Aðgát skal höfð í nærveru sálar Margrét Halldórsóttir, sjómannskona á Ísafirði og skrifa 10. júní 2012 11:50 Í umræðu undanfarna daga um sjávarútvegsfrumvörpin tvö, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, hefur mér verið verulega misboðið. Ég hef auðvitað skoðun á frumvörpunum, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en það sem mér hefur misboðið er umfjöllun um sjómennina okkar. Ég er gift sjómanni, heiðarlegum sjómanni sem greiðir skatta sína og sinnir skyldum sínum, líkt og allir þeir sjómenn sem ég þekki. Oft hefur maður lesið eitthvað misjafnt í netheimum en reynt að leiða það hjá sér. Þegar ráðamenn þessarar þjóðar eru hinsvegar líka farnir að tala niður til þeirra þá finnst mér ég ekki geta orða bundist lengur. Að halda því fram að sjómenn hafi verið þvingaðir til að mæta til mótmæla á Austurvelli og hafi verið þar á fullu kaupi er fyrir neðar allar hellur og ber vott um fáfræði um það hvernig laun sjómanna eru til komin. Sjómannastéttin er ekki öfundsverð í kjarabaráttu sinni, ef þeir fara í verkfall setur Alþingi á þá lög og ef þeir mæta við Alþingi til að mótmæla er ekki tekið mark á þeim því þeir eiga ekki að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á því máli sem ég held þó að þeir þekki manna best. Þeir hafa samt kosningarétt, þótt þeir geti ekki alltaf notað hann vegna langrar fjarveru þar sem stundum er ekki er búið að opna utankjörfund áður en þeir fara á sjó og búið er að kjósa þegar þeir koma í land. Þeir þingmenn sem hæst hafa látið og vegið að sjómönnum síðustu daga væru samkvæmari sjálfum sér ef þeir leggðu til að kosningarréttur yrði einfaldlega tekin af þessum hópi kjána sem þeir telja sjómenn augljólslega vera. Sjómenn berjast gegn frumvörpunum því þau munu hafa beina áhrif á kjör þeirra og afkomu fjölskyldna þeirra. Þetta er ekkert flókið, ef kvóti minnkar hjá útgerðinni er minna veitt og minna kemur í buddu sjómanna. Þegar ,,góðærið" var á Íslandi og krónan nokkuð sterk lækkuðu laun sjómanna verulega, allt að 30-40% milli ára, því að laun þeirra taka mið af verðmæti aflans hverju sinni. Á sama tíma voru laun hjá öðrum stéttum að hækka, mismikið þó og alltof mikið hjá einhverjum. Ég man ekki eftir því að neinn hefði áhyggjur af sjómönnum þá. Nú þegar krónan hefur veikst og aflaverðmætið eykst þá virðist vera gefið frjálst skotleyfi á sjómenn eins og þeir séu annars flokks þegnar. Fyrst skal taka af þeim sjómannaafsláttinn, svo skal úthrópa þá sem klapplið LÍÚ sem búið er að útmála sem vonda karlinn og loks er hæðst að mótmælum þeirra. Ég spyr, eiga þessir menn þetta skilið? Sjómennska er og verður erfitt og hættulegt starf sem ekki allir geta sinnt en því þarf samt að sinna. Komum umræðum á hærra plan og berum virðingu hvert fyrir öðru í þessu máli sem öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarna daga um sjávarútvegsfrumvörpin tvö, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, hefur mér verið verulega misboðið. Ég hef auðvitað skoðun á frumvörpunum, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en það sem mér hefur misboðið er umfjöllun um sjómennina okkar. Ég er gift sjómanni, heiðarlegum sjómanni sem greiðir skatta sína og sinnir skyldum sínum, líkt og allir þeir sjómenn sem ég þekki. Oft hefur maður lesið eitthvað misjafnt í netheimum en reynt að leiða það hjá sér. Þegar ráðamenn þessarar þjóðar eru hinsvegar líka farnir að tala niður til þeirra þá finnst mér ég ekki geta orða bundist lengur. Að halda því fram að sjómenn hafi verið þvingaðir til að mæta til mótmæla á Austurvelli og hafi verið þar á fullu kaupi er fyrir neðar allar hellur og ber vott um fáfræði um það hvernig laun sjómanna eru til komin. Sjómannastéttin er ekki öfundsverð í kjarabaráttu sinni, ef þeir fara í verkfall setur Alþingi á þá lög og ef þeir mæta við Alþingi til að mótmæla er ekki tekið mark á þeim því þeir eiga ekki að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á því máli sem ég held þó að þeir þekki manna best. Þeir hafa samt kosningarétt, þótt þeir geti ekki alltaf notað hann vegna langrar fjarveru þar sem stundum er ekki er búið að opna utankjörfund áður en þeir fara á sjó og búið er að kjósa þegar þeir koma í land. Þeir þingmenn sem hæst hafa látið og vegið að sjómönnum síðustu daga væru samkvæmari sjálfum sér ef þeir leggðu til að kosningarréttur yrði einfaldlega tekin af þessum hópi kjána sem þeir telja sjómenn augljólslega vera. Sjómenn berjast gegn frumvörpunum því þau munu hafa beina áhrif á kjör þeirra og afkomu fjölskyldna þeirra. Þetta er ekkert flókið, ef kvóti minnkar hjá útgerðinni er minna veitt og minna kemur í buddu sjómanna. Þegar ,,góðærið" var á Íslandi og krónan nokkuð sterk lækkuðu laun sjómanna verulega, allt að 30-40% milli ára, því að laun þeirra taka mið af verðmæti aflans hverju sinni. Á sama tíma voru laun hjá öðrum stéttum að hækka, mismikið þó og alltof mikið hjá einhverjum. Ég man ekki eftir því að neinn hefði áhyggjur af sjómönnum þá. Nú þegar krónan hefur veikst og aflaverðmætið eykst þá virðist vera gefið frjálst skotleyfi á sjómenn eins og þeir séu annars flokks þegnar. Fyrst skal taka af þeim sjómannaafsláttinn, svo skal úthrópa þá sem klapplið LÍÚ sem búið er að útmála sem vonda karlinn og loks er hæðst að mótmælum þeirra. Ég spyr, eiga þessir menn þetta skilið? Sjómennska er og verður erfitt og hættulegt starf sem ekki allir geta sinnt en því þarf samt að sinna. Komum umræðum á hærra plan og berum virðingu hvert fyrir öðru í þessu máli sem öðrum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun