Fanndís Friðriksdóttir: Ég hélt að flugmaðurinn ætlaði inn í markið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2012 21:40 Fanndís og félagar unnu í kvöld sinn fyrsta bikarsigur síðan sumarið 2009. Mynd / Stefán „Það var flugeldasýning, listflug, skrúðganga, lúðrasveit, þrjú rauð spjöld, framlenging, vítaspyrnukeppni. Blóð sviti og tár. Það var allt að gerast," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega verið í gangi í Eyjum í kvöld. Blikar unnu ótrúlegan 9-8 sigur á ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í Eyjum í kvöld. Á sama tíma og leikurinn fór fram var setningarathöfn árlegs Shell-móts í Eyjum í gangi sem setti svip sinn á leikinn. „Leikurinn byrjaði á flugeldasýningu og lauk með listflugi yfir vellinum. Maður hélt á tímabili að flugvélin væri á leiðinni inn í markið. Ég er ekki að grínast. En þetta var mjög flott hjá flugmanninum, hann má eiga það," sagði Fanndís hlæjandi og viðurkenndi að erfitt hafi verið að halda einbeitingu á meðan öllu þessu stóð í námunda við Hásteinsvöll. „Ég hugsa að þetta sé skrýtnasti fótboltaleikur sem ég hef tekið þátt í," segir Fanndís sem skoraði tvívegis í leiknum. Fanndís kom Blikum í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Eyjakonur jöfnuðu í viðbótartíma. Fanndís var aftur á ferðinni seint í framlengingunni og kom Blikum í 4-3 og útlitið gott. Manni færri tók varamaðurinn eldfljóti Shaneka Gordon til sinna ráða og skoraði jöfnunarmark Eyjamanna og sendi leikinn í vítaspyrnukeppni. „Ég skil ekki af hverju hún (Gordon) var ekki í byrjunarliðinu hjá þeim. Hún spændi upp vörnina okkar hægri vinstri og var hættuleg í hvert skipti sem hún fékk boltann. Hún var algjör yfirburðarmaður og jafnaði metin upp á sitt einsdæmi," sagði Fanndís um Jamaíkakonuna sem kom inn á í síðari hálfleik. Fanndís var á leið í Herjólf á leið á fast land þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið. Fanndís á ættir að rekja til Eyja en faðir hennar, landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Friðrik Friðriksson, er úr Eyjum. „Ég kann mjög vel við mig í Eyjum. Það er alltaf smá ÍBV-maður í mér en nú er ég búin að koma hingað tvisvar í sumar og fara heim með sigur. Það er örugglega ekkert vel séð að ég fari heim með sigur en ég er kampakát með þetta," sagði fyrirliði Blika. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
„Það var flugeldasýning, listflug, skrúðganga, lúðrasveit, þrjú rauð spjöld, framlenging, vítaspyrnukeppni. Blóð sviti og tár. Það var allt að gerast," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega verið í gangi í Eyjum í kvöld. Blikar unnu ótrúlegan 9-8 sigur á ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í Eyjum í kvöld. Á sama tíma og leikurinn fór fram var setningarathöfn árlegs Shell-móts í Eyjum í gangi sem setti svip sinn á leikinn. „Leikurinn byrjaði á flugeldasýningu og lauk með listflugi yfir vellinum. Maður hélt á tímabili að flugvélin væri á leiðinni inn í markið. Ég er ekki að grínast. En þetta var mjög flott hjá flugmanninum, hann má eiga það," sagði Fanndís hlæjandi og viðurkenndi að erfitt hafi verið að halda einbeitingu á meðan öllu þessu stóð í námunda við Hásteinsvöll. „Ég hugsa að þetta sé skrýtnasti fótboltaleikur sem ég hef tekið þátt í," segir Fanndís sem skoraði tvívegis í leiknum. Fanndís kom Blikum í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Eyjakonur jöfnuðu í viðbótartíma. Fanndís var aftur á ferðinni seint í framlengingunni og kom Blikum í 4-3 og útlitið gott. Manni færri tók varamaðurinn eldfljóti Shaneka Gordon til sinna ráða og skoraði jöfnunarmark Eyjamanna og sendi leikinn í vítaspyrnukeppni. „Ég skil ekki af hverju hún (Gordon) var ekki í byrjunarliðinu hjá þeim. Hún spændi upp vörnina okkar hægri vinstri og var hættuleg í hvert skipti sem hún fékk boltann. Hún var algjör yfirburðarmaður og jafnaði metin upp á sitt einsdæmi," sagði Fanndís um Jamaíkakonuna sem kom inn á í síðari hálfleik. Fanndís var á leið í Herjólf á leið á fast land þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið. Fanndís á ættir að rekja til Eyja en faðir hennar, landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Friðrik Friðriksson, er úr Eyjum. „Ég kann mjög vel við mig í Eyjum. Það er alltaf smá ÍBV-maður í mér en nú er ég búin að koma hingað tvisvar í sumar og fara heim með sigur. Það er örugglega ekkert vel séð að ég fari heim með sigur en ég er kampakát með þetta," sagði fyrirliði Blika.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45
Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46