Stuðningsgrein: Frá fortíð til framtíðar Guðný Gústafsdóttir skrifar 25. júní 2012 21:00 Fyrir rúmlega þremur áratugum urðu skil í Íslandssögunni þegar Vigdís Finnbogadóttir gaf kost á sér til forseta. Í kosningabaráttunni áttu sér stað átök sem fólust í því að sögulegar hefðir tókust á við nýjungar. Aldrei fyrr hafði kona boðið sig fram til forseta á Íslandi. Háværar raddir þeirra sem töluðu gegn kosningu Vigdísar tíunduðu óspart sögulegt fordæmisleysi framboðsins. Þá þótti það heldur ekki sæma að einstæð móðir sæti á Bessastöðum. Fjölmiðlar kepptust við að spyrja forsetaefnið út í það hvernig í ósköpunum hún ætlaði að halda veislur og bjóða höfðingjum heim, einsömul manneskjan. Þá þótti hún ekki nógu frambærileg. Hún færi vel í sjónvarpi að kenna frönsku en lengra út í almannarýmið átti ekki að hleypa henni. Þau sem tóku þátt í meginstraums-orðræðunni í þá tíð, sem beindist gegn kosningu Vigdísar Finnbogadóttur, tóku þátt í að ríghalda í fortíðina, viðhalda úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna og sporna gegn framþróun. Þann 29. júní 1980 báru hinsvegar þau sigur úr býtum sem kusu ný sjónarmið, ný viðhorf og nýja ímynd til handa Íslandi. Í kosningabaráttunni í dag kveður við gamalkunna tóna. Í dag snýst baráttan aftur um gömul gildi og ný, fortíð og framtíð. Aftur þenur stór hluti þjóðarinnar raddböndin á móti breytingum. Í dag á konan í fararbroddi mann. Hún á bara ekki „réttan“ mann; hann á fortíð og er ekki heilagur. Aftur setur fólk spurningamerki við færni konunnar. Aftur telst hún fara vel í sjónvarpi að stýra spurningakeppni en það þykir ekki víst að henni farnist sem bústýra á Bessastöðum. Hún ætti að einbeita sér að eigin búi og börnum segja þau sem hunsa sameiginlega umsjá foreldra með börnum sínum og tala gegn raunverulegu jafnrétti kynjanna. Enn og aftur skal konunni ekki treyst fyrir æðsta embætti þjóðarinnar úti í hinu alþjóðlega rými. Með fullri virðingu fyrir öllum frambjóðendum þá stendur lokaslagurinn milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur. Karls sem er kominn á eftirlaun og konu í blóma lífsins. Ólafi Ragnari nægir þó ekki að vísa í eigið kyn til að halda völdum eins og talið var nægja fyrir þrjátíuogtveimur árum. Hann vísar til annarra og máttugri afla; óvissu og óstöðugleika. Ólafur talar beint inn í aldagamla hefð karllægs forræðis sem á úrslitastundu grípur til örþrifaráða í þeim tilgangi að ná eða halda völdum. Spurningin er ágæta þjóð hvort við viljum láta halda okkur á óttamottunni og í fortíðinni eða horfa til framtíðar. Hvort við viljum láta gamla drauga vofa yfir landinu eða kjósa nýja ímynd út á við. Ég kýs Þóru af því að hún er einfaldlega hæfasti frambjóðandinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmlega þremur áratugum urðu skil í Íslandssögunni þegar Vigdís Finnbogadóttir gaf kost á sér til forseta. Í kosningabaráttunni áttu sér stað átök sem fólust í því að sögulegar hefðir tókust á við nýjungar. Aldrei fyrr hafði kona boðið sig fram til forseta á Íslandi. Háværar raddir þeirra sem töluðu gegn kosningu Vigdísar tíunduðu óspart sögulegt fordæmisleysi framboðsins. Þá þótti það heldur ekki sæma að einstæð móðir sæti á Bessastöðum. Fjölmiðlar kepptust við að spyrja forsetaefnið út í það hvernig í ósköpunum hún ætlaði að halda veislur og bjóða höfðingjum heim, einsömul manneskjan. Þá þótti hún ekki nógu frambærileg. Hún færi vel í sjónvarpi að kenna frönsku en lengra út í almannarýmið átti ekki að hleypa henni. Þau sem tóku þátt í meginstraums-orðræðunni í þá tíð, sem beindist gegn kosningu Vigdísar Finnbogadóttur, tóku þátt í að ríghalda í fortíðina, viðhalda úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna og sporna gegn framþróun. Þann 29. júní 1980 báru hinsvegar þau sigur úr býtum sem kusu ný sjónarmið, ný viðhorf og nýja ímynd til handa Íslandi. Í kosningabaráttunni í dag kveður við gamalkunna tóna. Í dag snýst baráttan aftur um gömul gildi og ný, fortíð og framtíð. Aftur þenur stór hluti þjóðarinnar raddböndin á móti breytingum. Í dag á konan í fararbroddi mann. Hún á bara ekki „réttan“ mann; hann á fortíð og er ekki heilagur. Aftur setur fólk spurningamerki við færni konunnar. Aftur telst hún fara vel í sjónvarpi að stýra spurningakeppni en það þykir ekki víst að henni farnist sem bústýra á Bessastöðum. Hún ætti að einbeita sér að eigin búi og börnum segja þau sem hunsa sameiginlega umsjá foreldra með börnum sínum og tala gegn raunverulegu jafnrétti kynjanna. Enn og aftur skal konunni ekki treyst fyrir æðsta embætti þjóðarinnar úti í hinu alþjóðlega rými. Með fullri virðingu fyrir öllum frambjóðendum þá stendur lokaslagurinn milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur. Karls sem er kominn á eftirlaun og konu í blóma lífsins. Ólafi Ragnari nægir þó ekki að vísa í eigið kyn til að halda völdum eins og talið var nægja fyrir þrjátíuogtveimur árum. Hann vísar til annarra og máttugri afla; óvissu og óstöðugleika. Ólafur talar beint inn í aldagamla hefð karllægs forræðis sem á úrslitastundu grípur til örþrifaráða í þeim tilgangi að ná eða halda völdum. Spurningin er ágæta þjóð hvort við viljum láta halda okkur á óttamottunni og í fortíðinni eða horfa til framtíðar. Hvort við viljum láta gamla drauga vofa yfir landinu eða kjósa nýja ímynd út á við. Ég kýs Þóru af því að hún er einfaldlega hæfasti frambjóðandinn.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun