Stuðningsgrein: Af hverju er Ólafur Ragnar besti kosturinn? Hrafnhildur Hafsteinsdóttir skrifar 27. júní 2012 16:00 Fyrstu kynni mín af Ólafi Ragnari Grímssyni voru þegar ég var að alast upp og heyrði mömmu ræða að hún hefði verið send niður á þing af kennara í stjórnmálafræði við HÍ og var verkefni hennar sem stjórnmálafræðinema að horfa á og læra af alþingismönnum. Seinna átti hún að færa rök fyrir hver væri að hennar mati besti ræðumaðurinn. Álit hennar sem og margra nemanna var að Ólafur hefði borið af öðrum þingmönnum fyrir rökfestu, sannfæringu og málafylgju. Rökfesta og ræðusnilld eru nokkrir af mörgum kostum Ólafs Ragnars og hafa nýst honum vel í embætti forseta Íslands. Ég hef aldrei verið stoltari af honum sem forseta en í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þegar þjóðin átti undir högg að sækja sótti Ólafur Ragnar fram á erlendum vettvangi og útskýrði sjónarmið Íslendinga fyrir erlendum blaðamönnum og ráðamönnum. Rökfesta hans, þekking og færni í erlendum tungumálum varð til þess að á sjónarmið Íslendinga var hlustað. Hann er verðmætur fulltrúi þjóðarinnar bæði hér heima og erlendis og hefur átt drjúgan þátt í að endurheimta mannorð Íslendinga á erlendum vettvangi. Ég þekki til nokkurra sem hafa leitað til forsetaembættisins og óskað eftir aðstoð forsetans við afhendingu viðurkenninga og verðlauna. Í öll skiptin hefur það verið auðsótt mál og hefur forsetinn sett mikinn svip á þessar hátíðir og flutt ræður sem eftir hefur verið tekið. Hann hefur verið uppbyggjandi og hvetjandi og stappað stálinu í fólk. Hann hefur hvatt það til dáða, vakið athygli á því sem vel er gert og lagt áherslu á að við Íslendingar tölum okkur ekki niður heldur komum auga á hinn mikla auð sem er í þessu landi og þau tækifæri sem hér er að finna – ekki síst fyrir ungt fólk. Við þurfum sterkan leiðtoga sem kemur auga á það jákæða og hvetur til dáða. Ólafur Ragnar Grímsson er besti kosturinn sem forseti lýðveldisins Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu kynni mín af Ólafi Ragnari Grímssyni voru þegar ég var að alast upp og heyrði mömmu ræða að hún hefði verið send niður á þing af kennara í stjórnmálafræði við HÍ og var verkefni hennar sem stjórnmálafræðinema að horfa á og læra af alþingismönnum. Seinna átti hún að færa rök fyrir hver væri að hennar mati besti ræðumaðurinn. Álit hennar sem og margra nemanna var að Ólafur hefði borið af öðrum þingmönnum fyrir rökfestu, sannfæringu og málafylgju. Rökfesta og ræðusnilld eru nokkrir af mörgum kostum Ólafs Ragnars og hafa nýst honum vel í embætti forseta Íslands. Ég hef aldrei verið stoltari af honum sem forseta en í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þegar þjóðin átti undir högg að sækja sótti Ólafur Ragnar fram á erlendum vettvangi og útskýrði sjónarmið Íslendinga fyrir erlendum blaðamönnum og ráðamönnum. Rökfesta hans, þekking og færni í erlendum tungumálum varð til þess að á sjónarmið Íslendinga var hlustað. Hann er verðmætur fulltrúi þjóðarinnar bæði hér heima og erlendis og hefur átt drjúgan þátt í að endurheimta mannorð Íslendinga á erlendum vettvangi. Ég þekki til nokkurra sem hafa leitað til forsetaembættisins og óskað eftir aðstoð forsetans við afhendingu viðurkenninga og verðlauna. Í öll skiptin hefur það verið auðsótt mál og hefur forsetinn sett mikinn svip á þessar hátíðir og flutt ræður sem eftir hefur verið tekið. Hann hefur verið uppbyggjandi og hvetjandi og stappað stálinu í fólk. Hann hefur hvatt það til dáða, vakið athygli á því sem vel er gert og lagt áherslu á að við Íslendingar tölum okkur ekki niður heldur komum auga á hinn mikla auð sem er í þessu landi og þau tækifæri sem hér er að finna – ekki síst fyrir ungt fólk. Við þurfum sterkan leiðtoga sem kemur auga á það jákæða og hvetur til dáða. Ólafur Ragnar Grímsson er besti kosturinn sem forseti lýðveldisins Íslands.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun