Manneskjan á bak við embættið Hrafnhildur Bjarnadóttir skrifar 28. júní 2012 17:30 Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð. Í aðdraganda kosninganna hef ég kynnst Þóru Arnórsdóttur og fjölskyldu hennar persónulega. Ég hef verið töluvert inn á heimilinu og tekið þátt í hversdagslegu og fjörugu fjölskyldulífi. Heimilið í Hafnarfirðinum einkennist af gleði, hlýju og örlítillri óreiðu sem skiljanlega fylgir kosningabaráttu. Hver mínúta er nýtt til hins ýtrasta. Ég var strax boðin velkomin inn á heimilið og voru allir tilbúnir að gefa mér séns og sýndu mér traust sem mér þótti mjög vænt um. Það eru ekki margar strangar reglur á heimilinu en þar má helst nefna ruslaflokkunina. Á mínu heimili eru það helst fernur og dagblöð sem rata í endurvinnslu en heima hjá Þóru er þetta tekið alla leið. Hver einasta skyrdós og lýsisflaska er þvegin og endurunnin. Allir matarafgangar fá að grotna niður í kassa út í garði svo hægt sé að nýta þá sem áburð. Auk þess að flokka ruslið sitt út í ystu æsar til að leggja plánetunni lið er Þóra tíður gestur í strætóum bæjarins. Þar sem ég hef ekki stigið inn í strætó síðan ég fékk bílpróf finnst mér aðdáunarvert að nýta sér þennan umhverfisvæna og sparsama kost þótt bíll sé á heimilinu. Þegar ég hef verið í Hafnarfirðinum hefur alltaf verið komið fram við mig af mikilli virðingu og vinsemd. Þegar Þóra kom heim með gjafir frá bæjarbúum úr hinum ýmsu bæjarfélögum kom það mér hreint ekki á óvart. Þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt vill fólk leggja henni lið. Fólk skynjar strax hvað hún er opin og hlý og vill umsvifalaust tala við hana. Þóra er jarðbundin og hógvær. Hún tekur sig ekki of hátíðlega heldur fer í handahlaup út á bryggju og stekkur upp og tekur "hóp high-five" með Svavari og Ásdísi, aðstoðarkonu sinni, þegar búið er að taka ákvörðun. Jú, ég er kannski bara að benda á að Þóra flokkar ruslið sitt, tekur strætó og hefur góða og hlýja nærveru. Þóra er ung nútímakona sem skilur mig og mína kynslóð. Það voru þessir hlutir sem mótuðu skoðun mína á hvernig manneskju ég vil sjá á Bessastöðum. Sú manneskja er Þóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð. Í aðdraganda kosninganna hef ég kynnst Þóru Arnórsdóttur og fjölskyldu hennar persónulega. Ég hef verið töluvert inn á heimilinu og tekið þátt í hversdagslegu og fjörugu fjölskyldulífi. Heimilið í Hafnarfirðinum einkennist af gleði, hlýju og örlítillri óreiðu sem skiljanlega fylgir kosningabaráttu. Hver mínúta er nýtt til hins ýtrasta. Ég var strax boðin velkomin inn á heimilið og voru allir tilbúnir að gefa mér séns og sýndu mér traust sem mér þótti mjög vænt um. Það eru ekki margar strangar reglur á heimilinu en þar má helst nefna ruslaflokkunina. Á mínu heimili eru það helst fernur og dagblöð sem rata í endurvinnslu en heima hjá Þóru er þetta tekið alla leið. Hver einasta skyrdós og lýsisflaska er þvegin og endurunnin. Allir matarafgangar fá að grotna niður í kassa út í garði svo hægt sé að nýta þá sem áburð. Auk þess að flokka ruslið sitt út í ystu æsar til að leggja plánetunni lið er Þóra tíður gestur í strætóum bæjarins. Þar sem ég hef ekki stigið inn í strætó síðan ég fékk bílpróf finnst mér aðdáunarvert að nýta sér þennan umhverfisvæna og sparsama kost þótt bíll sé á heimilinu. Þegar ég hef verið í Hafnarfirðinum hefur alltaf verið komið fram við mig af mikilli virðingu og vinsemd. Þegar Þóra kom heim með gjafir frá bæjarbúum úr hinum ýmsu bæjarfélögum kom það mér hreint ekki á óvart. Þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt vill fólk leggja henni lið. Fólk skynjar strax hvað hún er opin og hlý og vill umsvifalaust tala við hana. Þóra er jarðbundin og hógvær. Hún tekur sig ekki of hátíðlega heldur fer í handahlaup út á bryggju og stekkur upp og tekur "hóp high-five" með Svavari og Ásdísi, aðstoðarkonu sinni, þegar búið er að taka ákvörðun. Jú, ég er kannski bara að benda á að Þóra flokkar ruslið sitt, tekur strætó og hefur góða og hlýja nærveru. Þóra er ung nútímakona sem skilur mig og mína kynslóð. Það voru þessir hlutir sem mótuðu skoðun mína á hvernig manneskju ég vil sjá á Bessastöðum. Sú manneskja er Þóra.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun