Íslenski boltinn

Stjarnan í tómu basli með Reyni en slapp fyrir horn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Scholz (til hægri) reyndist hetja Garðbæinga í kvöld.
Scholz (til hægri) reyndist hetja Garðbæinga í kvöld. Mynd / Stefán
Efstu deildarlið Stjörnunnar marði 1-0 sigur á Reyni Sandgerði í viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í Garðabæ í kvöld.

Stjarnan situr sem stendur í fjórða sæti efstu deildar en Reynir er efst í annarri deild. Gestirnir stríddu heimamönnum heldur betur í kvöld.

Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma en Daninn Alexander Scholz skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Scolz fylgdi þá eftir eigin skoti sem var varið og skoraði.

Stjarnan því komin í átta liða úrslit keppninnar en Reynismenn geta gengið stoltir frá borði. Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, kunni að meta baráttu gestanna og klappaði fyrir framlagi þeirra í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×