnar að vinna eftir fárra vikna fæðingarorlof. Þóra svarar kalli um að bjóða sig fram til forseta þó stutt sé síðan hún eignaðist barn. Það er merki um hversu mikinn styrk hún hefur. Ég sé í Þóru leiðtoga sem mun sameina Íslendinga og leiða okkur til nýrra tíma af hógværð og festu, hún á mitt atkvæði því öruggt.
Skoðun

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar