Hvaða frambjóðanda gef ég mitt atkvæði og hvers vegna? Helena Stefánsdóttir skrifar 26. júní 2012 15:00 Í bloggi sínu frá 25. júní, segir AK-72 að líklega sé öruggast núna að þegja þunnu hljóði um það hvaða forsetaframbjóðanda maður aðhyllist. Ég er alveg sammála honum. Það væri öruggast. En ég hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að segja ykkur hverja ég ætla að kjósa og af hverju. Ég geri ráð fyrir að vera hökkuð í spað fyrir það að ætla að “henda atkvæði mínu í ruslið” eða fyrir það að atkvæði mitt sé óbeinn stuðningur við “Gamla Ísland”, eða annað álíka fáránlegt. En það verður bara að hafa það. Fyrir mér snúast lýðræðislegar kosningar nefnilega ekki um það að kjósa einn frambjóðanda til að koma í veg fyrir að annar nái kjöri. Minni betri vitund finnst eitthvað rangt við það. Ég reyni líka mitt besta til að láta ekki auglýsingar og skoðanakannanir sljóvga dómgreind mína eða hafa áhrif á það hvar hjarta mitt stendur. Ég vil heyra hvað frambjóðendur hafa að segja og komast þannig að því hvað þau sjálf hafa fram að færa. Og nú hef ég kynnt mér málflutning allra frambjóðenda og tekið meðvitaða ákvörðun út frá því hvaða málflutningur höfðar best til mín. Ég er stolt af heiðarlegri afstöðu minni og ég stend upprétt með þeirri ákvörðun sem ég hef tekið. Atkvæði mínu verður alveg hárrétt varið vegna þess að ég ætla að kjósa af hugrekki, það sem ég vil sjá koma upp úr kjörkassanum. Minn frambjóðandi hefur nýja og ferska sýn á lýðræði, sem í mínum huga skiptir sköpum í hennar viðhorfi. Hún lítur ekki á forsetastólinn sem valdastól, heldur hefur hún þá skoðun að forsetaembættið sé verkfæri, sem nota skal til að virkja vald fólksins. Hún lítur svo á að forsetinn hafi það hlutverk að reka erindi fólksins í landinu og tala máli þess. Að sjá til þess að vilji fólksins nái fram að ganga. Og það er nákvæmlega það sem ég vil að forsetinn minn geri. Ég þarf ekki annað en að skoða hvað hún hefur gert hingað til, til að vita að hún mun halda áfram á sömu braut. Með því hvernig hún hefur beitt sér á óeigingjarnan hátt fyrir hagsmuni heimila landsins undanfarin ár, hefur hún sýnt það og sannað að hún er hugrökk og ósérhlífin. En það sem mér finnst sterkast í málflutingi hennar er, að það er engin svokölluð “hidden agenda” eða dulinn ásetningur. Hún er gjörsamlega laus við þann leiða kvilla sem kallast pólitík, þar sem fólk leikur tveimur eða fleiri grímum eftir því hvert tilefnið er eða hver er ávarpaður. Þess vegna býður hún sig fram til forseta en ekki á þing. Ég mun kjósa fyrir “nýtt Ísland” og þar vil ég sjá Andreu sem forseta. Þess vegna hún fær mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í bloggi sínu frá 25. júní, segir AK-72 að líklega sé öruggast núna að þegja þunnu hljóði um það hvaða forsetaframbjóðanda maður aðhyllist. Ég er alveg sammála honum. Það væri öruggast. En ég hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að segja ykkur hverja ég ætla að kjósa og af hverju. Ég geri ráð fyrir að vera hökkuð í spað fyrir það að ætla að “henda atkvæði mínu í ruslið” eða fyrir það að atkvæði mitt sé óbeinn stuðningur við “Gamla Ísland”, eða annað álíka fáránlegt. En það verður bara að hafa það. Fyrir mér snúast lýðræðislegar kosningar nefnilega ekki um það að kjósa einn frambjóðanda til að koma í veg fyrir að annar nái kjöri. Minni betri vitund finnst eitthvað rangt við það. Ég reyni líka mitt besta til að láta ekki auglýsingar og skoðanakannanir sljóvga dómgreind mína eða hafa áhrif á það hvar hjarta mitt stendur. Ég vil heyra hvað frambjóðendur hafa að segja og komast þannig að því hvað þau sjálf hafa fram að færa. Og nú hef ég kynnt mér málflutning allra frambjóðenda og tekið meðvitaða ákvörðun út frá því hvaða málflutningur höfðar best til mín. Ég er stolt af heiðarlegri afstöðu minni og ég stend upprétt með þeirri ákvörðun sem ég hef tekið. Atkvæði mínu verður alveg hárrétt varið vegna þess að ég ætla að kjósa af hugrekki, það sem ég vil sjá koma upp úr kjörkassanum. Minn frambjóðandi hefur nýja og ferska sýn á lýðræði, sem í mínum huga skiptir sköpum í hennar viðhorfi. Hún lítur ekki á forsetastólinn sem valdastól, heldur hefur hún þá skoðun að forsetaembættið sé verkfæri, sem nota skal til að virkja vald fólksins. Hún lítur svo á að forsetinn hafi það hlutverk að reka erindi fólksins í landinu og tala máli þess. Að sjá til þess að vilji fólksins nái fram að ganga. Og það er nákvæmlega það sem ég vil að forsetinn minn geri. Ég þarf ekki annað en að skoða hvað hún hefur gert hingað til, til að vita að hún mun halda áfram á sömu braut. Með því hvernig hún hefur beitt sér á óeigingjarnan hátt fyrir hagsmuni heimila landsins undanfarin ár, hefur hún sýnt það og sannað að hún er hugrökk og ósérhlífin. En það sem mér finnst sterkast í málflutingi hennar er, að það er engin svokölluð “hidden agenda” eða dulinn ásetningur. Hún er gjörsamlega laus við þann leiða kvilla sem kallast pólitík, þar sem fólk leikur tveimur eða fleiri grímum eftir því hvert tilefnið er eða hver er ávarpaður. Þess vegna býður hún sig fram til forseta en ekki á þing. Ég mun kjósa fyrir “nýtt Ísland” og þar vil ég sjá Andreu sem forseta. Þess vegna hún fær mitt atkvæði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun