Sport

Sharapova auðveldlega í aðra umferð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sharapova á Wimbledon-mótinu í dag.
Sharapova á Wimbledon-mótinu í dag. Nordicphotos/Getty
Maria Sharapova, efsta kona heimslistans í tennis, var ekki í miklum erfiðleikum með hina áströlsku Anastasiu Rodionovu í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í dag.

Sharapova vann sigur í tveimur settum 6-2 og 6-3. Rússinn vann sigur á Opna franska meistaramótinu á dögunum og virtist í jafngóðu formi og í París í upphafi leiks. Hún komst 5-0 yfir í fyrsta settinu en fram að því hafði hún aðeins tapað þremur stigum.

Rodionova klóraði í bakkann en átti aldrei möguleika í Sharapovu sem fagnaði sigri á aðalvellinum í Wimbledon.

„Það er alltaf góð tilfinning að koma aftur á aðalvöllinn. Þessi staður á sérstakan stað í hjarta mínu," sagði Sharapova sem hafnaði í öðru sæti á mótinu í fyrra.


Tengdar fréttir

Venus úr leik við fyrstu hindrun

Venus Williams heltist úr lestinni í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu sem hófst í London í dag. Williams tapaði í tveimur settum 6-1 og 6-3 gegn hinni rússnesku Elena Vesninu.

Auðvelt hjá Djokovic

Serbinn Novak Djokovic hóf titilvörn sína í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu með þægilegum sigri á Spánverjanum Juan Carlos Ferrero 6-3, 6-3 og 6-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×